7. ágúst 2019
Breiðablik vann fyrsta leik sinn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið mætti Asa Tel Aviv frá Ísrael. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk, en Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir skoruðu sitt markið hvor.
6. ágúst 2019
Breiðablik hefur leik í undankeppni Meistaradeildar kvenna á miðvikudag þegar liðið mætir Asa Tel-Aviv frá Ísrael. ZFK Dragon 2014 og SFK 2000 Sarajevo eru einnig í riðlinum, en leikið er í Bosníu og Hersegóvínu.
2. ágúst 2019
Þegar 61 leik í Pepsi Max deild kvenna er lokið er heildarfjöldi þeirra sem sótt hafa leikina rúmlega 13 þúsund, eða 217 áhorfendur að meðaltali.
2. ágúst 2019
Breytingar hafa verið gerðar á þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna og verða þeir allir leiknir sunnudaginn 25. ágúst kl. 14:00.
2. ágúst 2019
Valur og Stjarnan léku seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag og duttu þau bæði úr leik.
1. ágúst 2019
Breyting hefur orðið á leiktíma leiks Grindavíkur og HK í Pepsi Max deild karla sunnudaginn 18. ágúst. Leikurinn fer nú fram kl. 17:00.
31. júlí 2019
Breyting hefur verið á leik Augnablik og Þróttar R. í Inkasso deild kvenna. Leikurinn mun fara fram þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20:00 á Kópavogsvelli.
29. júlí 2019
Miðvikudagurinn 31. júlí er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins óheimil. Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti miðvikudaginn 31. júlí.
23. júlí 2019
Tveimur leikjum í Pepsi Max deild karla hefur verið breytt. Annars vegar viðureign HK og Stjörnunnar, hins vegar leik Stjörnunnar og Víkings R.
23. júlí 2019
Aðsókn að leikjum Pepsi Max deildar karla hefur verið góð í sumar, en 1.107 áhorfendur að meðaltali hafa séð leikina 78 sem leiknir hafa verið.
22. júlí 2019
Valur og Stjarnan verða í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudag þegar liðin leika fyrri viðureignir sínar í 2. umferð undankeppninnar.
19. júlí 2019
Breyting hefur orðið á leik Breiðabliks og Grindavíkur í Pepsi Max deild karla og mun hann nú fara fram mánudaginn 22. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli.
19. júlí 2019
Stjarnan komst áfram á fimmtudag í Evrópudeildinni þegar liðið sló út Levadia Tallin, frá Eistlandi, í framlengingu þar sem sigurmarkið kom í lok framlengingar.
19. júlí 2019
Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna verða leikin á föstudag og laugardag. Á föstudag mætast Fylkir og Selfoss, en á laugardag eru það KR og Þór/KA sem berjast um sæti í úrslitaleiknum.
17. júlí 2019
Stjarnan, KR og Breiðablik leika í Evrópudeildinni á fimmtudag, en um er að ræða síðari viðureignir liðanna.
17. júlí 2019
Valur mætir Maribor í dag í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram ytra og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.
16. júlí 2019
Breyting hefur verið gerð á leiktíma leiks KR og Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn fer nú fram kl. 14:00 laugardaginn 20. júlí.
11. júlí 2019
Alls hafa 9.009 áhorfendur sótt leikina 43 sem leiknir hafa verið í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri, eða 210 manns að meðaltali á hvern leik.