Verslun
Leit
SÍA
Leit

18. júní 2005

Hlutgengi leikmanna í VISA-bikarnum

Vegna fjölda fyrirspurna vill skrifstofa KSÍ koma því á framfæri að leikmanni sem leikur með félagi A í VISA-bikarnum og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni.   Ekkert í reglugerðum KSÍ bannar slíkt.

Lög og reglugerðir

1. júní 2005

Breyting á reglugerð um félagaskipti leikmanna

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 31. maí breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna.

Lög og reglugerðir

1. júní 2005

Úrslitakeppni í mótum B-liða yngri flokka

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að bæta við til reynslu í ár úrslitakeppni í mótum B-liða (og eftir atvikum annarra liða) í öllum yngri flokkum þar sem slík keppni hefur ekki verið til staðar. Fyrirkomulag og reglur um hlutgengi eru í höndum mótanefndar KSÍ og verða kynntar síðar. 

Lög og reglugerðir

26. maí 2005

Starfsreglur aganefndar

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna á starfsreglur aganefndar KSÍ, grein 8.4. sem fjallar um leikbönn leikmanna sem spila með tveimur liðum (eða fleiri) sama félags.

Lög og reglugerðir

20. maí 2005

Villa í reglugerð í Handbók KSÍ

Villa er í Reglugerð um búnað knattspyrnuliða í Handbók KSÍ, en þar vantar G-lið, sem á að vera h-liður. Reglugerðin er hins vegar rétt hér á vef KSÍ. Aðildarfélögin eru vinsamlegast beðin um að koma þessum skilaboðum áfram innan sinna raða.

Lög og reglugerðir

17. maí 2005

Úrskurðir aganefndar

Fyrsti fundur aganefndar KSÍ á knattspyrnusumrinu 2005 hefur farið fram, en nefndin fundar hvern þriðjudag allt keppnistímabilið.

Lög og reglugerðir

11. maí 2005

Af gefnu tilefni - Nýjar reglur varðandi lyfjamál

Af gefnu tilefni vegna þeirra lyfjaprófa sem gerð hafa verið eftir knattspyrnuleiki og - æfingar undanfarið er minnt á að í vetur voru kynntar nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFA. 

Lög og reglugerðir

19. apríl 2005

Breytt aldursskipting kvennaflokka

Af gefnu tilefni er minnt á að vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna voru gerðar breytingar á viðeigandi ákvæðum á nýliðnu ársþingi KSÍ.

Lög og reglugerðir

4. mars 2005

Skipað í nefndir KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 3. mars voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári.

Lög og reglugerðir

17. febrúar 2005

Breytingar á reglugerðum KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 24. janúar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og miniknattspyrnu. 59. ársþing KSÍ staðfesti fyrrgreindar breytingar og taka þær þegar gildi.

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

59. ársþingi KSÍ lokið

Ársþing KSÍ fór fram á Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Helstu niðurstöður þingsins, afgreiðslu tillagna og annarra mála má sjá í fréttunum hér fyrir neðan.</

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

Tillögur og niðurstöður

Nú stendur yfir umfjöllun um þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Smellið hér að neðan til að skoða tillögurnar og afgreiðslu þeirra (hægrismellið og veljið refresh til að sjá nýjustu uppfærslur). Niðurstöður eru færðar inn um leið og afgreiðslu hverrar tillögu er lokið.

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

Ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt

Umræðu um skýrslu stjórnar og ársreikning KSÍ fyrir 2004 er lokið og samþykkti þingið ársreikninginn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var einnig samþykkt. Næst verða teknar fyrir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Niðurstöður verða birtar þegar afgreiðslu hverrar tillögu er lokið.

Lög og reglugerðir

12. febrúar 2005

59. ársþing KSÍ

Nú stendur yfir 59. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Að venju verða ýmis mál tekin fyrir og verða upplýsingar birtar hér á vef KSÍ eftir því sem líður á þingið.

Lög og reglugerðir

9. febrúar 2005

59. ársþing KSÍ á laugardag

Næstkomandi laugardag fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ.

Lög og reglugerðir

8. febrúar 2005

Þingfulltrúar á ársþingi KSÍ

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 87 fulltrúa, en 119 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu.

Lög og reglugerðir

4. febrúar 2005

Ársreikningur KSÍ 2004

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir 2004. Hagnaður varð af heildarrekstri KSÍ á árinu, alls 45,9 milljónir króna, en þá hefur verið tekið tillit til 21,6 milljóna króna framlags til aðildarfélaga.

Lög og reglugerðir

4. febrúar 2005

Áhugaverðar tillögur fyrir þinginu

Ársþing KSÍ fer fram 12. febrúar næstkomandi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Aðildarfélög eiga að skila kjörbréfum sínum í síðasta lagi í dag, 4. febrúar.

Lög og reglugerðir