78. ársþingi KSÍ er lokið. Að þessu sinni fór það fram í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal.
Á ársþingsvefnum er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um ársþing KSÍ. Ársskýrsla stjórnar er birt sem sérstök vefsíða á vef KSÍ.
Fréttin var uppfærð á meðan á ársþinginu stóð.
Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa þær hér að neðan, ásamt athugasemdum og breytingatillögum.
Beiðni barst frá Vestra um að félagið fái að bæta við tillögu á dagskrá þingsins og var sú beiðni samþykkt. Hægt er að sjá tillöguna hér að neðan undir þingskjal 22.
Þingskjal 7. Tillaga til lagabreytinga - Hæfisreglur (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Þingskjal 8. Tillaga til lagabreytinga - Hæfi til setu í stjórn KSÍ (Stjórn ÍTF) - Felld
Þingskjal 9. Tillaga til lagabreytinga - Dagskrá ársþings, reikningar ÍTF o.fl. (Þróttur Vogum) - Samþykkt með áorðnum breytingum, sbr. breytingatillögu við þingskjal 9.
Þingskjal 9b. Breytingatillaga við þingskjal 9. - Samþykkt
Breytingartillagan er þannig að lagt er til að í kjölfar dagskrárliðar i, verði bætt við tveimur nýjum dagskrárliðum j og k, sem verða eftirfarandi:
Þingskjal 10. Tillaga til ályktunar - Varalið í mfl. kvenna (Stjórn KSÍ) - Felld
Þingskjal 11. Tillaga til ályktunar - Réttindatekjur og þátttökugjöld (Stjórn ÍTF) - Felld með áorðnum breytingum, sbr. breytingatillögu við þingskjal 11.
Þingskjal 11c. Breytingatillaga sem lögð var fram af ÍTF - Samþykkt
- Athugasemdir frá fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ
Þingskjal 12. Tillaga til ályktunar - Fjöldi varamanna í mfl. (Stjórn ÍTF) - Felld
- Athugasemdir frá dómaranefnd KSÍ
- Athugasemd frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ
- Athugasemd frá mannvirkjanefnd KSÍ
- Athugasemd frá mótanefnd KSÍÞingskjal 13. Tillaga til ályktunar - Leikmanns- og sambandssamningar (Stjórn LSÍ)
Þingskjal 13b. Frávísunartillaga - Samþykkt
- Athugasemd frá fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ
- Athugasemd frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ
- Athugasemd frá samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ
Þingskjal 14. Tillaga til ályktunar - Leikmannasamningar í 2. deild kvenna (Haukar) - Felld
- Athugasemdir frá knattspyrnu- og þróunarnefnd
- Athugasemd frá samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ
Þingskjal 15. Tillaga til ályktunar - Þjálfari eða forystumaður í leikbanni (Stjórn ÍTF) - Tillaga dregin til baka
Þingskjal 16. Tillaga til ályktunar - Kærunefnd í aga- og úrskurðarmálum (Stjórn ÍTF) - Tillaga dregin til baka
Þingskjal 17. Tillaga til ályktunar - Framkvæmd leyfiskerfis KSÍ (Stjórn KSÍ) - Samþykkt með áorðnum breytingum, sbr. breytingatillögu við þingskjal 17.
Þingskjal 17b. Breytingatillaga - Samþykkt
Þingskjal 18. Tillaga til ályktunar - Lánareglur. Móðurfélag og dótturfélag (Stjórn ÍTF) - Samþykkt með áorðnum breytingum, sbr. breytingatillögu við þingskjal 18.
Þingskjal 18b. Breytingatillaga - Samþykkt
Þingskjal 19. Tillaga til ályktunar - Sumarfrí leikmanna (Stjórn LSÍ) - Felld með áorðnum breytingum, sbr. breytingatillögu við þingskjal 19.
Þingskjal 19b. Breytingatillaga: Frí frá keppni í þrjár vikur í stað fjögurra vikna og frí frá æfingum í eina viku í stað tveggja vikna - Samþykkt
- Athugasemdir frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ
- Athugasemd frá mótanefnd KSÍ
Þingskjal 20. Tillaga til ályktunar - Dómstólar (Stjórn ÍTF) - Samþykkt
Þingskjal 21. Tillaga til ályktunar - Tímasetning ársþings KSÍ (Stjórn ÍTF) - Samþykkt
Þingskjal 22. Tillaga til ályktunar - Erlendir leikmenn (Vestri) - Felld
Hægt er að lesa um kosningar á ársþinginu á vef KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ til tveggja ára á 76. ársþingi KSÍ í febrúar 2022. Tveggja ára kjörtímabili Vöndu sem formanns lauk á 78. ársþingi KSÍ.
Eftirtaldir buðu sig fram í embætti formanns til tveggja ára:
Um kosningu formanns KSÍ stendur í grein 17.6 í lögum KSÍ:
Til þess að ná kjöri sem formaður KSÍ, þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu, skal kjósa á ný, bundinni kosningu, um þá tvo menn, sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða. Verði þeir jafnir skal kjósa á ný með sama hætti og verði þeir enn jafnir, ræður hlutkesti.
Hver og einn frambjóðandi fékk fimm mínútur í pontu til að kynna sig. Dregið var um í hvaða röð frambjóðendur komu upp og byrjaði Guðni Bergsson, næstur var Þorvaldur Örlygsson og að loka Vignir Már Þormóðsson.
Í fyrstu umferð kosninganna deildust atkvæðin svona niður á frambjóðendurna:
Í annari umferð kosninganna, sem var á milli Vignis og Þorvaldar, deildust atkvæðin þannig að Þorvaldur Örlygsson fékk 51,72% atkvæða (75 atkvæði) og Vignir Már Þormóðsson fékk 48,28% atkvæða (70 atkvæði).
Því er ljóst að Þorvaldur Örlygsson mun sitja í formannsstól KSÍ næstu tvö ár hið minnsta.
Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna í stjórn KSÍ lauk á 78. ársþingi KSÍ:
Eftirtaldir buðu sig fram til stjórnar KSÍ og skiptust atkvæðin á eftirtalinn hátt:
Eftirtaldir munu því sitja í stjórn KSÍ til næstu tveggja ára:
Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2025):
Eins árs kjörtímabili varamanna í stjórn lauk á 78. ársþingi KSÍ. Varamenn í stjórn eru:
Þau hafa öll boðið sig fram aftur og eru þau sjálfkjörin til tveggja ára.
Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna aðalfulltrúa landsfjórðunganna lauk á 78. ársþingi KSÍ:
Eftirtaldir buðu sig fram sem aðalfulltrúar landsfjórðunga til tveggja ára og voru þau sjálfkjörin:
Engin framboð bárust innan upprunalegs frests í embætti varafulltrúa landsfjórðunga og samþykkti kjörnefnd á fundi sínum þann 12. febrúar að framlengja framboðsfrest vegna varafulltrúa landsfjórðunga til miðvikudagsins 15. febrúar.
Fjögur framboð bárust og voru eftirtalin sjálfkjörin:
Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ
Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ.
Kosning í leyfisráð KSÍ til tveggja ára.
Kosning í leyfisdóm KSÍ til tveggja ára.
Kosning í samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ til tveggja ára.
Kosning fulltrúa í kjaranefnd KSÍ til tveggja ára.