Verslun
Leit
SÍA
Leit

9. janúar 2008

Valsmenn fyrstir að skila í Landsbankadeildinni

Íslandsmeistarar Vals urðu í dag fyrsta Landsbankadeildarliðið til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Þar með hefur eitt félag í hvorri deild sem undirgengst leyfiskerfið skilað gögnum.

Leyfiskerfi

9. janúar 2008

Víkingur Ólafsvík hefur skilað leyfisgögnum

Víkingur Ólafsvík skilaði inn leyfisgögnum í dag og er Víkingur því annað félagið í 1. deild karla til að skila, en KA-menn voru fyrstir.  Um er að ræða fylgigögn með leyfisumsókn, önnur en fjárhagsleg.

Leyfiskerfi

8. janúar 2008

KA fyrst félaga til að skila leyfisumsókn 2008

KA-menn urðu á mánudag fyrstir til að skila leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Alls gangast 24 félög undir leyfiskerfið nú, þar sem kerfið nær til félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.

Leyfiskerfi

30. desember 2007

Bréf framkvæmdastjóra KSÍ til leyfisumsækjenda

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur sent bréf til allra þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og er efni þess bréfs birt hér að neðan.  Félögin eru minnt á lykildagsetningar og nokkur mikilvæg atriði í leyfisferlinu.

Leyfiskerfi

17. nóvember 2007

Leyfisferlið fyrir 2008 hafið

Samkvæmt Leyfishandbók KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla 2008 hér með sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við Leyfisumsókn hefst.

Leyfiskerfi

12. nóvember 2007

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2007

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2006/2007 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. 

Leyfiskerfi

7. nóvember 2007

Kynningarfundur í tengslum við formannafund 17. nóvember

Í tengslum við formannafund sem haldinn verður 17. nóvember verður haldinn sérstakur kynningarfundur á leyfiskerfinu fyrir félög í 1. deild karla.  Sá fundur hefst kl. 13:00 og verður haldinn í húsakynnum KSÍ eins og formannafundurinn.

Leyfiskerfi

17. september 2007

Árlegt gæðamat UEFA á leyfiskerfi KSÍ

Á miðvikudag mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki.

Leyfiskerfi

27. apríl 2007

Greiðsla til félaga sem undirgengust leyfiskerfið

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum mánudaginn 23. apríl að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2007 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.

Leyfiskerfi

25. apríl 2007

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2007

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA.  Einn mikilvægur þáttur í þessu endurmati er að óska eftir upplýsingum frá leyfisumsækjendum um hvað mætti betur fara.

Leyfiskerfi

30. mars 2007

Afgreiðsla á leyfisumsóknum í 1. deild

Leyfisráð tók fyrir á fundi sínum í dag umsóknir félaga í 1. deild um þátttökuleyfi.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ, en ákveðið hafði verið að viðurlögum verði ekki beitt fyrir keppnistímabilið 2007

Leyfiskerfi

27. mars 2007

Reynsluár hjá 1. deild

Félög í 1. deild karla undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, en keyrsla kerfisins í ár er þó aðeins til að leyfa félögunum að kynnast því og fá reynslu.  Engu að síður er allt ferlið unnið eins og um fulla keyrslu væri að ræða.

Leyfiskerfi

27. mars 2007

Viðurlög í leyfiskerfinu

Hvaða viðurlögum geta félög sem undirgangast leyfiskerfið átt von á og í hvaða tilfellum er þeim beitt?  Hér er grundvallaratriði að gera greinarmun á forsenduflokkunum tveimur - A og B.

Leyfiskerfi

23. mars 2007

Félögunum 10 í Landsbankadeild veitt þátttökuleyfi

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum.  Félögin 10 uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Leyfiskerfi

22. mars 2007

Ákvarðanir leyfisráðs teknar á föstudag

Leyfisráð mun á föstudag taka ákvarðanir um veitingu þátttökuleyfa til félaga í Landsbankadeild karla og verða niðurstöður kynntar að fundi loknum.Félögum í 1. deild hefur hins vegar verið gefinn viku frest til viðbótar.

Leyfiskerfi

12. mars 2007

Lykildagsetningar færðar aftur um eina viku

Ákveðið hefur verið að fresta leyfisferlinu um eina viku, en í því felst að allar lykildagsetningar í ferlinu frá 2. mars færast aftur um eina viku þannig að ákvarðanir leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 23. mars.

Leyfiskerfi

23. febrúar 2007

Sótti vinnufund UEFA fyrir formenn leyfisnefnda

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, sótti á dögunum vinnufund hjá UEFA, þar sem fjallað var um leyfisveitingaferlið í ýmsum löndum í Evrópu, Vinnufundurinn var sérhannaður fyrir formenn leyfisnefnda í aðildarlöndum UEFA.

Leyfiskerfi

15. febrúar 2007

Leyfiskerfið á ársþinginu 2007

Leyfiskerfi KSÍ hefur nú verið innbyggt í ný lög sambandsins, sem samþykkt voru á ársþingi KSÍ 2007.  Jafnframt var ný leyfishandbók staðfest með þessari samþykkt.  Einnig var kosið í leyfisráð og leyfisdóm til næstu tveggja ára. 

Leyfiskerfi