Verslun
Leit
SÍA
Leit

10. ágúst 2005

Landsliðshópur Suður-Afríku tilkynntur

Stuart Baxter, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í næstu viku. Nokkur vel þekkt nöfn eru í hópnum og ljóst að spennandi viðureign er framundan.

Landslið

8. ágúst 2005

U19 karla leikur vináttuleik gegn Hollandi

U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi. KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM.

Landslið

8. ágúst 2005

Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið

Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag og eru Danir Norðurlandameistarar 2005. Framkvæmd leikja var til mikillar fyrirmyndar og eiga þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki hrós skilið.

Landslið

8. ágúst 2005

Einu sinni áður mætt Suður-Afríku

Ísland hefur einu sinni áður mætt Suður-Afríku, í vináttulandsleik í Þýskalandi í júní 1998. Leikurinn var lokaundirbúningur Suður-Afríku fyrir HM í Frakklandi það ár.

Landslið

7. ágúst 2005

Danir Norðurlandameistarar

Danir lögðu Svía í vítaspyrnukeppni á Fjölnisvelli í dag í leik um 3. sætið á Opna NM U17 landsliða karla. Þeir eru jafnframt Norðurlandameistarar þar sem það verða Írar og Englendingar sem mætast í úrslitaleik mótsins í dag.

Landslið

7. ágúst 2005

Írar sigurvegarar á Opna Norðurlandamótinu

Írar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla á Laugardalsvelli í dag. Fyrra mark þeirra kom á upphafsmínútunum en það síðara undir lok leiksins.

Landslið

7. ágúst 2005

Suður-Afríka í stað Kólumbíu

Það varð ljóst um helgina að landslið Kólumbíu kæmi ekki til Íslands til að leika vináttulandsleik 17. ágúst. KSÍ tókst að semja um að Suður-Afríka kæmi hingað til lands í stað Kólumbíu.

Landslið

5. ágúst 2005

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 karla

Lokaumferð riðlakeppni Opna NM U17 karla fer fram í dag, föstudag. Ísland mætir Noregi í Kaplakrika. Allir leikir dagsins hefjast kl. 14:30.

Landslið

5. ágúst 2005

Írland og England leika til úrslita á Opna NM

Það verða tvær gestaþjóðir, England og Írland, sem leika til úrslita á Opna NM U17 landsliða karla. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag. Íslendingar leika um 7. sætið á mótinu gegn Finnum.

Landslið

4. ágúst 2005

Kólumbíumenn áttu að leika gegn Áströlum

Ísland og Kólumbía mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 17. ágúst. KSÍ hafði samið við Venesúela um að leika þann dag og Kólumbíumenn við Ástrali, en í báðum tilfellum hættu andstæðingarnir við.

Landslið

3. ágúst 2005

Stórsigur Englendinga á Færeyingum

Englendingar unnu í dag stórsigur á Færeyingum í Fagralundi í Kópavogi, unnu með sjö mörkum gegn engu. Á sama tíma tapaði Ísland fyrir Írlandi í Keflavík með tveimur mörkum gegn engu.

Landslið

2. ágúst 2005

Fjögurra marka tap í fyrsta leik hjá Íslandi

Íslandi tapaði með fjórum mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu.  Mótherjarnir í dag þriðjudag, Danir, voru einfaldlega mun sterkari í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

Landslið

2. ágúst 2005

NM U17 karla hefst í dag

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag með fjórum leikjum í Reykjavík sem allir hefjast klukkan 14:30.

Landslið

2. ágúst 2005

Ísland leikur gegn Kólombíu 17. ágúst á Laugardalsvelli

Ísland leikur vináttulandsleik gegn landsliði Kólombíu á Laugardalsvelli þann 17. ágúst næstkomandi klukkan 20.00. 

Landslið

2. ágúst 2005

Norðurlandamót U17 landsliða karla

Smellið hér að neðan til að skoða helstu upplýsingar um Norðurlandamót U17 landsliðs karla, sem nú stendur yfir hér á landi. Leikið er í Reykjavík og nágrenni.

Landslið

28. júlí 2005

NM U17 karla í fimmta sinn á Íslandi

NM U17 karla hefst með fjórum leikjum í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið hér á landi.

Landslið

27. júlí 2005

Ekki leikið við Venesúela

Ekkert verður af fyrirhuguðum landsleik Íslands og Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst.

Landslið

26. júlí 2005

U21 kvenna - byrjunarliðið gegn Finnum

Íslenska liðið leikur í dag um 5. sætið á Opna Norðurlandamótinu við Finna.

Landslið