Verslun
Leit
SÍA
Leit

25. september 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætir Svíum í dag klukkan 9 frá liðinu sem vann Andorramenn á föstudag. 

Landslið

25. september 2005

Jafntefli gegn Svíum hjá U17 karla

U17 landslið karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í öðrum leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar.

Landslið

24. september 2005

Eins marks tap hjá A kvenna í Tékklandi

A landslið kvenna beið í dag, laugardag, lægri hlut gegn Tékkum í undankeppni HM 2007. Eina mark leiksins kom snemma í fyrri hálfleik og þrátt fyrir mikla baráttu tókst íslenska liðinu ekki að jafna metin.

Landslið

23. september 2005

Óbreytt byrjunarlið A kvenna frá síðasta leik

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá jafnteflisleiknum gegn Svíum þegar íslenska liðið mætir Tékkum í undankeppni HM 2007 í Tékklandi á laugardag.

Landslið

23. september 2005

Leikið á gervigrasi í HM U17 karla í Perú

Úrslitakeppni HM U17 landsliða karla fer fram þessa dagana í Perú og fara allir leikir fram á gervigrasi, þar á meðal úrslitaleikurinn sem leikinn verður á þjóðarleikvangi þeirra Perúmanna í höfuðborginni Lima.

Landslið

23. september 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjnarliði sem leikur gegn Andorra í fyrsta leiknum í undanriðli Evrópukeppnirnar í dag klukkan 10 að íslenskum tíma.

Landslið

23. september 2005

Farangursvandræði hjá A landsliði kvenna

A landslið kvenna lenti í vandræðum á leið sinni til Tékklands til að leika við heimamenn í undankeppni HM. Allur farangur liðsins varð eftir á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Landslið

23. september 2005

Öruggur sex marka sigur gegn Andorra

U17 landslið karla vann í dag öruggan 6-0 sigur á Andorra í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi. Í riðlinum leika einnig Svíþjóð og Tékkland, en þau lið mætast síðar í dag.

Landslið

22. september 2005

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Wales

Jóhannes Valgeirsson, FIFA dómari og Gunnar Sverrir Gunnarsson, FIFA aðstoðardómari, dæma í vikunni í undankeppni Evrópumóts landsliða U17.

Landslið

22. september 2005

Kveðjuleikur Erlu Hendriksdóttur

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu.

Landslið

22. september 2005

Miðar til sölu á lokaleikinn í undankeppni HM 2006

KSÍ hefur til sölu miða fyrir Íslendinga á viðureign Íslands og Svíþjóðar í undankeppni HM karlalandsliða 2006, sem fram fer í Svíþjóð 12. október næstkomandi, en um er að ræða lokaleik Íslands í riðlinum.

Landslið

22. september 2005

Undirbúningshópur U19 karla fyrir undankeppni EM

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 34 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í byrjun október.

Landslið

20. september 2005

Systkini í U19 landsliðum Íslands

Systkinin Björg Bjarnadóttir og Birkir Bjarnason eru í U19 landsliðum Íslands. Þau eru búsett í Stavanger í Noregi og eru börn Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lék m.a. með Þór Akureyri og ÍBV hér á árum áður.

Landslið

19. september 2005

Garðar Örn Hinriksson dæmir í EM U17 karla

Garðar Örn Hinriksson og Sigurður Óli Þórleifsson verða að störfum í undankeppni EM U17 landsliða karla í vikunni.  Þeir félagar starfa í leikjum riðils sem fram fer í Finnlandi.

Landslið

19. september 2005

U19 kvenna leikur í Bosníu um mánaðamótin

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir undankeppni EM sem fram fer í Bosníu/Hersegóvínu um næstu mánaðamót.

Landslið

19. september 2005

Tæplega 50 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram 24. og 25. september í Fífunni í Kópavogi. Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á æfingarnar.

Landslið

16. september 2005

Mikill áhugi á leik Svíþjóðar og Íslands

Mikill áhugi er í Svíþjóð á leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Íslandi, en hann fer fram 12. október næstkomandi. Nú þegar hafa 28.100 aðgöngumiðar verið seldir og talið líklegt að uppselt verði á leikinn.

Landslið

16. september 2005

Upp um eitt sæti á styrkleikalistanum

Ísland hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og er nú í 17. sæti. Engin breyting er á efstu sætunum, Þjóðverjar eru áfram efstir, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja.

Landslið