Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. nóvember 2006

Leyfishandbók 2.0 formlega samþykkt

UEFA hefur nú formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2.0.  Tæplega tuttugu aðildarsambönd UEFA hafa nú fengið samþykki fyrir leyfishandbókum sínum, en  Ísland er fyrsta landið til að innleiða handbók 2.0 í sitt leyfiskerfi.

Leyfiskerfi

15. nóvember 2006

Leyfisferlið fyrir tímabilið 2007 hafið

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2007 hófst í dag, 15. nóvember, eins og kveðið er á um í leyfishandbók KSÍ.  Fyrir keppnistímabilið 2007 mun kerfið í fyrsta sinn ná einnig til félaga í 1. deild karla.

Leyfiskerfi

14. nóvember 2006

Gæðamat framkvæmt á leyfiskerfi KSÍ

Um miðjan september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ. Matið er framkvæmt árlega af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins.

Leyfiskerfi

9. nóvember 2006

Sóttu vinnufund um leyfisstaðal UEFA

Leyfisstjóri KSÍ og formaður leyfisráðs sóttu á dögunum vinnufund um útgáfu 2.0 af leyfisstaðli UEFA.  Leyfisstaðall UEFA er í stuttu máli gæðahandbók fyrir knattspyrnusambönd.

Leyfiskerfi

18. september 2006

Víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ

Á þriðjudag mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. 

Leyfiskerfi

26. júlí 2006

Ferencvaros fékk ekki þátttökuleyfi í Ungverjalandi

Ferencvaros, eitt elsta og vinsælasta knattspyrnufélag í Ungverjalandi, fékk ekki þátttökuleyfi í efstu deild þar í landi. Félagið uppfyllti ekki fjárhagslegar kröfur leyfiskerfisins og launagreiðslur voru í vanskilum.

Leyfiskerfi

23. júní 2006

Lúðvík S. Georgsson í leyfisnefnd UEFA

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs og mannvirkjanefndar KSÍ, hefur verið valinn til setu í leyfisnefnd UEFA, þeirri nefnd sem fer með málefni leyfiskerfisins innan UEFA.

Leyfiskerfi

2. júní 2006

Stjórn KSÍ samþykkir nýja leyfishandbók KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag nýja leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2,0. Vinna við handbókina hefur staðið yfir í vetur og mun hún taka gildi fyrir næsta leyfisferli sem hefst í nóvember.

Leyfiskerfi

26. maí 2006

Leyfiskerfi í 1. deild karla 2007

Ákveðið hefur verið að útvíkka leyfiskerfi KSÍ, þannig að það nái einnig til 1. deildar karla. Fundað var með félögum í deildinni í vikunni, sem voru sammála um að leyfiskerfi myndi efla mjög umgjörð 1. deildar og starf þeirra félaga sem þar leika.

Leyfiskerfi

12. maí 2006

Þátttökuleyfin 2006 formlega afhent

Félög í Landsbankadeild karla 2006 fengu þátttökuleyfi sín formlega afhent á kynningarfundi deildarinnar í Smárabíói síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í fjórða sinn sem félög í deildinni gangast undir leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

29. mars 2006

Stjórn KSÍ samþykkti tillögur leyfisráðs um sektir

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. mars, að fengnum tillögum Leyfisráðs, að sekta þrjú félög í Landsbankadeild karla vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ.

Leyfiskerfi

17. mars 2006

Nauðsynleg gögn hafa borist frá félögunum þremur

Á fundi sínum 9. mars síðastliðinn veitti leyfisráð þremur félögum í Landsbankadeild karla þátttökuleyfi með fyrirvara um að ákveðin skilyrði yrðu uppfyllt innan tímamarka sem ráðið setti.

Leyfiskerfi

13. mars 2006

Öllum 10 félögunum veitt þátttökuleyfi

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 9. mars þátttökuleyfi til handa þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006. Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Leyfiskerfi

13. janúar 2006

Fimm félög skila leyfisgögnum

Breiðablik, Grindavík, ÍBV, KR og Valur skiluðu í dag leyfisgögnum sínum til KSÍ.

Leyfiskerfi

12. janúar 2006

Víkingar skila leyfisgögnum

Nýliðar Víkings urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  Áður höfðu Keflavík, Fylkir, ÍA og FH skilað sínum gögnum.

Leyfiskerfi

10. janúar 2006

FH-ingar skila leyfisgögnum

FH-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeild karla. FH er því fjórða félagið til að skila leyfisgögnum sínum, en áður hafa Keflavík, Fylkir og ÍA skilað.

Leyfiskerfi

5. janúar 2006

Skagamenn hafa skilað leyfisgögnum

Skagamenn hafa nú skilað gögnum með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006. ÍA er þriðja félagið til að skila gögnum, en Keflavík og Fylkir höfðu þegar skilað.

Leyfiskerfi

3. janúar 2006

Keflvíkingar og Fylkismenn fyrstir til að skila

Leyfisfulltrúar Keflavíkur og Fylkis voru fyrstir til að skila gögnum með leyfisumsóknum sinna félaga fyrir keppnistímabilið 2006. Gögnin sem skilað er nú innihalda upplýsingar um ýmsa þætti.

Leyfiskerfi