Verslun
Leit
SÍA
Leit

29. ágúst 2005

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.

Landslið

29. ágúst 2005

Landsliðshópurinn gegn Króötum og Búlgörum

Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur. Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.

Landslið

29. ágúst 2005

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu

Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu. Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Landslið

28. ágúst 2005

Byrjunarliðið gegn Svíum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.

Landslið

28. ágúst 2005

Frábær úrslit á útivelli gegn sterku liði Svía

A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007. Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.

Landslið

25. ágúst 2005

Hópur Króata fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu

Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006. Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.

Landslið

25. ágúst 2005

Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM. Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.

Landslið

24. ágúst 2005

Svíar með eitt af bestu kvennalandsliðum heims

Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag.  Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.

Landslið

24. ágúst 2005

Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag

Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi.

Landslið

24. ágúst 2005

U19 landslið karla gegn Hollandi

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi 2. september. Í hópnum eru 5 leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum.

Landslið

23. ágúst 2005

Myndasyrpa úr Ísland - Hvíta Rússland

Smellið hér að neðan til að skoða myndasyrpu úr viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna síðastliðinn sunnudag.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum ytra sunnudaginn 28. ágúst.

Landslið

23. ágúst 2005

Aðeins skorað eitt mark gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið mæti Svíum ytra næstkomandi sunnudag í undankeppni HM 2007. Þessi tvö lið hafa mæst 6 sinnum áður og hafa Svíar hampað sigri í öll skiptin. Íslendingar hafa skorað eitt mark en Svíar 23.

Landslið

23. ágúst 2005

Miðasala á Ísland - Króatía

Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 er hafin á ksi.is og esso.is. Liðin mætast á Laugardalsvelli laugardaginn 3. september næstkomandi og hefst leikurinn kl. 18:05.

Landslið

22. ágúst 2005

Tvær úr íslenska hópnum leika í Svíþjóð

Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM á sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni. Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.

Landslið

22. ágúst 2005

Erla Hendriksdóttir heiðruð fyrir að leika 50 landsleiki

Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.

Landslið

21. ágúst 2005

Öruggur sigur á Hvít-Rússum

A landslið kvenna vann í dag öruggan 3-0 sigur á liði Hvít-Rússa í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2007. Nokkur góð færi fóru forgörðum hjá íslenska liðinu og hefði sigurinn getað verið mun stærri.

Landslið

20. ágúst 2005

Byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM kvenna á sunnudag. Ásthildur Helgadóttir leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö.

Landslið

19. ágúst 2005

Greta Mjöll Samúelsdóttir eini nýliðinn

Greta Mjöll Samúelsdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag. Greta hefur gengið í gegnum öll yngri landslið Íslands.

Landslið