Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. febrúar 2008

Fjárhagsgögn hafa borist frá Þrótti

Þróttarar urðu rétt í þessu fimmta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn, en lykilatriði í þeim gögnum er ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda. 

Leyfiskerfi

20. febrúar 2008

Fylkir hefur skilað

Fylkismenn voru rétt í þessu að skila sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og hefur þá helmingurinn af  félögunum tólf í Landsbankdeild skilað gögnum.  Stærsti þátturinn í fjárhagslegu gögnunum er endurskoðaður ársreikningur.

Leyfiskerfi

20. febrúar 2008

Íslandsmeistararnir búnir að skila

Íslandsmeistarar Vals, sem unnu glæstan sigur í Landsbankadeild karla í fyrra, hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og eru þeir sjöunda félagið til að gera svo.

Leyfiskerfi

20. febrúar 2008

Þórsarar, Ólsarar og KA-menn settu gögnin í póst í dag

Þrjú félög settu fjárhagsleg leyfisgögn sín í póst í dag og þau ættu því að berast fyrir helgi.  Þessi félög eru Akureyrarliðin tvö, Þór og KA, auk Víkinga í Ólafsvík.

Leyfiskerfi

20. febrúar 2008

HK hefur skilað gögnum

HK hefur nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn og hafa þá átta af tólf félögum í Landsbankadeild skilað gögnum.  Aðeins fjögur félög eru eftir í Landsbankadeild, en átta eru eftir í 1. deild.

Leyfiskerfi

20. febrúar 2008

Skilafrestur fjárhagslegra gagna framlengdur

Þegar þetta er ritað í lok dags 20. febrúar hafa átta félög af 12 í Landsbankadeild skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Skilafrestur hefur því verið framlengdur til mánudagsins 25. febrúar.

Leyfiskerfi

19. febrúar 2008

FIFA innleiðir leyfiskerfi

Í kjölfar jákvæðrar reynslu UEFA hefur FIFA ákveðið að innleiða leyfiskerfi í öllum aðildarsamböndum sínum eigi síðar en árin 2010-2011.  Leyfiskerfi FIFA byggir að verulegu leyti á því leyfiskerfi sem UEFA hefur starfrækt síðan 2003.

Leyfiskerfi

19. febrúar 2008

Stjarnan hefur skilað fjárhagsgögnum

Stjarnan varð í dag annað félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til KSÍ, en skilafresturinn er til 20. febrúar.  Áður höfðu Njarðvíkingar skilað inn sínum fjárhagslegu gögnum og hafa félögin í 1. deild því tekið forskotið í þessum málum.

Leyfiskerfi

14. febrúar 2008

Njarðvíkingar fyrstir að skila fjárhagsgögnum

Njarðvíkingar, sem leika í 1. deild karla, urðu á miðvikudag fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til leyfisstjórnar.  Skilafrestur fjárhagslegra gagna er til 20. febrúar, þannig að Njarðvíkingar eru ansi tímanlega.

Leyfiskerfi

13. febrúar 2008

Undirbúningur fjárhagsgagna í fullum gangi

Þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ eru nú í óða önn að undirbúa fjárhagsleg leyfisgögnstkomandi.  Fjárhagsleg leyfisgögn eru endurskoðaður ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda ásamt fylgigögnum og staðfestingum.

Leyfiskerfi

13. febrúar 2008

Er þitt félag að byggja knattspyrnumannvirki ?

Settur hefur verið á fót Mannvirkjasjóður KSÍ og er sjóðnum ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja.  Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 10 milljónir króna og geta aðeins aðildarfélög KSÍ sótt um styrk.

Leyfiskerfi

18. janúar 2008

Félögunum þakkað fyrir góð skil

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur sent bréf til allra þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og er þeim þakkað fyrir góð skila á gögnum, öðrum en fjárhagslegum.  Félögin eru jafnframt minnt á lykildagsetningar og nokkur mikilvæg atriði í leyfisferlinu.

Leyfiskerfi

18. janúar 2008

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ 2007 staðfest

Í september síðastliðinum fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess, og hefur nú borist formleg  tilkynning um niðurstöður þess.

Leyfiskerfi

17. janúar 2008

Leyfisgögn KS/Leifturs hafa borist

Leyfisgögn KS/Leifturs bárust með pósti í gær 16. janúar, en stimpill póssthússins sýndi og sannaði að þau hefðu verið send 15. janúar, innan tímamarka. 

Leyfiskerfi

17. janúar 2008

Pósturinn kominn frá Eyjum

Leyfisumsókn ÍBV ásamt fylgigögnum hefur nú borist leyfisstjórn og hafa því gögn frá öllum leyfisumsækjendum borist.  Leyfisstjórn getur staðfest að gögn Eyjamanna voru póstuð innan settra tímamarka.

Leyfiskerfi

17. janúar 2008

Öll félög í 1. deild hafa skilað leyfisgögnum

Leyfisstjórn getur staðfest að öll félögin tólf sem hyggjast leika í 1. deild karla 2008 hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi.  Skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar. 

Leyfiskerfi

15. janúar 2008

Helmingur Landsbankadeildarfélaga hefur skilað

Breiðablik varð rétt í þessu sjötta Landsbankadeildarfélagið til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Þar með hefur helmingur félaga í efstu deildinni skilað sínum gögnum.

Leyfiskerfi

15. janúar 2008

Skagamenn, Skagamenn skiluðu gögnum

Skagamenn hafa skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2008 og er ÍA þar með sjöunda félagið í Landsbankadeild til að gera slíkt.  Fimm félög í efstu deild eiga enn eftir að skila.

Leyfiskerfi