22. desember 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.   Samþykktar breytingar eru hér meðfylgjandi ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.
2. nóvember 2009
FIFA hefur gert ýmsar breytingar á reglugerð um félagskipti leikmanna (FIFA Regulations on the Status and Transfer of Players) og tóku þær gildi 1. október síðastliðinn. Félögin beðin um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega.
23. október 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. nýtt ákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Umrætt ákvæði var áður til bráðabirgða í reglugerðinni en er nú samþykkt sem fullgilt ákvæði.
4. maí 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl breytingar á reglugerð KSÍ á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Er um að ræða breytingu á ákvæði um viðurlög við brot skv. tilkynningu framkvæmdastjóra sbr. 18.grein í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
1. maí 2009
Ný reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga er tekin gildi og leysir hún af hólmi reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli frá 1. maí 2009.
30. apríl 2009
Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí 2009.
27. febrúar 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar breytingu á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu sem þegar hefur verið gerð á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
5. janúar 2009
Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Ákvæði þetta varð virkt þann 1. janúar 2009.
9. desember 2008
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2008 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
4. nóvember 2008
Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Ákvæði þetta verður virkt þann 1. janúar 2009.
23. október 2008
Bráðabirgðaákvæðið heimilar leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum (s.s. í Reykjavíkurmóti) og Íslandsmóti innanhúss (Futsal).
7. mars 2008
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2008 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
22. febrúar 2008
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2008 breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingin tekur gildi nú þegar.
13. febrúar 2008
Sú breyting hefur verið gerð á keppnisfyrirkomulagi í 5. flokki karla og kvenna að sameiginlegur árangur A og B liða telur ekki lengur til Íslandsmeistaratitils. Þannig hefur verið skilið á milli liðanna og úrslit A og B liða teljast ekki lengur saman.
13. febrúar 2008
Frá og með 1. janúar 2009 verður öllum félögum sem leika í Landsbankadeild karla gert skylt að gera samninga við leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með viðkomandi félagi.
13. febrúar 2008
Ákveðið hefur verið að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2008. Líkt og í Landsbankadeild karla verða leikmenn í fyrrgreindum deildum nú númeraðir 1-30.
13. febrúar 2008
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða í 5. flokki og yngri hefur verið breytt þannig að markamismunur ákvarðar ekki lengur röð liða, heldur einungis fjöldi stiga.
13. febrúar 2008
Fjölgað verður í efstu tveimur deildum Íslandsmóts 2. flokks karla fyrir keppnistímabilið 2008, þannig að 10 lið verða í hvorri deild. Í A-deild er liðum fjölgað úr 8 í 10 og í B-deild fjölgar liðum úr 9 í 10.