15. janúar 2024
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingar dagana 23.-25. janúar 2024.
14. janúar 2024
A landslið karla vann eins marks sigur á Gvatemala þegar liðin mættust í vináttuleik á DRV PNK leikvanginum í Florida á laugardagskvöld.
13. janúar 2024
A landslið karla mætir Gvatemala í vináttuleik í Flórída í kvöld. Leikurinn hefst á miðnætti, í beinni og ólæstri dagskrá á Stöð 2 sport.
12. janúar 2024
Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í Bestu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (Clubs Youth Development) og er þetta framlag hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild UEFA (UEFA Champions League).
12. janúar 2024
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr tveimur mismunandi sjóðum UEFA fyrir árið 2024/2025.
12. janúar 2024
Í stefnumótun KSÍ fyrir árin 2023-2026, „Frá grasrót til stórmóta“, er fjallað um helstu þætti starfs og verkefna KSÍ næstu árin. Stefnumótunin var unnin með stuðningi UEFA Grow.
12. janúar 2024
Lengjubikar karla hefst á laugardag þegar KA og Afturelding mætast í A deild.
12. janúar 2024
Heimaleikur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildar UEFA verður leikinn á Kópavogsvelli.
12. janúar 2024
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 29.-31. janúar.
11. janúar 2024
A landslið karla er komið saman í Florida þar sem liðið leikur tvo vináttuleiki. Þann 13. janúar mætir liðið Gvatemala og þann 17. janúar verður mótherjinn Hondúras.
10. janúar 2024
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok febrúarmánaðar og hverfur til annarra starfa strax þann 1. mars, hjá Landhelgisgæslu Íslands.
10. janúar 2024
Greiningarfyrirtækið HUDL, sem er í fararbroddi á sviði lausna fyrir greiningar og frammistöðumat í afreksíþróttum, mun halda netnámskeið næstu fimm fimmtudaga.
10. janúar 2024
KSÍ hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem heyrir undir Knattspyrnusvið og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar.
8. janúar 2024
Markmannsskóli KSÍ var haldinn á Selfossi helgina 5.-7. janúar og æfðu þar um 50 markverðir.
8. janúar 2024
Reykjavíkurmót meistaraflokks karla og kvenna hófst um helgina.
8. janúar 2024
Ísbjörninn er Íslandsmeistari í Futsal árið 2024.
8. janúar 2024
Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 18 leikmenn sem taka þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi dagana 18.-24. janúar í Portúgal.
6. janúar 2024
Upplýsingar um skuldir, tillögur og málefni, fjölda þingfulltrúa og annað á Knattspyrnuþingi 2024 hafa verið sendar sambandsaðilum.