Verslun
Leit
SÍA
Leit

18. mars 2005

U19 kvenna - Dregið í riðla

Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM U19 landsliða kvenna í dag, föstudag. Ísland hafnaði í riðli með Rússlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Georgíu. Leikið verður um mánaðamótin september/október næstkomandi.

Landslið

18. mars 2005

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2007. Ísland lenti í riðli með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum. Dráttinn í heild sinni má sjá á uefa.com.

Landslið

18. mars 2005

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla í dag

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða í dag, föstudaginn 18. mars, kl. 12:45 að íslenskum tíma.

Landslið

17. mars 2005

Dómarar frá Afríku

Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku.

Landslið

17. mars 2005

U21 karla - Leikmannahópur Króata

Slaven Bilic, þjálfari U21 landsliðs Króatíu, valdi á mánudag 23 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Möltu í undankeppni EM. Aðeins einn leikmaður í hópnum er á mála hjá félagi utan Króatíu.

Landslið

16. mars 2005

Mikill meirihluti leikur utan heimalandsins

Mikill meirihluti leikmanna bæði Króatíu og Íslands eru á mála hjá félögum utan heimalandsins. Af 21 leikmanni í króatíska hópnum leika fjórir með liðum í Króatíu, þar af þrír með Dinamo Zagreb.

Landslið

16. mars 2005

Sigursæll sem leikmaður og þjálfari

Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu.

Landslið

16. mars 2005

Króati af brasilísku bergi brotinn

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum.

Landslið

15. mars 2005

Þjálfarar U21 liðanna hafa mæst áður

U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni.

Landslið

15. mars 2005

Landsliðshópur Króata

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki.

Landslið

14. mars 2005

U21 landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Íslendingar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki.

Landslið

14. mars 2005

A landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu og Ítalíu

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar.

Landslið

10. mars 2005

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla 18. mars

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 18. mars næstkomandi. Í undankeppninni verður leikið í fimm riðlum og verður hver riðill skipaður fimm liðum, einu úr hverjum potti innan efsta styrkleikaflokks.

Landslið

8. mars 2005

U16 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en um er að ræða leikmenn fædda 1990.

Landslið

1. mars 2005

Vináttulandsleikur gegn Ítalíu

Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa gert samkomulag um að A landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi.

Landslið

1. mars 2005

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

28. febrúar 2005

Résistance

Auglýsingin Résistance sem auglýsingastofan Gott fólk McCann gerði fyrir Knattspyrnusamband Íslands vann Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í tveimur flokkum.

Landslið

21. febrúar 2005

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar

Sameiginlegar úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið