18. janúar 2007
Stjarnan í Garðabæ skilaði leyfisumsókn sinni í gærkvöldi, þannig að nú hafa 10 af liðunum 12 í 1. deild karla 2007 skilað leyfisumsóknum. Síðustu tvær umsóknirnar ættu að berast KSÍ með pósti í dag, fimmtudag, frá ÍBV og Víkingi Ólafsvík.
18. janúar 2007
Umsókn Víkings Ólafsvík um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2007, ásamt fylgigögnum, hefur nú borist KSÍ og af þeim 12 félögum sem leika í deildinni á þá einungis leyfisumsókn ÍBV eftir að berast.
18. janúar 2007
Leyfisumsókn ÍBV ásamt fylgigögnum hefur nú borist KSÍ og hafa því leyfisumsóknir allra félaganna tólf í 1. deild karla skilað sér. Tíu leyfisumsóknir höfðu borist á miðvikudag og tvær síðustu bárust í dag, frá Víkingi Ólafsvík og ÍBV.
18. janúar 2007
Allar leyfisumsóknir fyrir keppnistímabilið 2007 hafa nú borist leyfisstjórn, bæði í Landsbankadeild karla og 1. deild karla. Leyfisstjóri mun í framhaldinu fara yfir þau gögn sem borist hafa og óska eftir úrbótum frá félögunum þar sem við á.
17. janúar 2007
Leyfisumsóknir Grindavíkur og KA, ásamt fylgigögnum, hafa nú borist leyfisstjórn og hefur því helmingur félaganna í 1. deild skilað sínum gögnum, sex félög af tólf alls.
17. janúar 2007
Þrjú félög til viðbótar hafa nú skilað leyfisumsóknum sínum ásamt fylgigögnum og hafa því níu af tólf félögum 1. deildar skilað. Þessi þrjú félög eru Leiknir R., Þróttur R. og Fjölnir.
17. janúar 2007
Fjarðabyggð er þriðja liðið til að skila umsókn um þátttökuleyfi fyrir komandi keppnistímabil í 1. deild karla, en áður höfðu Njarðvík og Reynir Sandgerði skilað sínum gögnum.
17. janúar 2007
Leyfisumsókn Þórsara hefur nú borist KSÍ og hafa þá fjögur félög skilað gögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild 2007. Átta félög eiga eftir að skila þegar þetta er ritað, um hádegisbil.
16. janúar 2007
Öll félögin í Landsbankadeild karla skiluðu leyfisumsókn ásamt fylgigögnum innan settra tímamarka, en skilafresturinn rann út mánudaginn 15. janúar. Skiladagur félaga í 1. deild er miðvikudagurinn 17. janúar.
16. janúar 2007
Reynir Sandgerði varð í dag annað liðið í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum vegna komandi keppnistímabils. Ljóst er að Suðurnesjaliðin eru snemma á ferðinni í þessum málum.
15. janúar 2007
Skiladagur leyfisumsóknar og fylgigagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar og er sá dagur runninn upp. Þegar hafa fjögur félög í Landsbankadeild karla skilað gögnum - Keflavík, Fylkir, HK og Valur.
15. janúar 2007
Njarðvíkingar urðu fyrstir félaga í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum. Lið Reykjanesbæjar urðu þar með fyrst til að skila í sínum deildum, en áður höfðu Keflvíkingar skilað fyrstir í Landsbankadeildinni.
15. janúar 2007
Breiðablik hefur nú skilað umsókn um þátttökuleyfi ásamt fylgigögnum og hefur þá helmingur Landsbankadeildarfélaga skilað. Eins og kynnt hefur verið rennur skilafrestur Landsbankadeildar út í dag, mánudag.
12. janúar 2007
Nýliðar HK urðu í dag fjórða félagið til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum fyrir Landsbankadeildina 2007. Þá eiga sex félög eftir að skila, en enn hefur ekkert félag í 1. deild skilað sinni umsókn ásamt fylgigögnum.
11. janúar 2007
Leyfisstjórn hefur ákveðið að framlengja skilafrest á leyfisumsóknum félaga í 1. deild karla um tvo daga. Félögin 12 verða nú að skila umsókn um þátttökuleyfi eigi síðar en miðvikudaginn 17. janúar.
11. janúar 2007
Fylkismenn hafa skilað leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil og hafa nú tvö félög af 10 í Landsbankadeild skilað gögnum, öðrum en fjárhagslegum, en lokaskiladagur er 15. janúar.
11. janúar 2007
Valur er þriðja félagið til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum fyrir keppnistímabilið 2007. Áður hafa Keflvíkingar og Fylkismenn skilað gögnum, þannig að Valsmenn taka þriðja sætið í skilum að þessu sinni.
3. janúar 2007
Keflvíkingar voru fyrstir til að skila leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2007 ásamt fylgigögnum. Gögnin bárust leyfisstjóra fyrir áramót, þrátt fyrir að lokaskiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, sé 15. janúar.