Verslun
Leit
SÍA
Leit

1. júní 2005

Ungverjar léku gegn Frökkum á þriðjudag

Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimanenn betur, 2-1.

Landslið

1. júní 2005

Opin æfing á fimmtudag

A landslið karla æfir á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:00 og verður æfingin opin fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með. Að æfingu lokinni gefst fólki kostur á að fá eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með landsliðsmönnunum.

Landslið

1. júní 2005

U21 karla leikur gegn Ungverjum á föstudag

U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00. Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.

Landslið

31. maí 2005

Landsliðshópur Ungverja

Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006. Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.

Landslið

31. maí 2005

Ungverjar hafa yfirhöndina í fyrri viðureignum

Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá.  Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.

Landslið

31. maí 2005

Helgi Valur í landsliðshópinn í stað Hjálmars

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni HM 2006, í stað Hjálmars Jónssonar, sem er meiddur.

Landslið

30. maí 2005

KSÍ-klúbburinn 2005

Fimmtánda starfsár KSÍ-klúbbsins hefst laugardaginn 4. júní er Ungverjar sækja okkur heim. 

Landslið

28. maí 2005

U21 landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankepni EM, sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Fyrst verður leikið gegn Ungverjalandi föstudagnn 3. júní á Víkingsvelli og gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.

Landslið

25. maí 2005

Byrjunarlið A kvenna gegn Skotum

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag.

Landslið

25. maí 2005

A landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið 20 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006, sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun júní.

Landslið

25. maí 2005

Góður sigur á Skotum

A landslið kvenna vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik sem fram fór á McDiarmid Park í Perth.

Landslið

25. maí 2005

Miðasala á Ísland - Malta

Sala aðgöngumiða á leik Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2006 er nú í fullum gangi. 

Landslið

24. maí 2005

A kvenna - Leikið gegn Skotum á miðvikudag

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma. Ísland hefur yfirhöndina í innbyrðis viðureignum þjóðanna og hefur íslenska liðið ekki tapað fyrir því skoska síðan liðin mættust fyrst, árið 1981, í fyrsta A-kvennalandsleik Íslands. Byrjunarlið íslenska liðsins verður væntanlega tilkynnt að morgni leikdags.

Landslið

19. maí 2005

A kvenna - Hópurinn gegn Skotlandi

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi.  Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði liðsins, er kominn í hópinn á ný eftir erfið meiðsli sem hún hlaut í mars á síðasta ári, í vináttuleik gegn Skotum í Egilshöll.

Landslið

19. maí 2005

Góður árangur gegn Skotum

A landslið kvenna hefur náð góðum árangri gegn Skotum í gegnum tíðina.  Liðin hafa mæst alls fimm sinnum og hefur íslenska liðið unnið þrisvar, skoska liðið einu sinni og í eitt skipti skildu liðin jöfn. 

Landslið

3. maí 2005

Leikdagar fyrir HM kvenna 2007 staðfestir

Leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna 2007 hafa verið staðfestir. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvíta-Rússlandi 21. ágúst hér á landi og sá næsti viku síðar gegn Svíþjóð á útivelli.

Landslið

29. apríl 2005

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 - Önnur lota

Önnur lota af fimm í miðasölu á leiki í úrslitakeppni HM 2006 hefst mánudaginn 2. maí. Í þessari lotu er um að ræða "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag og einungis er um að ræða svokallaða TST-miða (Team Specific Ticket).

Landslið

20. apríl 2005

Styrkleikalisti FIFA

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út.

Landslið