Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. september 2005

U17 landslið karla til Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir undankeppni EM. Riðill Íslands fer fram í Andorra 23. - 27. september og eru Tékkland og Svíþjóð einnig í riðlinum.

Landslið

15. september 2005

Landsliðsmenn heimsóttu langveik börn í Rjóðri

Landsliðsmennirnir Gylfi Einarsson, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson heimsóttu Rjóður - hjúkrunarheimili fyrir langveik börn - þegar þeir komu til landsins fyrir leikinn gegn Króatíu á dögunum.

Landslið

15. september 2005

Úrtaksæfingar U19 karla 17. og 18. september

Úrtaksæfingar fyrir U19 lið karla verða haldnar um næstu helgi, 17. og 18. september í Fífunni í Kópavogi. U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í Bosníu í byrjun október.

Landslið

14. september 2005

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið hefur hækkað um tvö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði og er nú í 92. sæti.  Svíar snúa aftur á topp 10 eftir níu ára fjarveru, á kostnað Englendinga.

Landslið

12. september 2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 13. - 18. september

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 13. - 18. september og hafa 26 leikmenn verið boðaðir að þessu sinni. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla.

Landslið

10. september 2005

Kvennalandsliðið gegn Tékkum tilkynnt

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir viðureignina gegn Tékkum í undankeppni HM 2007, en liðin mætast í Kravare í Tékklandi 24. september.

Landslið

7. september 2005

Búlgaría og Ísland mætast í undankeppni HM í dag

Búlgaría og Ísland mætast í dag, miðvikudag, í undankeppni HM 2006 á Vassil Levski leikvanginum í Sofia. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

Landslið

7. september 2005

Ein breyting fyrir leikinn gegn Búlgaríu

Ein breyting hefur verið gerð á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Króötum á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2006.  Kári Árnason kemur inn í liðið fyrir Gylfa Einarsson, sem er í leikbanni.

Landslið

7. september 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 10. og 11. september

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram um helgina og hafa alls 17 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara liðsins.

Landslið

7. september 2005

Grátlegt tap gegn Búlgörum í Sofia

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Búlgaríu í kvöld, miðvikudagskvöld, með þremur mörkum gegn tveimur í leik sem fram fór í Sofia. Ísland komst í 2-0, en heimamenn náður að gera þrjú mörk áður en yfir lauk.

Landslið

6. september 2005

Tvær breytingar á byrjunarliði U21 karla

Gerðar hafa verið tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu í dag í undankeppni EM.  Garðar Gunnlaugsson og Andri Ólafsson koma inn í byrjunarliðið.

Landslið

6. september 2005

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 24 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna, sem fram fer um næstu mánaðamót í Bosníu-Hersegovínu.

Landslið

6. september 2005

Frábær 3-1 sigur hjá U21 karla í Sofia

U21 landslið karla vann í dag, þriðjudag, frábæran 3-1 sigur á liði Búlgara í undankeppni EM 2006, en liðin mættust í Sofia í Búlgaríu. Íslenska liðið lék vel í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Landslið

5. september 2005

Íslenskir dómarar á þremur landsleikjum

Íslenskir dómarar verða á þremur landsleikjum í vikunni. Garðar Örn Hinriksson og Egill már Markússon dæma leiki í undankeppni EM U21 landsliða karla og Kristinn Jakobsson dæmir leik í undankeppni HM 2006.

Landslið

5. september 2005

Búlgarar vilja mörk á móti Íslendingum

Eftir þriggja mark tap gegn gegn Svíum á laugardag hefur Hristo Stoichkov, þjálfari búlgarska landsliðsins, gert þá kröfu til sinna manna að þeir vinni sigur á Íslendingum á miðvikudag, og það á sannfærandi hátt.

Landslið

5. september 2005

Tyrkneskir dómarar í Sofia

Tyrkneskur dómara kvartett verður á viðureign Búlgaríu og Íslands í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.  Fimm leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni og því vonandi að Tyrkinn verði í góðu skapi.

Landslið

4. september 2005

Bjarni Ólafur í hópinn í stað Gylfa

Gylfi Einarsson fékk að líta gula spjaldið í leiknum gegn Króatíu á laugardag og verður hann því í leikbanni gegn Búlgaríu á miðvikudag. Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hefur verið kallaður í hópinn í hans stað.

Landslið

3. september 2005

5.000 miðar seldir í forsölu

Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu lauk á föstudagskvöld og hafa nú alls selst um 5.000 miðar á leikinn.  Miðasala við Laugardalsvöll er hafin og er fólk er hvatt til að tryggja sér miða sem allra fyrst og fjölmenna á völlinn.

Landslið