Verslun
Leit
SÍA
Leit

18. apríl 2005

U17 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram næstkomandi sunnudag í Egilshöll í Reykjavík. Tæplega þrjátíu leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

5. apríl 2005

Mót í Svíþjóð í sumar

KSÍ hefur þekkst boð sænska knattspyrnusambandsins um að taka þátt í fjögurra liða móti í Svíþjóð í sumar og verða liðin skipuð drengjum fæddum 1. janúar 1988 og síðar.

Landslið

30. mars 2005

Markalaust jafntefli í Padova

Ítalía og Ísland gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Padova fyrir framan tæplega 30.000 áhorfendur. Ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn þess án afláts nær allan leikinn, en vörn íslenska liðsins hélt út þrátt fyrir mikla pressu.

Landslið

30. mars 2005

Byrjunarliðið gegn Ítalíu

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Ítölum í kvöld. Leikaðferðin er sú sama og gegn Króötum, 4-2-3-1.

Landslið

29. mars 2005

Ítalski hópurinn gegn Íslandi

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi á miðvikudag. Lippi mun nota leikinn í Padova til að skoða nokkra leikmenn sem hafa verið nálægt því að komast í lokahópinn og hafa leikið vel í Serie A á þessu keppnistímabili.

Landslið

29. mars 2005

Fjórir nýliðar í íslenska hópnum gegn Ítalíu

Leikmannahópur íslenska landsliðsins er nokkuð breyttur fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova frá leiknum gegn Króötum síðasta laugardag. Í hópnum nú eru fjórir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik.

Landslið

28. mars 2005

Meiðsli í íslenska hópnum

Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson og Heiðar Helguson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítölum í Padova næstkomandi miðvikudag.

Landslið

26. mars 2005

Króatar einfaldlega of sterkir

Króatíska landsliðið lagði það íslenska í undankeppni HM 2006 í dag með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var á þjóðarleikvanginum í Zagreb að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og var gríðarleg stemmning á vellinum.

Landslið

26. mars 2005

Byrjunarliðiðið gegn Króatíu

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa valið byrjunarliðið gegn Króatíu í undankeppni HM 2006. Leikið er í Zagreb og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn.

Landslið

25. mars 2005

U21 karla tapaði naumlega gegn Króatíu

U21 landslið karla tapaði í dag naumlega gegn Króatíu í undankeppni EM. Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Króatar jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri hálfleik og skoruðu sigurmarkið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Landslið

24. mars 2005

Byrjunarliðið U21 karla gegn Króatíu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í undankeppni EM. Liðin mætast í Velika Gorica á föstudag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

24. mars 2005

Byrjunarliðið tilkynnt á föstudag

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson munu væntanlega tilkynna byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á föstudag. Athyglisvert verður að sjá uppstillinguna án Eiðs Smára, en reikna má með að áhersla verði lögð á varnarleikinn.

Landslið

23. mars 2005

Eiður Smári ekki með gegn Króötum og Ítölum

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2006 og vináttuleiknum gegn Ítalíu fjórum dögum síðar.

Landslið

23. mars 2005

Styrkleikalisti FIFA

FIFA hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir síðasta mánuð og er Ísland í 95. sæti, en mótherjarnir í undankeppni HM 2006 á laugardag, Króatía, eru í 24. sæti.

Landslið

22. mars 2005

A kvenna - Leikið gegn Skotum í maí

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur.

Landslið

22. mars 2005

Gunnar Heiðar í stað Hjálmars

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad.

Landslið

21. mars 2005

Lykilmenn Króata

Króatar eiga öfluga leikmenn í flestar stöður og margir í hópnum leika með sterkum félagsliðum. Varnarmaðurinn Igor Tudor þótti á sínum tíma eitt mesta efni Króata, en hann leikur nú með Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus.

Landslið

21. mars 2005

Meiri reynsla í íslenska liðinu?

Ef borinn er saman heildarfjöldi landsleikja þeirra leikmanna sem eru í landsliðshópum Króatíu og Íslands má sjá að heildarleikjafjöldi 18 manna hóps Íslands er 421 leikur (14,5 leikir að meðaltali á leikmann), en 412 leikir hjá 21 manns hópi Króata (12,5 leikir að meðaltali á leikmann).

Landslið