5. janúar 2023
Leyfiskerfi KSÍ hefur hlotið gæðavottun frá SGS, sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gæðavottun vinnuferla.
4. janúar 2023
KSÍ hefur ráðið Fannar Helga Rúnarsson í starf leyfisstjóra á skrifstofu KSÍ frá og með 1. febrúar nk.
8. desember 2022
Umsóknarfrestur um starf leyfisstjóra KSÍ rennur út 9. desember. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu sambandsins.
28. nóvember 2022
KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling í fullt starf leyfisstjóra á skrifstofu sambandsins. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar.
16. nóvember 2022
Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 5.1.) er þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Bestu deild karla, Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla árið 2022 hér með sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið vegna tímabilsins 2023 hófst formlega í gær þann 15. nóvember, líkt og ár hvert.
9. nóvember 2022
Verkefnið FIFA Clearing House mun hefja göngu sína og verða virkt miðvikudaginn 16. nóvember.
22. apríl 2022
Á fundi stjórnar KSÍ þann 24. mars sl. var samþykkt ný forskrift vegna læknisskoðunar leikmanna í meistaraflokki í Bestu deildum karla og kvenna.
23. mars 2022
Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2022 fór fram í gær þriðjudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt. Sextán þátttökuleyfi voru gefin út á fundi ráðsins fyrir viku síðan.
16. mars 2022
Alls voru 16 umsóknir um þátttökuleyfi samþykktar á fyrri fundi leyfisráðs en afgreiðslu 18 leyfisumsókna var frestað um eina viku.
6. janúar 2022
Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur á skrifstofu KSÍ, hefur nú verið ráðinn til sex vikna í málaferladeild FIFA (FIFA Litigation Division).
6. janúar 2022
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn miðvikudaginn 5. janúar sl.
1. desember 2021
Einstaklingar hafa nú heimild til skattafrádráttar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Þá hefur hlutfallið tvöfaldast sem rekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum sínum.
15. nóvember 2021
Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 4.3.) er þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í efstu deild karla, efstu deild kvenna og 1. deild karla árið 2022 hér með sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.
27. maí 2021
Á dögunum gaf UEFA út tólftu útgáfu árlegrar skýrslu um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu.
22. mars 2021
Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur á skrifstofu KSÍ, verður í námsleyfi frá miðjum september 2021 til loka maí 2022. Haukur mun sækja nám í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti við Fribourg-háskóla í Sviss.
19. mars 2021
Síðari fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2021 fór fram á miðvikudag og voru þátttökuleyfi 16 félaga samþykkt.
11. mars 2021
Fyrri fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2021 fór fram á miðvikudag.
23. febrúar 2021
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum 18. febrúar tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ. Úthlutun til KSÍ er kr. 3.420.000.