Hér til hliðar gefur að líta yfirlit yfir þau heiðursmerki sem KSÍ afhendir við sérstök tilefni, í samræmi við reglugerð um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga.
Þau sem hljóta heiðursviðurkenningar Knattspyrnusambands Íslands, skulu ein hafa rétt til þess að bera þær og er þeim ekki heimilt að láta þær af hendi.
Stjórn KSÍ skipar til tveggja ára í senn fimm fulltrúa í starfshóp, sem fjallar um allar tillögur að heiðursviðurkenningum samkvæmt 2. og 3. grein reglugerðar um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga. Hlutverk starfshópsins er að fjalla um tillögur að heiðursviðurkenningum eða gera sjálfstæðar tillögur um viðurkenningar. Allar tillögur starfshópsins skal leggja fyrir stjórn KSÍ sem tekur endanlega ákvörðun um þær tillögur sem fyrir liggja.
Landsliðsmerkið á gylltum grunni með bláum bókstöfum skal sæma þá leikmenn sem leika sinn fyrsta milliríkjalandsleik fyrir Íslands hönd - 18 ára og eldri.
Heiðursmerki þetta veitist þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.
Heiðursmerki þetta veitist aðeins þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.
Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum, þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Heiðurskrossi skal einnig fylgja sérstakt heiðursskjal.