Verslun
Leit
SÍA
Leit

9. júní 2005

Jafntefli í síðari leik U19 liða Íslands og Svíþjóðar

U19 lið karla mætti Svíþjóð í vináttulandsleik í Sandgerði í dag, fimmtudag, í annað sinn á þremur dögum.  Úrslit leiksins í dag urðu 2-2 og þótti íslenska liðið leika vel.  Matthías Vilhjálmsson og Pétur Mar Pétursson skoruðu mörk íslenska liðsins

Landslið

8. júní 2005

Stór áfangi hjá Brynjari Birni

Brynjar Björn Gunnarsson lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd á Laugardalsvellinum í kvöld, þegar Íslendingar mættu Maltverjum í undankeppni HM 2006.

Landslið

8. júní 2005

Byrjunarliðið gegn Möltu

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Möltu, en liðin mætast á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld. Uppstillingin er mikið breytt frá leiknum gegn Ungverjum á dögunum.

Landslið

8. júní 2005

Heiðar Helguson ekki með gegn Möltu

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Möltu á Laugardalsvelli í undankeppni HM í kvöld. Heiðar er veikur og getur því ekki leikið.

Landslið

8. júní 2005

A landslið kvenna leikur í Los Angeles

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands, sem fram fer ytra 24. júlí næstkomandi.  Leikið verður á Home Depot Center í Los Angeles, heimavelli LA Galaxy liðsins í MLS-deildinni.

Landslið

8. júní 2005

Ísland - Malta: Byrjunarliðin

Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarliðin og númer leikmanna hjá Íslandi og Möltu fyrir viðureign liðanna í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli í kvöld.

Landslið

8. júní 2005

Frábær 4-1 sigur gegn Möltu

Ísland lagði Möltu með fjórum mörkum gegn einu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld og innbyrti þar með fyrsta sigur sinn í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt 15. mark fyrir landsliðið og Tryggvi Guðmundsson sitt 10., ásamt því að leggja upp tvö mörk.

Landslið

8. júní 2005

Knattspyrnuskóli kvenna 2005

Knattspyrnuskóli kvenna fer fram um næstu helgi að Laugarvatni. Erna Þorleifsdóttir, landsliðsþjálfari U17, kvenna hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.

Landslið

8. júní 2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 11. og 12. júní næstkomandi á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Landslið

7. júní 2005

Byrjunarlið U21 karla gegn Möltu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM. Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Ungverja á Víkingsvelli síðastliðinn laugardag.

Landslið

7. júní 2005

Byrjunarlið U19 karla gegn Svíum

Guðni Kjartansson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleik U19 landsliða karla í Grindavík í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis.

Landslið

7. júní 2005

Góður sigur á Svíum hjá U19 karla

U19 landslið karla lagði Svía í vináttuleik á Grindavíkurvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörk Íslenska liðsins.

Landslið

7. júní 2005

Markalaust á KR-vellinum

U21 landslið karla náði ekki rjúfa varnarmúr Maltverja á KR-vellinum í kvöld, þegar liðin mættust í undankeppni EM. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og verður að segjast eins og er að íslenska liðið hefði átt að klára leikinn og innbyrða stigin þrjú.

Landslið

7. júní 2005

Hannes í A-landsliðshópinn gegn Möltu

Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudag. Hannes kemur í stað Gylfa Einarssonar, sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag.

Landslið

7. júní 2005

Ísland - Malta á Laugardalsvelli á miðvikudag

Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Þessi lið hafa mæst 11 sinnum áður í A-landsleik karla og hefur Ísland unnið átta sinnum, Malta tvisvar, en einu sinni hafa liðin skilið jöfn.

Landslið

6. júní 2005

A landslið kvenna mætir Bandaríkjunum

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum 24. júlí næstkomandi. Ísland og Bandaríkin mætast þá í þriðja sinn á innan við einu ári.

Landslið

6. júní 2005

Aðgöngumiðar á Ísland - Malta fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Malta afhenta þriðjudaginn 7. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í suðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Boðsmiðar).

Landslið

6. júní 2005

Gylfi ekki með gegn Möltu vegna meiðsla

Ljóst er Gylfi Einarsson mun ekki leika með A landsliðinu gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Ungverjalandi á laugardag.

Landslið