5. desember 2005
Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2006 hófst 15. nóvember síðastliðinn, þegar nauðsynleg gögn voru send til þeirra félaga sem unnið hafa sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.
14. nóvember 2005
Síðastliðinn laugardag fór fram fundur með formönnum aðildarfélaga KSÍ og var hann haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík. Á fundinum var rætt um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni hér á landi.
4. nóvember 2005
Í vikunni fór fram fundur UEFA um nýja handbók vegna leyfiskerfisins, sem væntanlega verður tekin í gagnir hér á landi fyrir keppnistímabilið 2007. Fulltrúar KSÍ á fundinum voru Ómar Smárason og Lúðvík S. Georgsson.
15. apríl 2005
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. apríl, að fenginni tillögu Leyfisráðs, að veita Knattspyrnudeild Vals viðvörun og sekta félagið um kr. 50.000 vegna slælegra vinnubragða við skil á leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ.
22. mars 2005
Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.
8. mars 2005
Búist er við að vinnu við gæðavottun á leyfiskerfum knattspyrnusambanda Þýskalands og Frakklands ljúki í apríl. Með gæðavottun SGS er tryggt að leyfiskerfin uppfylli gæðastaðla UEFA og að skipulag og uppbygging sé eins á milli landa.
29. desember 2004
Vinna við umsóknir félaga í Landsbankadeild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2005 er nú í fullum gangi.
27. desember 2004
UEFA hefur nú formlega staðfest gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ, en síðastliðið sumar var framkvæmt víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.
24. júní 2004
Síðastliðinn miðvikudag fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið var framkvæmt af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins.
16. mars 2004
Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2004 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.
12. mars 2004
Mánudaginn 15. mars næstkomandi mun Leyfisráð taka fyrir umsóknir félaga í Landsbankadeild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2004. Ákvarðanir ráðsins verða kynntar degi síðar, eða þriðjudaginn 16. mars, hér á vef KSÍ.
26. febrúar 2004
Í síðustu viku kom hingað til lands sendinefnd frá UEFA í þeim tilgangi að skoða leyfiskerfi KSÍ. Skoðunin gekk vel fyrir sig og ljóst að uppsetning leyfiskerfis KSÍ gengur vel, en þó þarf að gera ákveðnar úrbætur sem verið er að vinna í.
24. febrúar 2004
Í síðustu viku var stödd hér á landi sendinefnd frá UEFA í þeim tilgangi að skoða leyfiskerfi KSÍ. Fulltrúar UEFA komu hingað til lands í október síðastliðnum til að skoða uppsetningu leyfiskerfisins hjá Knattspyrnusambandinu sjálfu, en nú voru skoðuð þau gögn sem félögin í Landsbankadeild hafa sent inn með umsóknum sínum um þátttökuleyfi.
16. janúar 2004
Fimmtudaginn 15. janúar rann út frestur til að skila gögnum, öðrum en fjárhagslegum, sem fylgja eiga umsóknum um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2004, samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ. Öll félögin 10 hafa skilað gögnunum.
13. janúar 2004
Fimmtudagurinn 15. janúar næstkomandi er lykildagsetning í Leyfiskerfi KSÍ, en þann dag eiga félögin sem hyggjast leika í Landsbankadeild karla 2004 að skila inn öllum gögnum, öðrum en fjárhagslegum, sem fylgja umsóknum þeirra um þátttökuleyfi í deildinni.
5. desember 2003
Vinna við umsóknir félaga í Landsbankadeild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2004 er nú í fullum gangi. Samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ á að skila nauðsynlegum gögnum, öðrum en fjárhagslegum, til KSÍ eigi síðar en 15. janúar næstkomandi.
12. maí 2003
16. apríl 2003