6. júní 2005
Leikmenn A-landsliðs karla léku golf á Hvaleyrarholtsvelli á sunnudag til að stytta sér stundir og þjappa hópnum saman fyrir leikinn gegn Möltu á Laugardalsvelli á miðvikudag.
6. júní 2005
Landsliðshópurinn er nokkuð breyttur frá þeim sem upprunalega var valinn í leikina tvo gegn Ungverjalandi og Möltu. Heiðar Helguson tók út leikbann gegn Ungverjalandi, en kemur inn í hópinn fyrir leikinn á miðvikudag.
6. júní 2005
Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM á KR-velli á þriðjudag. Garðar Gunnlaugsson og Sölvi Davíðsson koma inn fyrir Tryggva Svein Bjarnason og Sigmund Kristjánsson.
6. júní 2005
Úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer á Englandi, hófst á sunnudag með tveimur leikjum. Opnunarleikur mótsins var viðureign Svía og Dana í Blackpool, en síðar um daginn mættust gestgjafarnir Finnum á City of Manchester Stadium.
6. júní 2005
U19 landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik í Grindavík á þriðjudag kl. 15:00. Liðin mætast aftur í Sandgerði á fimmtudag kl. 12:00. Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 22 manna hóp fyrir leikina.
5. júní 2005
Auðun Helgason og Bjarni Ólafur Eiríksson hafa verið kallaðir í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag. Auðun á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað eitt mark, en Bjarni Ólafur er í fyrsta skipti í hópnum.
4. júní 2005
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni HM, en liðin mætast á Laugardalsvelli í dag, laugardag, kl. 18:05.
4. júní 2005
Ungverjar unnu í kvöld 3-2 sigur á Íslendingum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006. Sigur þeirra verður að teljast ósanngjarn því íslenska liðið lék vel lengst af og hefði átt skilið að minnsta kosti eitt stig úr leiknum.
3. júní 2005
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi, en þjóðirnar mætast í undankeppni EM á Víkingsvelli í kvöld kl. 18:00.
3. júní 2005
Nú þegar hafa selst um 3.000 miðar á leik Íslands og Ungverjalands, en liðin mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á laugardag.
3. júní 2005
Landslið Ungverja hefur gengið í gegnum miklar breytingar undir stjórn Lothars Matthäus, fyrrverandi fyrirliða þýska landsliðsins. Matthäus hefur gert leikskipulag liðsins mun markvissara og virðist vera að innleiða þýskan aga í leikmenn liðsins.
3. júní 2005
U21 landslið karla tapaði fyrir Ungverjum í undankeppni EM með einu marki gegn engu á Víkingsvelli í kvöld. Eina mark leiksins kom strax á 12. mínútu.
2. júní 2005
Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi og knattspyrnuskóli drengja 20. - 24. júní á sama stað.
2. júní 2005
Vefurinn Sport.is, í samstarfi við nokkur öflug fyrirtæki, stendur fyrir skemmtilegum landsliðsleik í tengslum við leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli.
2. júní 2005
Dómarakvartettinn í leik Íslands og Ungverjalands á laugardag kemur frá Portúgal. Dómarinn heitir Lucilio Cardoso Cortez Batista, er 40 ára gamall, og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004.
2. júní 2005
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Ungverjaland afhenta föstudaginn 3. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).
2. júní 2005
Netsölu aðgöngumiða á Ísland - Ungverjaland, sem fram fer á laugardag, lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld. Forsala heldur áfram á völdum ESSO-stöðvum á föstudag.
1. júní 2005
U19 landslið karla leikur tvo vináttuleiki gegn Svíum hér á landi í byrjun júní, þann fyrri í Grindavík 7. júní og þann síðari í Sandgerði tveimur dögum síðar.