3. október 2005
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins í dag
3. október 2005
Þrátt fyrir 1-5 tap gegn Rússum í lokaumferð undankeppni EM U19 liða kvenna komst Ísland áfram í milliriðla, sem fram fara í apríl á næsta ári. Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði mark Íslands gegn Rússum.
3. október 2005
Mark úr vítaspyrnu á 50. mínútu réði úrslitum í leik U19 landsliðs karla gegn jafnöldrum sínum frá Búlgaríu í undankeppni EM í dag. Fátt markvert gerðist í leiknum og lítið var um færi.
3. október 2005
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið þrjá leikmenn sem leika með U19 landsliðinu í hópinn fyrir lokaleik U21 liðsins í undankeppni EM 2006, gegn Svíþjóð 11. október.
3. október 2005
Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í hópinn í stað Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar.
30. september 2005
A landslið karla leikur tvo landsleiki í október - vináttulandsleik gegn Pólverjum og leik í undankeppni HM 2006 gegn Svíum. Íslenska liðið hefur aldrei hampað sigri gegn Pólverjum, en hefur tvisvar sinnum lagt Svía að velli.
29. september 2005
U19 landslið kvenna leikur gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Riðillinn fer fram í Sarajevo, þannig að bosníska liðið er á heimavelli.
29. september 2005
Klara Ósk Bjartmarz er eftirlitsmaður UEFA með riðli í undankeppni EM U19 landsliða kvenna. Riðillinn fer fram í Portúgal í vikunni og í honum eru, auk heimamanna, Slóvakía, Wales og Kasakstan.
29. september 2005
U19 kvenna vann í dag annan stórsigurinn í röð í undankeppni EM. Lið Bosníu/Hersegóvínu var lagt að velli með fimm mörkum gegn engu og þar með er sæti í milliriðli öruggt.
28. september 2005
FIFA hefur sektað KSÍ um 10.500 svissneska franka, eða um hálfa milljón króna, vegna fjölda áminninga sem A landslið karla fékk í tveimur leikjum í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu og Búlgaríu.
28. september 2005
Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október.
28. september 2005
Pólverjar hafa tilkynnt hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi 7. október, en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir lokaumferð undankeppni HM. Pólverjar leika gegn Englendingum 12. október.
28. september 2005
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október og leikinn gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni HM 2006 12. október.
27. september 2005
Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landslið karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í Bosníu/Hersegóvínu í byrjun október.
27. september 2005
U19 landslið kvenna vann Georgíu með sjö mörkum gegn engu í undankeppni EM í dag, þriðjudag. Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir íslenska liðið.
27. september 2005
U17 landslið karla hafnaði í 3. sæti síns riðils í undankeppni EM, sem fram fór í Bosníu/Hersegóveníu. Lokaumferðin fór fram í dag, þriðjudag, og beið íslenska liðið 1-4 ósigur gegn Tékkum.
27. september 2005
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Georgíu í undankeppni EM, en liðin mætast kl. 14:00 í dag að íslenskum tíma.
27. september 2005
Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem hóf leikinn gegn Svíum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma