Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. maí 2015

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald – Greiðsludagur föstudagurinn 15. maí

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.  Athygli félaga er vakin á því að greiðsludagur er föstudagurinn 15. maí og hafa reikningar þegar verið sendir út.

Lög og reglugerðir

24. apríl 2015

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.

Lög og reglugerðir

16. apríl 2015

Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015

KSÍ og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini).  Útgáfan verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn með sama hætti og gert var á síðasta ári.

Lög og reglugerðir

30. mars 2015

Ný reglugerð um milliliði

Ný reglugerð FIFA um milliliði sem leysir af hólmi reglugerð FIFA um umboðsmenn leikmanna tekur gildi þann 1. apríl næstkomandi.  Á sama tíma tekur gildi ný reglugerð KSÍ um milliliði og fellur þá úr gildi reglugerð KSÍ um umboðsmenn og réttindi umboðsmanna KSÍ falla niður.

Lög og reglugerðir

30. mars 2015

Nýtt samningsform fyrir staðalsamning KSÍ

Vegna nýrrar reglugerðar um milliliði og breytinga því tengdu, tekur nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi 1. apríl næstkomandi.  Allir samningar sem gerðir eru frá og með 1. apríl þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráðir hjá KSÍ. 

Lög og reglugerðir

18. febrúar 2015

Breytingar á reglugerðum varðandi félagaskipti og agamál

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 13. febrúar, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ um Aga- og úrskurðarmál og Félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga.  Mikilvægt er að félög kynni sér þessar breytingar og komi til þeirra er málið varðar.

Lög og reglugerðir

16. apríl 2014

Ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór þann 11. apríl síðastliðinn, var samþykkt ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Farið var í endurskoðun á reglugerðinni í heild sinni og má sjá hana hér til hliðar undir "Reglugerðir" og einnig undir "Dreifibréf til félaga".

Lög og reglugerðir

14. apríl 2014

Ólöglegur leikmaður með KV í Lengjubikarnum

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Davíð Steinn Sigurðarson lék ólöglegur með KV gegn Víkingi Reykjavík í Lengjubikar karla þann 11. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lög og reglugerðir

14. apríl 2014

Ólöglegur leikmaður með FH í Lengjubikar karla

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ólafur Páll Snorrason lék ólöglegur með FH gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 3. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lög og reglugerðir

14. apríl 2014

Ólöglegur leikmaður með Hamar í Lengjubikarnum

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Markús Andri Sigurðsson lék ólöglegur með Hamar gegn KFR í Lengjubikar karla þann 12. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lög og reglugerðir

14. apríl 2014

Ólöglegur leikmaður með Fram í Lengjubikarnum

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Þórður Albertsson lék ólöglegur með Fram gegn BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla þann 4. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lög og reglugerðir

24. febrúar 2014

Tveir léku ólöglegir með Selfossi gegn Víkingi R,

Tveir leikmenn léku ólöglegir með Selfossi í Lengjubikarnum þann 23. febrúar síðastliðinn, þegar Selfyssingar mættu Víkingi R.  Í samræmi við reglugerð um deildarbikarkeppni standa úrslit leiksins óbreytt, en Selfossi er gert að greiða sekt.

Lög og reglugerðir

27. janúar 2014

Ólöglegir leikmann hjá Þrótti Reykjavík

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Þróttur Reykjavík tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmótinu sem fram fór 26. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3.

Lög og reglugerðir

17. janúar 2014

Breytingar á reglugerðum - Hækkun á sektum

Á fundi stjórnar KSÍ 16. janúar voru gerðar breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingarnar sem um ræðir snúa að hækkun á upphæðum sekta í tilteknum tilfellum og gjald verður tekið fyrir óskir um breytingar á útgefinni leikjaskrá berist þær með skömmum fyrirvara.

Lög og reglugerðir

17. janúar 2014

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar á stjórnarfundi 16. janúar

Á stjórnarfundi, 16. janúar síðastliðinn, samþykkti stjórn KSÍ reglugerðabreytingar sem sendar hafa verið á aðildarfélög KSÍ. Í nokkrum tilfellum er um viðamiklar breytingar að ræða og eru því aðildarfélög hvött til þess að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega

Lög og reglugerðir

22. apríl 2013

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar af stjórn KSÍ 18. apríl

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 18. apríl síðastliðinn, voru gerðar breytingar á reglumgerðum KSÍ og má sjá þessar breytingar hér að neðan.  Dreifibréf þessa efnis hefur verið sent út á félögin og eru þau beðin um að kynna sér efni þeirra gaumgæfilega.

Lög og reglugerðir

2. apríl 2013

Ólöglegur leikmaður hjá Keflavík

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Haraldur Freyr Guðmundsson lék ólöglegur með Keflavík gegn Þrótti í Lengjubikar karla, þann 27. mars síðastliðinn.

Lög og reglugerðir

26. mars 2013

Ólöglegur leikmaður með Völsungi

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Dejan Boziciclék ólöglegur með Völsungi gegn Víkingi R. í Lengjubikar karla, þann 22. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í erlent félagslið.

Lög og reglugerðir