Verslun
Leit
SÍA
Leit

19. ágúst 2005

Ísland í 94. sæti á styrkleikalista FIFA

A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti.

Landslið

18. ágúst 2005

Greta Mjöll í stað Katrínar

Katrín Jónsdóttir hefur neyðst til að draga sig útúr landsliðshópnum sem mætir Hvítrússum og Svíum vegna meiðsla.

Landslið

18. ágúst 2005

Dómaratríó frá Búlgaríu

Dómaratríóið í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag kemur frá Búlgaríu.  Varadómarinn verður hins vegar íslenskur og eftirlitsmaður UEFA er norskur.

Landslið

18. ágúst 2005

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2007

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag. Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.

Landslið

18. ágúst 2005

Kvennalandsliðið tekur þátt í Algarve Cup 2006

A landslið kvenna mun taka þátt í Algarve Cup í Portúgal í mars 2006. Mótið er árlegt og í því taka þátt öll sterkustu kvennalandslið heims. Ísland hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, árin 1996 og 1997.

Landslið

18. ágúst 2005

Sigurinn gegn Suður-Afríku í myndum

Sigurinn í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku er eflaust flestum enn í fersku minni og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndir úr leiknum til að rifja upp stemmninguna.

Landslið

18. ágúst 2005

Vinsæll alþjóðlegur leikdagur

Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.

Landslið

17. ágúst 2005

Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2.

Landslið

17. ágúst 2005

Suður-Afríkumenn lagðir í Laugardalnum

Íslenska landsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Suður-Afríkumönnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Fjögur glæsileg mörk frá íslenska liðinu og frábær frammistaða gegn einni af sterkustu knattspyrnuþjóðum Afríku.

Landslið

17. ágúst 2005

Miðasala gengur vel fyrir leikinn gegn Suður-Afríku

Sala aðgöngumiða fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku sem hefst kl. 20:00 í kvöld er nú í fullum gangi við Laugardalsvöll og er fólk hvatt til að kaupa sér miða tímanlega til að örtröð myndist ekki skömmu fyrir leik.

Landslið

16. ágúst 2005

Dómaratríóið kemur frá Írlandi

Dómaratríóið í vináttulandsleik Ísland og Suður-Afríku á Laugardalsvelli á miðvikudag kemur frá Írlandi. Dómari er David McKeon, aðstoðardómarar þeir David Wogan og Paul Dearing.

Landslið

15. ágúst 2005

Bafana-Bafana

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku. Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill undanfarin 15 ár.

Landslið

15. ágúst 2005

Miðasala á Ísland - Suður Afríka

Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku er hafin. Smellið hér að neðan eða á valmyndina hér hægra megin til að skoða nánari upplýsingar um forsöluna.

Landslið

12. ágúst 2005

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst. Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla.

Landslið

11. ágúst 2005

Aðgöngumiðar á Suður-Afríku fyrir A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta þriðjudaginn 16. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.

Landslið

11. ágúst 2005

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM.

Landslið

10. ágúst 2005

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum.  Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006.

Landslið

10. ágúst 2005

Tuttugu manna hópur valinn

Þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Suður-Afríku á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag. Landsliðsþjálfararnir hafa nú valið 20 manna hóp.

Landslið