Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. júlí 2005

Guðni velur U18 landslið karla fyrir mót í Svíþjóð

Guðni Kjartansson hefur valið U18 landslið karla (leikmenn fæddir 1988), fyrir mót í Falkenberg í Svíþjóð síðar í mánuðinum.  Fimm leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum.

Landslið

9. júlí 2005

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Finnum á NM

U17 landslið kvenna leikur gegn Finnum á Opna Norðurlandamótinu í dag í viðureign um 7. sætið og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Landslið

9. júlí 2005

Ísland hafnaði í 8. sæti á NM U17 kvenna

U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Finnar höfðu betur gegn okkar stúlkum í leik um 7. sætið fyrr í dag, unnu með þremur mörkum gegn einu.

Landslið

8. júlí 2005

U17 kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM

U17 landslið kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM, sem fram fer í Noregi.  Noregur og Þýskaland leika til úrslita, en þessar sömu þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik EM A-kvennalandsliða fyrr í sumar.

Landslið

7. júlí 2005

Lokaumferð riðlakeppninnar á NM U17 kvenna

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 landsliða kvenna fer fram í dag. Ísland mætir Frakklandi og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Landslið

7. júlí 2005

Naumt tap hjá U17 kvenna gegn Frökkum

Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi í lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Lokatölur leiksins voru 4-2, Frökkum í vil og komu tvö síðustu mörk franska liðsins undir lok leiksins.

Landslið

5. júlí 2005

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Noregi

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi, en liðin mætast á Opna Norðurlandamótinu í Þrándheimi í dag.

Landslið

5. júlí 2005

Stórt tap gegn Norðmönnum hjá U17 kvenna

U17 landslið kvenna tapaði í dag gegn Norðmönnum með sex mörkum gegn engu á Opna Norðurlandamótinu. Eins og tölurnar gefa til kynna hafði norska liðið mikla yfirburði í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Landslið

4. júlí 2005

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Dönum á NM í Þrándheimi

U17 landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Mótherjar Íslands í dag eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

4. júlí 2005

Danska liðið einfaldlega of sterkt

U17 landslið kvenna tapaði gegn Dönum í fyrsta leiknum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi.  Þriggja marka sigur þeirra dönsku þótti nokkuð öruggur.

Landslið

28. júní 2005

Úrtaksæfingar hjá U17 og U18 landsliðum karla

Æfingar fyrir U17 og U18 landslið karla fara fram dagana 2. og 3. júlí næstkomandi. Alls hafa tæplega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, sem og leikmenn frá erlendum félögum.

Landslið

27. júní 2005

Hópurinn fyrir NM U17 kvenna valinn

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.

Landslið

21. júní 2005

Norðurlandamót U17 landsliða karla

KSÍ leitar að sjálfboðaliðum til starfa við Norðurlandamót U17 landsliða karla, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni 1. - 8. ágúst næstkomandi. Alls taka 8 lið þátt í mótinu, Norðurlandaþjóðirnar sex auk Englands og Írlands.

Landslið

17. júní 2005

Eiður Smári sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag, 17. júní, sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Eiður Smári var í hópi 12 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki við athöfn á Bessastöðum.

Landslið

16. júní 2005

Upp um sjö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið hefur hækkað um sjö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði.  Liðið er nú í 90. sæti.  Efstu þrjú sætin eru óbreytt - Brasilía efst, Tékkland í öðru sæti og Argentína í því þriðja - en Hollendingar draga nokkuð á efstu liðin og eru nú í fjórða sæti.

Landslið

16. júní 2005

Knattspyrnuskóli karla 2005

Knattspyrnuskóli karla 2005 fer fram að Laugarvatni 20. - 24. júní næstkomandi.  Frey Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.

Landslið

16. júní 2005

Undirbúningsæfingar U17 kvenna fyrir NM

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 22 manna undirbúningshóp fyrir Norðurlandamót U17 liða kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.

Landslið

9. júní 2005

Seinni leikurinn gegn Svíþjóð í dag

U19 landslið karla leikur síðari vináttulandsleik sinn gegn Svíþjóð í Sandgerði í dag, fimmtudag, kl. 12:00. Liðin mættust í Grindavík á þriðjudag og hafði íslenska liðið þá betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörkin.

Landslið