Þingskjöl

Þingskjöl 75. ársþings KSÍ

Prentvæn útgáfa greinargerðar

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2020 voru um 1.688 mkr, eða um 67 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Tekjur af landsleikjum svo til hurfu vegna áhorfendabanns, en á móti kom hækkun á styrkjum og framlögum FIFA og viðbótarframlag vegna reksturs Laugardalsvallar.

Rekstrarkostnaður var 239 mkr lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða um 1.337 mkr samanborið við 1.576 í áætlun.  Kostnaður landsliða, mótamála, fræðslu, húsnæðis og annarra liða var undir áætlun vegna samdráttar í verkefnum.  Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var eini liðurinn sem fór umfram áætlun, eða tæp 8%, sem skýrist annars vegar af tölvukostnaði við FIFA ID*, og hins vegar af kostnaði við sérfræðiráðgjöf í tengslum við greiningu á Covid-19 tapi aðildarfélaga KSÍ.

Hagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var um 380 mkr.  Alls var um 342 mkr úthlutað til aðildarfélaga en áætlun gerði ráð fyrir 128,5 mkr.  KSÍ greiddi 70,5 mkr til aðildarfélaga (annarra en þeirra sem léku í Pepsi Max deild karla) vegna barna- og unglingastarfs (þar af 10 mkr aukaúthlutun vegna Covid-19), en félögin í Pepsi Max deild karla fengu sambærilegan styrk frá UEFA að upphæð 90,5 mkr. Auk þessa greiddi KSÍ félögum í leyfiskerfinu 30,6 mkr. og ferðaþátttökugjald, verðlaunafé, upptöku- og tæknibúnað og styrk vegna futsal að fjárhæð 36,7 mkr. á árinu.

Framlag KSÍ til aðildarfélaga vegna tekjutaps tengdu Covid-19 nam 160,6 mkr, auk þess sem KSÍ tók yfir þátttökugjöld félaga upp á 10,8 mkr sem og hlut félaganna í ferðaþátttökugjaldi um 8 mkr.  Jafnframt samþykkti stjórn KSÍ að endurgreiða 24,6 mkr vegna sjónvarpsréttarsamnings (vegna leikja í deild og bikar sem ekki fóru fram keppnistímabilið 2020).

Rekstrarniðurstaða samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu er því hagnaður, tæpar 38 milljónir króna.

*FIFA ID, sem öll knattspyrnusambönd eru skyldug til að innleiða að kröfu FIFA.  FIFA ID er auðkenni sem allir leikmenn, þjálfarar og dómarar aðildarlanda FIFA þurfa að fá og fylgir þeim sama hvar þeir starfa. FIFA ID gerir það að verkum að til verður sameiginlegur gagnagrunnur allra félaga, leikmanna, þjálfara, dómara o.fl. á heimsvísu. Mun það einfalda til muna greiðslu uppeldis- og samstöðubóta sem starfsfólk FIFA mun sjálft koma til með rukka og greiða til viðeigandi félaga með notkun á svokölluðu „Clearing House“. Kerfið mun koma í veg fyrir hvers konar tvískráningar leikmanna eða félaga og gera FIFA kleift að rekja stöðu og félagaskiptasögu allra skráðra leikmanna í heiminum.

Prentvæn útgáfa þingskjals

# Þingskjal Flutningsaðili
1 Ársskýrslur KSÍ og ársreikningur 2020 Stjórn KSÍ
2 Skýrslur nefnda KSÍ 2020 (rafrænt)
3 Yfirlit þingskjala Stjórn KSÍ
4 Dagskrá 75. ársþings KSÍ Stjórn KSÍ
5 Yfirlit yfir fjölda þingfulltrúa Stjórn KSÍ
6 Fjárhagsáætlun 2021 Stjórn KSÍ
7 Tillaga til lagabreytinga - Lyfjareglur Stjórn KSÍ
8 Tillaga til lagabreytinga - Efsta deild karla Stjórn KSÍ
9 Tillaga til lagabreytinga - Fjölgun liða í efstu deild karla Fram
10 Tillaga til lagabreytinga - 10 lið í efstu deild karla og 14 lið með umspili í 1. deild karla Fylkir
11 Tillaga til lagabreytinga - 12 lið og þrjár umferðir í efstu deild karla ÍA
12 Tillaga til ályktunar - Skiptingar í 2. og 3. aldursflokki ÍA
13 Tillaga til ályktunar - Leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda og áfrýjun leikbanns Fram
14 Fyrirkomulag deilda í mfl. karla og kvenna og ný bikarkeppni félaga í neðri deildum
Stjórn KSÍ
15 Tillaga til ályktunar - Þróunarsjóður ÍA

Prentvæn útgáfa þingskjals

Kl. 10:30
Innskráning á þing
Kl. 11:001Þingsetning

2Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar

3Kosning fyrsta og annars þingforseta

4Kosning fyrsta og annars þingritara

5Ávörp gesta

6Álit kjörbréfanefndar

7Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar

8Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ

9Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, skýrslan og reikningar lagðir undir samþykki

10Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár

11Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu

12Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu

13Önnur mál

14Kosningar. Álit kjörbréfanefndar


a. Kosning stjórnar


    1. Kosning formanns (annað hvert ár)


    2. Kosning 4ra manna í stjórn


    3. Kosning 3ja varamanna í stjórn


b. Kosning fulltrúa frá landsfjórðungum


    1. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum (annað hvert ár)


    2. Kosning 4ra varamanna frá landsfjórðungum (annað hvert ár)


c. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ


d. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis


e. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn)


f. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ (3 aðalmenn og 5 varamenn)


g. Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn)


h. Kosning í leyfisdóm KSÍ (5 menn)


i. Kosning fulltrúa í kjaranefnd


    1. Kosning 3ja manna í kjaranefnd (annað hvert ár)


    2 Kosning varamanns í kjaranefnd (annað hvert ár)


j. Kosning kjörnefndar, 3ja manna, er starfi á milli þinga


k. Kosning í siðanefnd KSÍ (3 menn/3 varamenn) (annað hvert ár)

15Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar
Kl. 17:0016Þingslit (Athugið - áætluð tímasetning)

Stutt hlé verður gert á störfum þingsins um kl. 13:00

Lög KSÍ - Réttur til þingsetu

Prentvæn útgáfa þingskjals 

9.1. Knattspyrnuþingið sitja fulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ.

9.2. Fulltrúafjöldi aðildarfélaga ákvarðast af þátttöku þeirra í Íslandsmóti meistaraflokks sem hér segir:

a. Fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í efstu deild karla og/eða kvenna á komandi leiktíð, komi 4 fulltrúar.

b. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í 1. deild karla og/eða kvenna á komandi leiktíð, komi 3 fulltrúar.

c. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í 2. deild karla á komandi leiktíð, komi 2 fulltrúar.

d. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í neðri deildum karla og/eða kvenna á komandi leiktíð en um getur í liðum a.-c., komi 1 fulltrúi, enda hafi það tekið þátt í Íslandsmóti meistaraflokks síðustu fimm leiktíðir samfleytt.

e. fyrir sameiginlegt lið félaga komi fulltrúar sbr. a.-d., sem skiptast milli félaga sem standa að liðinu, skv. samkomulagi þeirra á milli ella fellur þátttökuréttur til fulltrúa niður.

9.3. Fulltrúafjöldi aðildarfélags skal einungis ákvarðast af einum þeirra liða a. til e. sem gefur flesta fulltrúa. Félag sem ekki tefldi fram í móti á vegum KSÍ á síðasta keppnistímabili að minnsta kosti einu liði í yngri flokkum (3. – 6. flokk), getur að hámarki verið með einn fulltrúa.

Fyrirvari

Fyrirvari er gerður um breytingar sem kunna að verða á fjölda þingfulltrúa eftir að þátttökutilkynningar fyrir keppnistímabilið 2021 liggja fyrir.

Fjöldi þingfulltrúa

Íþróttahérað
Félag
Fjöldi
Héraðssambandið Hrafnaflóki
 
Þátttaka ekki stöðug
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
0
Héraðssamband Bolungarvíkur
 
Þátttaka ekki stöðug
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
0
Héraðssamband Snæfells og Hnappadalssýslu
 
Snæfell
1
 
Víkingur
3
 
Alls þingfulltrúar 2021
4
Héraðssambandið Skarphéðinn
 
Árborg
1
 
Hamar
1
 
KFR
1
 
Selfoss
4
 
Stokkseyri
0
 
Uppsveitir
0
 
Ægir
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
8
Héraðssamband Strandamanna
 
Þátttaka ekki stöðug
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
0
Héraðssamband Vestfirðinga
 
Hörður Í.
1
 
Vestri
3
 
Alls þingfulltrúar 2021
4
Héraðssamband Þingeyinga
 
Magni
2
 
Völsungur
2
 
Alls þingfulltrúar 2021
4
Íþróttabandalag Akraness
 
ÍA
4
 
Kári
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
5
Íþróttabandalag Akureyrar
 
Hamrarnir
1
 
KA
4
 
Þór
3
 
Alls þingfulltrúar 2021
8
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
 
FH
4
 
Haukar
3
 
ÍH
1
 

0
 
Alls þingfulltrúar 2021
8
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
 
Keflavík
4
 
Njarðvík
2
 
Alls þingfulltrúar 2021
6
Íþróttabandalag Reykjavíkur
 
Afríka
1
 
Berserkir
1
 
Björninn
0
 
Elliði
0
 
Fjölnir
3
 
Fram
3
 
Fylkir
4
 
ÍR
2
 
KB
1
 
KH
1
 
KM
0
 
Kórdrengir
0
 
KR
4
 
KV
1
 
Leiknir
4
 
Léttir
1
 
Mídas
1
 
SR
0
 
Valur
4
 
Víkingur
4
 
Vængir Júpíters
1
 
Þróttur
4
 
Alls þingfulltrúar 2021
40
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
 
KF
2
 
Alls þingfulltrúar 2021
2
Íþróttabandalag Vestmannaeyja
 
ÍBV íþróttafélag
4
 
KFS (Framherjar og Smástund)
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
5
Íþróttabandalag Suðurnesja
 
GG
1
 
Grindavík
3
 
Reynir
2
 
Víðir
1
 
Þróttur
2
 
Alls þingfulltrúar 2021
9
Ungmenna- og íþróttasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga
 
Þátttaka ekki stöðug
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
0
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands
 
Einherji
1
 
Fjarðabyggð (Valur, Þróttur, Austri og Súlan
2
 
Höttur/Huginn
1
 
Leiknir
2
 
Alls þingfulltrúar 2021
6
Ungmennasamband Eyjafjarðar
 
Dalvík/Reynir
1
 
Samherjar
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
1
Ungmennasamband Borgarfjarðar
 
Skallagrímur
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
1
Ungmennasamband Kjalarnesþings
 
Afturelding
3
 
Augnablik
1
 
Álafoss
0
 
Álftanes
1
 
Breiðablik
4
 
Grótta
3
 
HK
4
 
Hvíti riddarinn
1
 
Ísbjörninn
1
 
KFB
0
 
KFG
1
 
Kría
1
 
Smári
0
 
Stjarnan
4
 
Vatnaliljur
1
 
Ýmir
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
26
Ungmennasamband Skagafjarðar
 
Tindastóll
4
 
Alls þingfulltrúar 2021
4
Ungmennasamband A- og V-Húnvetninga
 
Kormákur/Hvöt
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
1
Ungmennasambandið Úlfljótur
 
Sindri
1
 
Alls þingfulltrúar 2021
1
Ungmennasamband V-Skaftafellssýslu
 
Þátttaka ekki stöðug
0
 
Alls þingfulltrúar 2021
0

Alls eiga 143 fulltrúar rétt til setu á ársþingi KSÍ 2021

Fjárhagsáætlun 2021 var samþykkt

Prentvæn útgáfa þingskjals

 
Áætlun 2021
Raun 2020
Áætlun 2020
Rekstrartekjur
 
 
 
  Styrkir og framlög
1.104.653.109
1.214.989.818
1.048.425.859
  Tekjur af landsleikjum
148.090.000
25.909.950
199.515.000
  Sjónvarpsréttur
311.800.000
295.174.263
276.000.000
  Aðrar rekstrartekjur
67.303.500
48.015.386
55.214.000
  Rekstrartekjur Laugardalsvallar
62.000.000
104.521.234
42.489.816
 
1.693.846.609
1.688.610.651
1.621.644.675
Rekstrargjöld
 
 
 
  Kostnaður við landslið
-754.227.977
-626.833.182
-781.355.416
  Mótakostnaður
-221.390.740
-177.965.989
-218.734.505
  Fræðslukostnaður
-67.235.006
-40.268.451
-59.902.040
  Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
-304.347.113
-311.859.256
-289.681.754
  Húsnæðiskostnaður
-27.300.000
-23.696.583
-25.000.000
  Annar rekstrarkostnaður
-5.000.000
-4.532.733
-10.000.000
  Rekstrargjöld Laugardalsvallar
-97.280.000
-67.221.718
-95.324.000
  Laugardalsvöllur - umspilsaðgerð
0
-42.102.431
-64.000.000
  Afskriftir
-43.000.000
-43.012.829
-32.425.399
 
-1.519.780.836
-1.337.493.172
-1.576.423.114
 
 
 
 
Hagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld
174.065.772
351.117.479
45.221.561
Aðrar tekjur og gjöld


 
 
  Styrkir vegna Mannvirkjasjóðs KSÍ
30.000.000
32.150.000
30.000.000
  Framlög úr Mannvirkjasjóði KSÍ
-30.000.000
-32.150.000
-30.000.000
  Fjármagnsliðir
8.300.000
28.455.598
17.800.000
 
8.300.000
28.455.598
17.800.000
 
 
 
 
Hagnaður/tap ársins
182.365.772
379.573.077
63.021.561
Greiðslur til aðildarfélaga-145.753.005-341.838.639-128.500.000
Hækkun / lækkun á sjóð36.612.76737.734.438-65.478.439

Prentvæn útgáfa þingskjals


Áætlun 2021Raun 2020Áætlun 2020
Styrkir og framlögÍSÍ  35.000.00040.999.98133.750.000
Íslenskar getraunir  7.900.0007.829.0117.500.000
UEFA  609.403.109757.937.378721.166.109
FIFA  317.500.000320.472.500163.350.000
Ýmsir styrkir   134.850.00087.750.948122.659.750
Samtals1.104.653.1091.214.989.8181.048.425.859
Aðrar rekstrartekjur


Fræðslutekjur27.253.50018.423.33623.000.000
Mótatekjur10.600.00023.860.15024.864.000
Erlendar leyfistekjur6.950.0005.372.9007.350.000
Viðburðir og aðrar tekjur22.500.000359.0000
Samtals67.303.50048.015.38655.214.000
Kostnaður við landslið


A-landslið karla


Ferðakostnaður  152.530.500145.904.973179.105.000
Laun og verktakagreiðslur   148.293.700102.605.273134.968.588
Heimaleikir, æfingar, búnaður, sjúkravörur o.fl.   51.300.00046.020.49458.168.000
Samtals352.124.200294.530.740372.241.588
U-21 landslið karla


Ferðakostnaður  34.382.07028.588.21337.060.500
Laun og verktakagreiðslur   22.442.95017.704.88219.152.004
Heimaleikir, æfingar, búnaður, sjúkravörur o.fl.   7.900.00011.849.2969.120.000
Samtals64.725.02058.142.39165.332.504
U-19 landslið karla


Ferðakostnaður  20.240.700605.17019.750.100
Laun og verktakagreiðslur  13.713.37511.456.22114.295.600
Æfingar, búnaður og sjúkravörur  4.325.998218.6464.344.700
Samtals38.280.07312.280.03738.390.400
U-17 landslið karla


Ferðakostnaður  20.367.2004.111.49116.880.400
Laun og verktakagreiðslur  13.583.37512.500.22214.125.600
Æfingar, búnaður og sjúkravörur  3.970.3321.329.3784.045.480
Samtals37.920.90717.941.09135.051.480
A-landslið kvenna


Ferðakostnaður  56.789.00065.490.02157.200.200
Laun og verktakagreiðslur  57.925.00052.354.32067.211.904
Heimaleikir, æfingar, búnaður, sjúkravörur o.fl.   18.400.00012.948.0327.400.000
Samtals133.114.000130.792.373131.812.104
U-23 landslið kvenna


Ferðakostnaður  3.339.50003.339.500
Laun og verktakagreiðslur   1.435.00001.435.000
Æfingar, búnaður og sjúkravörur  000
Samtals4.774.50004.774.500
U-19 landslið kvenna


Ferðakostnaður  15.419.0006.738.65520.118.800
Laun og verktakagreiðslur   14.548.09411.688.37915.021.200
Æfingar, búnaður og sjúkravörur  3.108.0361.180.0883.709.640
Samtals33.075.13019.607.12238.849.640
U-17 landslið kvenna


Ferðakostnaður  14.464.6002.463.91919.800.400
Laun og verktakagreiðslur   14.323.09412.184.08715.851.200
Æfingar, búnaður og sjúkravörur  3.101.178612.0553.809.600
Samtals31.888.87215.260.06139.461.200
Hæfileikamótun26.387.27522.797.35134.442.000
Sameiginlegur landsliðskostnaður31.938.00055.482.01521.000.000
Kostnaður við landslið754.227.977626.833.181781.355.416
Mótakostnaður


Dómaralaun og launatengd gjöld  145.930.540115.575.244145.911.877
Ferðakostnaður dómara  20.600.00011.428.71616.017.445
Annar dómarakostnaður  13.905.00015.884.61713.105.183
Evrópukeppni félagsliða  5.000.0002.080.4385.000.000
Markaðs- og auglýsingakostnaður  13.955.2005.240.2505.500.000
Annar mótakostnaður  22.000.00027.756.72433.200.000
Samtals221.390.740177.965.989218.734.505
Fræðslukostnaður


Laun og verktakakostnaður  38.811.00631.194.83836.702.040
Landshlutaverkefni  5.000.0002.174.8375.000.000
Námskeið og kennslugögn  23.424.0006.898.77618.200.000
Samtals67.235.00640.268.45159.902.040
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður


Laun og launatengd gjöld  232.388.482211.059.963225.349.002
Annar starfsmannakostnaður  2.500.0001.454.0882.232.752
Sími, internet, pappír, prentun og ritföng  6.055.4285.831.4466.700.000
Rekstrarkostnaður tölva og tækja  22.547.20349.927.87920.000.000
Aðkeypt sérfræðiaðstoð  14.000.00018.061.85111.000.000
Ráðstefnur og fundir innanlands/erlendis   9.000.0006.412.08910.500.000
Ársþing  4.500.0008.959.6748.500.000
Styrkir, framlög og gjafir  4.000.0004.021.3483.000.000
Kostnaður vegna Þjóðarleikvangs7.000.0004.709.4250
Annar skrifstofu- og stjórnunarkostnaður  2.356.0001.421.4932.400.000
Samtals304.347.113311.859.256289.681.753
Húsnæðiskostnaður


Tryggingar  800.000782.2961.000.000
Húsnæðiskostnaður  26.500.00022.914.28724.000.000
Samtals27.300.00023.696.58325.000.000

Prentvæn útgáfa greinargerðar

Rekstrartekjur
Gert er ráð fyrir að heildartekjur KSÍ árið 2021 verði kr. 1.693.846.609 samanborið við kr. 1.688.610.651 árið 2020.  Gengi sem notað er í áætlun 2021 er EUR 156 og USD 127.


Áætlun 2021Raun 2020Áætlun 2020
Rekstrartekjur


  Styrkir og framlög1.104.653.1091.214.989.8181.048.425.859
  Tekjur af landsleikjum148.090.00025.909.950199.515.000
  Sjónvarpsréttur311.800.000295.174.263276.000.000
  Aðrar rekstrartekjur67.303.50048.015.38655.214.000
  Rekstrartekjur Laugardalsvallar62.000.000104.521.23442.489.816

1.693.846.6091.688.610.6511.621.644.675

Styrkir og framlög
Styrkir og framlög koma m.a. frá UEFA, FIFA, Íslenskum getraunum og ÍSÍ.

Árið 2021 er gert ráð fyrir 609 mkr frá UEFA í stað 758 mkr árið 2020.  Framlag UEFA sveiflast milli ára þar sem greiðslur vegna Þjóðadeildar eru annað hvert ár.  Gert er ráð fyrir framlagi frá FIFA að upphæð 317,5 mkr, samanborið við 320 mkr árið 2020.  Framlög FIFA árin 2020 og 2021 til aðildarsambanda sinna eru hærri en verið hefur þar sem árið 2020 kom sérstakt Covid-framlag að upphæð 1 milljón USD og árið 2021 var framlagið 500.000 USD.  Þetta eru einu framlögin sem KSÍ hefur fengið frá UEFA og FIFA vegna heimsfaraldurs Covid 19.

Árið 2019 hófst fjögurra ára styrkjatímabil FIFA.  Árlegt framlag FIFA til rekstrar er 1 milljón USD og á tímabilinu fjármagnar FIFA verkefni fyrir 2 milljónir USD.  Árið 2020 hófst nýtt fjögurra ára styrkjakerfi UEFA, HatTrick V.  Árleg framlög UEFA til rekstrar eru allt að 2.400.000 evrur.  Á tímabilinu fjármagnar UEFA verkefni fyrir 4,5 milljónir evra, og þegar hefur verið gert ráð fyrir því að 1 milljón evra verði ráðstafað í mannvirkjasjóð KSÍ á tímabilinu.

Gert er ráð fyrir að greiðslur frá Getraunum og ÍSÍ verði svipaðar á milli ára.

Gert er ráð fyrir að ýmsir styrkir verði 135 mkr. árið 2021.  Ýmsir styrkir samanstanda af samningum við bakhjarla KSÍ, búningasamningum og vörumerkjasamningum.  Árið 2020 námu þessir styrkir 87 mkr.

Tekjur af landsleikjum
Gert er ráð fyrir að tekjur af landsleikjum verði 148 mkr. árið 2021 og samanburður við fyrra ár á ekki við.  Gert er ráð fyrir 65% miðasölu á 5 heimaleiki A landsliðs karla og inni í þeirri tölu er miðasala til samstarfsaðila KSÍ.  Aðrar landsleikjatekjur samanstanda af heimaleikjum A landsliðs kvenna, heimaleikjum U21 landsliðs karla og útileikjum A landsliðs karla, og eru samtals um 21 milljón króna.

Sjónvarpsréttur
KSÍ hefur framselt sjónvarps- og markaðsréttindi fyrir leiki A landsliðs karla til UEFA frá september 2018 til júní 2022 og er KSÍ skuldbundið til að leika 40 leiki (10 leiki á ári) á því tímabili, í undankeppni EM 2020, HM 2022, Þjóðadeildinni 2018 og 2020 og vináttulandsleiki.  Greiðslan fyrir réttinn er 10 milljónir evra fyrir tímabilið 2018-2022.  Gert er ráð fyrir jafndreifingu tekjufærslna.  

Aðrar rekstrartekjur
Gert er ráð fyrir öðrum tekjum að fjárhæð 67 mkr. árið 2021 samanborið við 48 mkr. árið 2020.  Þetta eru t.d. tekjur af námskeiðum og mótum og réttindagreiðslum fyrir tölvuleiki.

Rekstrartekjur Laugardalsvallar
Gert er ráð fyrir því að rekstrartekjur Laugardalsvallar verði árið 2021 rúmar 62 mkr.  Stærstur hluti rekstrartekna eru greiðslur skv. samningi við Reykjavíkurborg, en þess fyrir utan koma tekjur vegna veitingasölu og vallarleigu.  Samningur um rekstur vallarins milli KSÍ og Reykjavíkurborgar var gerður árið 2014 og gildir út árið 2025.  Að frumkvæði KSÍ hefur Reykjavíkurborg nú samþykkt árlegt viðbótarframlag (17 mkr) til KSÍ vegna reksturs Laugardalsvallar og viðbótarframlag og greiðslu vegna tapreksturs undanfarinna ára (42 mkr) sem kom inn á árinu 2020.  

Rekstrargjöld
Gert er ráð fyrir að heildargjöld ársins 2021 verði kr. 1.519.780.836, samanborið við kr. 1.337.493.172 árið 2020.  Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2021 eftir greiðslur til aðildarfélaga er kr. 36.612.767.

Kostnaður við landslið
Í fjárhagsáætlun starfsársins 2021 er eingöngu gert ráð fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Ef önnur landslið vinna sér sæti í úrslitakeppni á árinu verður lögð fram sérstök áætlun fyrir þau verkefni.  

Kostnaður við landslið milli áranna 2020 og 2021 er ekki samanburðarhæfur vegna verkefnafalls árið 2020.  Gert er ráð fyrir því að kostnaður við landslið árið 2021 verði 754 mkr, en rauntala árið 2019 til samanburðar í þessu tilfelli var 731 mkr.

Í fjárhagsáætlun er reiknað með að landslið Íslands leiki 72 leiki árið 2021.  Árið 2020 voru leikirnir aðeins 32 en árið 2019 léku liðin 84 leiki.

Í sameiginlegum landsliðskostnaði (31 mkr) eru m.a liðir eins búningar, þvottur, sjúkravörur, sjúkraskráningarkerfi KSÍ og kostnaður við heilbrigðismál, en framfylgd reglugerða UEFA um heilbrigðismál leikmanna  landsliða eru kostnaðarsöm.  


Áætlun 2021Raun 2020Áætlun 2020
A-landslið karla352.124.200294.530.740372.241.588
U21-landslið karla64.725.02058.142.39165.332.504
U19-landslið karla38.280.07312.280.03738.390.400
U17-landslið karla37.920.90717.941.09135.051.480
A landslið kvenna133.114.000130.792.373131.812.104
U23-landslið kvenna4.774.50004.774.500
U19-landslið kvenna33.075.13019.607.12238.849.640
U17-landslið kvenna31.888.87215.260.06139.461.200
Hæfileikamótun26.387.27522.797.35134.442.000
Sameiginlegur landsliðskostnaður31.938.00055.482.01521.000.000

754.227.977626.833.181781.355.416

Mótakostnaður
Gert er ráð fyrir að mótakostnaður verði svipaður á milli ára, 221 mkr og þar vegur þyngst kostnaður við dómaramál 180 mkr.

Fræðslukostnaður
Gert er ráð fyrir að fræðslukostnaður ársins verði 67 mkr.  Helstu kostnaðarliðir eru laun, verktakagreiðslur, landshlutaverkefni, námskeið, kennslugögn og ferðakostnaður.  

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
Í liðnum skrifstofu- og stjórnunarkostnaður í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 17 fastráðnum starfsmönnum á skrifstofu, auk þess sem gert er ráð fyrir nýju stöðugildi frá og með öðrum ársfjórðungi á innanlandssviði.  Gert er ráð fyrir því að laun, launatengd gjöld og annar starfsmannakostnaður verði á árinu 2021 rúmar 234 mkr.

Gert er ráð fyrir því að skrifstofu- og rekstrarkostnaður verði 69 mkr árið 2021.  Helstu kostnaðarliðir skrifstofunnar eru tölvukostnaður 22 mkr, aðkeypt sérfræðiaðstoð 14 mkr, fundakostnaður 9 mkr.

Húsnæðiskostnaður
Gert er ráð fyrir því að húsnæðiskostnaður verði 27 mkr árið 2021.  Helstu kostnaðarliðir eru húsaleiga, tryggingar, hiti, rafmagn og þrif.

Annar rekstrarkostnaður
Gert er ráð fyrir að annar rekstrarkostnaður ársins verði 5 mkr, en þar er um að ræða þróun á vinnuaðstöðu.  

Rekstrargjöld Laugardalsvallar
Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Laugardalsvallar verði á árinu 97 mkr.  Helsti kostnaðarliður við rekstur vallarins er launakostnaður.  Aðrir kostnaðarliðir eru til dæmis öryggisgæsla, viðhald og rekstur vallarins (rafmagn, hiti, hreinsun vallar, ræsting, o.fl.).  

Tillaga til lagabreytinga
Tillaga frá stjórn KSÍ

Lyfjareglur

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var samþykkt

Grein 6 í lögum KSÍ

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á grein 6 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

II. AÐILD AÐ KSÍ

6. grein – Aðrar skyldur

6.2. Aðildarfélög KSÍ, leikmenn og aðrir innan KSÍ samþykkja að fara eftir anda og skilmálum Lyfjaeftirlits Íslands(LÍ), lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum(World Anti-Doping Code). Í því felst skuldbinding til að fylgja lyfjareglum LÍ og lögum ÍSÍ um lyfjamál og viðurkenning KSÍ á valdi og ábyrgð lyfjaeftirlits LÍ á framkvæmd lyfjareglnanna. Jafnframt skal reglugerð FIFA um lyfjamisnotkun(FIFA Anti-doping regulations) gilda fullum fetum um lyfjatengd mál innan KSÍ og sé ósamræmi á milli lyfjareglna KSÍ og reglugerðar FIFA um lyfjamisnotkun skulu ákvæði reglugerðar FIFA um lyfjamisnotkun gilda framar.


Greinargerð

Með dreifibréfi FIFA nr. 1724, þann 13. júlí 2020, voru kynntar breytingar á reglugerð FIFA um lyfjamisnotkun (FIFA Anti-doping regulations). Breytingar þær eru tilkomnar vegna breytinga sem stjórn WADA (World Anti-Doping Agency) samþykkti á Alþjóðalyfjareglunum (World Anti-Doping Code). Breytingar á reglugerð FIFA um lyfjamisnotkun fela í sér ákvæði úr nýjum reglum sem innleiddar hafa verið í Alþjóðalyfjareglurnar ásamt öðrum ákvæðum sem ætlað er að mæta og takast á við áskoranir í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í fótbolta á heimsvísu.  Breytingarnar tóku gildi þann 1. janúar 2021. Samkvæmt reglugerð FIFA um lyfjamisnotkun, ber aðildarsamböndum FIFA, þ.á.m. KSÍ, að innleiða og fylgja reglugerð FIFA um lyfjamisnotkun með það fyrir augum að ákvæðum hennar sé fylgt í lyfjatengdum málefnum. Það skuli gert annað hvort með því að innleiða reglugerðina í heild sinni eða með tilvísun til þeirra í sínum ráðandi skjölum, lögum og/eða reglugerðum. Samkvæmt grein 18.3. í lyfjareglum lyfjaeftirlits Íslands, sem tóku gildi þann 1. janúar 2021, skal hvert sérsamband á Íslandi innleiða lyfjareglur LÍ annaðhvort beint eða með tilvísun í sín ráðandi skjöl, lög og/eða reglur sem hluta af íþróttareglum sem binda meðlimi sína þannig að sérsambandið geti beitt þeim beint með tilliti til íþróttamanna og annarra einstaklinga undir lögsögu þess.

Til að tryggja eftirfylgni ákvæða lyfjareglna lyfjaeftirlits Íslands, laga ÍSÍ um lyfjamál, Alþjóðalyfjareglnanna og reglugerðar FIFA um lyfjamisnotkun leggur stjórn KSÍ að framangreint ákvæði 6.2. sé samþykkt inn í lög KSÍ.

Stjórn KSÍ

Tillaga til lagabreytinga
Tillaga frá stjórn KSÍ

Efsta deild karla

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var felld

Grein 33 í lögum KSÍ

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á grein 33 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 33:

IX. KNATTSPYRNUMÓT

33. grein - Knattspyrnumót

33.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 12 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

33.2. Í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna skal þátttakandi liðum skipt í 3 deildir, efsta deild skal skipuð 10 liðum, 1. deild 10 liðum og 2. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið í tveimur efstu deildunum.

33.3. Stjórn KSÍ getur ákveðið að gefa deildum karla og kvenna nafn.

33.4. Í efstu deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skal leikin einföld umferð á milli sex efstu liða annars vegar og á milli sex neðstu liða hins vegar skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öðrum öllum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

Ákvæði til bráðbirgða árið 2021:
Í efstu deild karla árið 2021 skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman.

33.5. Öll knattspyrnumót og knattspyrnuleikir skulu fara fram samkvæmt lögum þessum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og leitast skal við að þau séu í samræmi við móta- og keppendareglum ÍSÍ, svo og starfsreglur knattspyrnuráða, sem samþykktar hafa verið af viðkomandi héraðssambandi og staðfestar af KSÍ.


Greinargerð

Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur hafði ekki mikinn tíma til umráða og skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Var það mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar, hvort heldur væri á milli félaga eða innan einstakra félaga, væri of skammt á veg komin til þess að hægt hafi verið að ná fram niðurstöðu á þeim tímapunkti. Jafnframt kom fram í niðurstöðu þess hóps að horfa ætti til þess að breytt keppnisfyrirkomulag ætti að taka gildi 2022. Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 kom fram tillaga frá ÍA um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla. Sú tillaga hafði ekki fengið mikla umfjöllun innan hreyfingarinnar í aðdraganda þingsins. Niðurstaðan var sú að þingið samþykkti að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið.

Starfshópurinn skilaði frá sér ítarlegri skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember sl. og má lesa skýrsluna í heild sinni hér:
Skýrsla starfshóps 2020 - Um fjölgun leika í Pepsi karla.

Í niðurstöðukafla skýrslu starfshópsins kemur fram: Tólf liða deild, þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er, skipta síðan deildinni í tvo hluta og leika til úrslita, er að mati hópsins sú aðferð sem samræmist best þeim markmiðum sem hópurinn setti sér. Úrslitakeppni mótsins eykur spennu og gæði leikjanna, mikil keppni getur skapast um að ná 6. sæti deildarinnar í fyrri hluta mótsins. Þetta form með hæfilegri fjölgun leikja, er eitthvað nýtt sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu markaðsréttinda. Líklegt er að aðsókn á leiki aukist, sérstaklega í úrslitakeppninni. Þessi aðferð er að mati hópsins best til þess fallin að auka tekjur félaganna. Breytingin hefði ekki áhrif á aðrar deildir og fjölda liða í Pepsi Max deild karla. Fjöldi landa notar svipað mótafyrirkomulag í sínum löndum.

Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur stjórn KSÍ til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutans er leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Nánari útlistun á fyrirkomulagi í úrslitakeppni yrði komið fyrir í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót af stjórn KSÍ.

Stjórn KSÍ

Tillaga til lagabreytinga
Tillaga frá Knattspyrnudeild Fram

Fjölgun liða í efstu deild karla

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var felld

Grein 33 í lögum KSÍ

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á grein 33 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 33:

IX. KNATTSPYRNUMÓT

33. grein - Knattspyrnumót

33.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 1412 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

Ávæði til bráðabirgða 2021
33.1.1. Efsta deild karla skal skipuð 12 liðum árið 2021. Efsta deild karla skal skipuð 14 liðum árið 2022. Í efstu deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 1.-11. sæti í efstu deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 1. deild karla 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í efstu deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 1. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 2. deild karla 2021. Í 2. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 1. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 2. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 3. deild karla 2021. Í 3. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 2. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 3. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 4. deild karla 2021. Í 4. deild karla árið 2022 leika þau lið, sem ekki eiga sæti í fjórum efstu deildunum.


Greinargerð

Lagt er til að liðum í efstu deild karla fjölgi úr 12 í 14 lið keppnistímabilið 2022. Keppnistímabilið 2021 fellur aðeins eitt lið úr efstu deild karla. Úr 1.- 4. deild karla fara þrjú lið upp úr hverri deild og eitt lið fellur úr hverri deild (sjá nánar á skýringamynd hér að neðan). Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma. Myndi það efla íslenska knattspyrnu til framtíðar. Samhliða myndu þannig fleiri leikmenn fá betri leiki. Félög á landinu, í 1.-4. deild, fá aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri í ljósi þess að færri lið falla milli deilda en áður. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis, og fyrirsjáanlegu framhaldi á því, er mikilvægt að félögin fái tækifæri til að skoða rekstur sinn og stefnur. Samhliða því munu fleiri félög eiga möguleika á því að klífa upp milli deilda og komast þannig í auknar tekjur. Slíkt myndi leiða af sér betri og faglegri umgjörð sem er félögum til mikilla hagsbóta.

Útfærsla tillögu

Árið 2022 yrði Pepsi Max 14 liða deild
Áfram tvöföld umferð með sama leikjafyrirkomulagi.

 
Fjöldi liða 2021
Falla 2021
Fara upp 2021
Fjöldi liða 2022
Pepsi Max
12
1
0
14
Lengjudeild
12
1
3
12
2. deild
12
1
3
12
3. deild
12
1
3
12
4. deild
Riðlakeppni
0
3
Riðlakeppni

Tillaga til lagabreytinga
Tillaga frá Fylki

10 lið í efstu deild karla og 14 lið ásamt umspili í 1. deild karla

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var dregin til baka

Grein 33 í lögum KSÍ

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á grein 33 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

IX. KNATTSPYRNUMÓT

33. grein - Knattspyrnumót

33.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 1012 liðum, 1. deild 1412 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

Ákvæði til bráðabirgða 2021
33.1.1. Í efstu deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í efstu deild karla árið 2022 leika 10 lið - þau 8 lið sem hafna í 1.-8. sæti í efstu deild karla árið 2021 og það lið sem hafnar í 1. sæti 1. deildar karla árið 2021. Lið sem hafnar í 9. sæti efstu deildar árið 2021 skal leika til úrslita, heima og heiman, gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

33.1.2. Í 1. deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 10.-12. sæti í efstu deild karla árið 2021, þau lið sem hafna í 3.-10. sæti í 1. deild karla árið 2021, þau lið sem hafna 1.-2. sæti í 2. deild karla árið 2021 og það lið sem bíður ósigur eftir leiki til úrslita á milli liðs í 9. sæti efstu deildar karla árið 2021 gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

33.2. Í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna skal þátttakandi liðum skipt í 3 deildir, efsta deild skal skipuð 10 liðum, 1. deild 10 liðum og 2. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið í tveimur efstu deildunum.

33.3. Stjórn KSÍ getur ákveðið að gefa deildum karla og kvenna nafn.

33.4. Í efstu deild karla er leikin þreföld umferð. Í 1. deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt umspili á milli félaga í 2.-5. sæti um laust sæti í efstu deild skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öðrumöllum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

Ávæði til bráðabirgða 2021
33.4.1. Árið 2021 skal leikin tvöföld umferð í öllum landsdeildum karla og kvenna og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman.

33.5. Öll knattspyrnumót og knattspyrnuleikir skulu fara fram samkvæmt lögum þessum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og leitast skal við að þau séu í samræmi við móta- og keppendareglum ÍSÍ, svo og starfsreglur knattspyrnuráða, sem samþykktar hafa verið af viðkomandi héraðssambandi og staðfestar af KSÍ.


Greinargerð

Vísað er til umfjöllunar úr skýrslu starfshóps um fjölgun leikja í efstu deild karla. Tekið er undir markmið starfshópsins með breyttu mótafyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Helstu markmiðin sem stefna eigi að með breyttu mótafyrirkomulagi séu eftirfarandi:

 1. Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi
 2. Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum
 3. Auka möguleika á tekjuöflun
 4. Auka verðmæti sjónvarps- og markaðsréttinda deildarinnar
 5. Mæta vaxandi eftirspurn og auka sýnileika íslenskrar knattspyrnu

Leiðir að markmiðunum:

 • Lengja keppnistímabil, stytta þannig hið langa undirbúningstímabil
 • Fjölga keppnisleikjum og fækka þar með æfingaleikjum

Úr umfjöllun úr skýrslu um 10 lið í efstu deild:

„Kostir þessarar aðferðar er að mati hópsins til þess fallin að auka gæði deildarinnar frá því sem nú er með því að fækka óspennandi leikjum og fjölga jafnframt meira spennandi leikjum. Þannig yrði undirbúningur félaganna betri fyrir Evrópukeppni félagsliða. Hvert félag fengi 5 leikjum meira, lítil aukning er á heildarfjölgun leikja og því yrði hækkun á dómarakostnaði óveruleg. Líklegt er að meðal aðsókn pr. leik aukist. Fjárhagslegur grunnur félaganna í deildinni yrði betri.“

Úr niðurstöðukafla í skýrslu starsfhóps:

„Að fækka liðum í 10 og leika þrefalda umferð samræmist flestum þeim markmiðum sem hópurinn setti sér. Sérstaklega hvað varðar gæði leikjanna. Ef skoðaðar eru aðsóknartölur Pepsi Max deildar karla 2019 þá eykst meðalaðsókn á leiki ef ekki eru teknir með í reikninginn leikir hjá liðunum tveimur sem féllu. Með þessari aðferð er lítil heildarfjölgun leikja, þannig að hækkun á dómarakostnaði er óveruleg.“

Frekari greinargerð Knattspyrnudeildar Fylkis:

Þrjár tillögur komu helst til greina hjá starfshópi um fjölgun leikja í efstu deild. Knattspyrnudeild Fylkis telur að markmið þau sem starfshópurinn setti sér náist fyrr og betur með 10 liða deildarfyrirkomulagi í efstu deild með þrefaldri umferð og sú leið sé bæði sanngjarnari og greiðfærari. Sömuleiðis sé fjölgun í 1. deild karla tímabær, fleiri leikir, lengra tímabil og fleiri leiktækifæri fyrir yngri leikmenn. Mörg metnaðarfull félög bíða færis á að spreyta sig í efstu deild. Að auki, og til að koma til móts við aukinn ferðakostnað í 1. deild karla leggjum við til að stjórn KSÍ komi á ferðasjóði fyrir 1. deild með sérstöku framlagi úr efstu deild og frá KSÍ.

Aðferð við fjölgun félaga í 1. deild karla og fækkun félaga í efstu deild árið 2022:
Lagt er til að á árinu 2021 falli þrjú neðstu félögin úr efstu deild karla beint niður í 1. deild karla. Félagið sem endar í fyrsta sæti í 1. deild karla árið 2021 flyst beint upp í efstu deild karla. Fjórða neðsta sætið í efstu deild karla leikur úrslitaleiki við félag í 2. sæti 1. deildar karla heiman og að heiman um laust sæti í efstu deild karla árið 2022. Tvö neðstu lið 1. deildar árið 2021 falla í 2. deild karla og tvö efstu lið 2. deildar árið 2021 flytjast upp í 1. deild.

Frekari skýringar á tillögu:

Efsta deild karla:
Miðað er við 10 liða efstu deild. Leikumferðum myndi fjölga úr 22 í 27 en leikin yrði þreföld umferð. Keppnistímabilið yrði þannig orðið u.þ.b. 30 dögum lengra en undirbúningstímabil ef miðað er við að leikir í efstu deild karla myndu hefjast um eða upp úr mánaðaramótum mars/apríl og myndi ljúka um miðjan október. Þar með væri rétt úr þeim óheppilega halla að hér á Íslandi nái undirbúningstímabil í knattspyrnu yfir lengra tímabil en keppnistímabilið sjálft.

Frekari markmið með breyttu fyrirkomulagi eru:

 • Sterkari rekstrargrundvöllur félaga í deildinni. Hærri viðmið geta verið sett.
 • Knattspyrna á hærri styrkleika, knattspyrna sem er aðlaðandi fyrir áhorfandann (sjónvarpsvænni) og þar af leiðandi meira aðlaðandi fyrir leikmenn deildarinnar.
 • Meiri kröfur væri hægt að gera til félaga og leikmanna til umgjörðar í deildinni sjálfri. Færri félög sem þurfa að standa undir meiri kröfum sem kallað er eftir.
 • Deildarfyrirkomulag sem gæti styrkt öll félög deildarinnar. Félög í neðri hluta, miðju og efri hluta.
 • Deildarfyrirkomulag sem myndi betur styðja félög í Evrópukeppni. Gera þeim betur kleift að reka sig og ná sínum markmiðum. Félögin hefja leik ennþá fyrr og eru því í betri leikæfingu í júlímánuði þegar Evrópukeppni hefst.
 • Tekjur deildarinnar, sem stefnt er að því að auka, t.d. með nýjum sjónvarpssamningum dreifast á færri félög sem hjálpar þeim betur að viðhalda ákveðnum gæðastaðli á þeirra starfi. Félög í deildinni þurfa nauðsynlega sterkari rekstrargrundvöll og tryggari tekjustofna til að viðhalda og jafnvel bæta gæði deildarinnar og þar með gera deildina verðmætari sem afþreyingu fyrir áhorfendur, á vellinum og í sjónvarpi.
 • Sé deildin að hefjast um mánaðarmót mars/apríl, eða u.þ.b. þegar fyrsta landsleikjahlé ársins er að klárast, þá kann deildin að vera meira aðlaðandi fyrir landsliðsmenn þjóða, Íslands eða annarra þjóða, sem væru þá búnir að hefja sitt tímabil á Íslandi þegar fyrstu landsleikir ársins eru spilaðir í stað þess að vera enn á undirbúningstímabili.
 • Sé deildin að klárast um miðjan október, þá nær keppnistímabilið á milli fyrsta og síðasta landsleikjaglugga hvers árs. Leikmenn landsliða eru því í leikæfingu fyrir öll landsliðsverkefni.

Lagt yrði til við stjórn að félagaskiptaglugganum sé skipt upp en heimilt er að hafa sérstakan glugga fyrir efri deildir og annan fyrir neðri deildir. Glugganum gæti t.d. verið stillt upp þannig að hann opni mun fyrr fyrir félög í efri deildum en opni síðar fyrir félög í þeim neðri. Þannig sé hægt að aðlaga félagaskiptaglugga eftir mismunandi leiktímabilum deilda.

Ekki eru öll félög með velli klára í byrjun apríl. Þó eru félögin orðin mörg sem eru komin með keppnivelli sem þola keppnistímabili sem hefst í byrjun apríl. Til stendur að nokkrir slíkir vellir bætist við á komandi árum. Gera þyrfti nauðsynlegar ráðstafanir m.t.t. keppnisvalla ef þörf krefur í 1.-3. umferð.

1. deild karla:

Fjölgun í 14 lið og tvöföld umferð, 26 leikir á félag. Eitt lið beint upp og 2., 3., 4 og 5. sæti í umspil um laust sæti. Keppnistímabilið yrði, eins og í efstu deild, orðið u.þ.b. 30 dögum lengra en undirbúningstímabil ef miðað er við að leikir hefjast um eða upp úr mánaðaramótum mars/apríl og myndi ljúka um miðjan október, mögulega um mánaðarmót október/nóvember með umspilskeppni.  Félagaskiptaglugginn yrði eins og í efstu deild.

Umspilskeppni myndi gera það verkum að fleiri lið eiga möguleika að tryggja sér sæti í efstu deild eftir 26 umferðir. Félögin sem komast upp í 1. deild úr 2. deild, eiga meiri möguleika á að halda sé uppi þar sem fleiri lið eru í deildinni. Meiri spenna er í mótinu út 26 umferðir en að meiru er að keppa fyrir félög í miðri deild þar sem 2. – 5. sæti tryggir sæti í umspili. Leikið yrði heima og að heiman í umspili; 2. sæti gegn 5. sæti og 3. sæti gegn 4. sæti. Sigurvegarar þessara leikja mætast heima og að heiman um laust sæti í efstu deild.

Markmið með breyttu fyrirkomulagi í 1. deild:

 • Aukinn fjöldi leikja.
 • Annað fyrirkomulag en í efstu deild sem gerir deildina áhugaverða fyrir áhorfendur á velli og fyrir framan sjónvarp en þeir fá aðra „vöru“ til að horfa á en í efstu deild. Afþreying er önnur vegna fleiri félaga í deildinni og keppni á milli liða um sæti í umspilskeppni ásamt leikjum í umspilskeppninni sjálfri.
 • Ef rekstrargrundvöllur er orðinn sterkari í efstu deild er meira fyrir félögin í 1. deild að vinna við að komast upp í efstu deild. Því er keppnin orðin meiri að komast upp í efstu deild, meira til þess að vinna.

Fylkir

Tillaga til lagabreytinga
Tillaga frá Knattspyrnufélagi ÍA

12 lið og þrjár umferðir í efstu deild karla

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var dregin til baka

Grein 33 í lögum KSÍ

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á grein 33 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

IX. KNATTSPYRNUMÓT

33. grein - Knattspyrnumót

33.1. Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 12 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

33.2. Í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna skal þátttakandi liðum skipt í 3 deildir, efsta deild skal skipuð 10 liðum, 1. deild 10 liðum og 2. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið í tveimur efstu deildunum.

33.3. Stjórn KSÍ getur ákveðið að gefa deildum karla og kvenna nafn.

33.4. Í efstu deild karla skal leikin þreföld umferð og leikur hvert lið þrjá leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman, þannig að hvert lið leikur einn eða tvo leiki heima gegn hverju liði, skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öllumöðrum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

Ákvæði til bráðbirgða árið 2021:
  Í efstu deild karla árið 2021 skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

33.5. Öll knattspyrnumót og knattspyrnuleikir skulu fara fram samkvæmt lögum þessum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og leitast skal við að þau séu í samræmi við móta- og keppendareglum ÍSÍ, svo og starfsreglur knattspyrnuráða, sem samþykktar hafa verið af viðkomandi héraðssambandi og staðfestar af KSÍ.


Greinargerð

Starfshópur um fyrirkomulag keppni í efstu deild karla skilaði skýrslu til stjórnar KSÍ 17. desember sl. og lagði til að frá og með árinu 2022 verði keppni í efstu deild karla breytt þannig að til komi þriðja umferðin sem verði leikin þannig að sex efstu liðin eftir hefðbundnar tvær umferði leiki einfalda umferð (5 leiki á lið til viðbótar) um sæti 1 til 6, en sex neðstu liðin eftir hefðbundnar tvær umferðir leiki einfalda umferð (5 leiki á lið til viðbótar) um sæti 7 til 12. Stigin úr fyrstu tveimur umferðunum fylgja liði inn í þriðju umferðina og leggjast við þau stig sem liðið vinnur sér inn í henni. Í raun snýr tillaga starfshópsins að því að innleiða þriðju umferðina í Íslandsmótinu í knattspyrnu í efstu deild karla en þó aðeins að hluta þar sem þriðja umferðin verður í efri og neðri hluta sem þýðir að hún verður í reynd „pólaríseruð“ eða klofin í tvær fylkingar. Það er mikilvægt að skoða hvort slík breyting hafi jákvæð áhrif á íslenska knattspyrnu og félögin í efsta lagi píramídans.

Það liggur fyrir að staða íslenskra félagsliða á styrkleikalista UEFA hefur versnað og það til muna. Það eitt og sér þarf að skoða og þá er vitanlega nærtækast að halda að fyrirkomulag keppni hafi þar eitthvað að segja. Það verður hins vegar að líta til þess að það forskot sem íslensk félagslið höfðu vegna byrjunar Evrópumóta félagsliða í september, síðan í ágúst og nú í byrjun júlí hefur með tímanum horfið. Það er ýmislegt sem skýrir það, s.s. aðlögun deildarkeppna erlendra liða vegna síaukins fjármagns og lengra keppnistímabils sem fylgir þátttöku í Evrópumótum. Það mætti því álykta sem svo að margar þjóðir hafi tekið framförum með breyttum áherslum og aðferðarfræði á meðan framfarir hafi verið litlar hér á landi.

Það er mikilvægt fyrir keppni í efstu deild karla að íslensk félagslið nái betri árangri í Evrópuleikjum. En hvað þarf til þess? Það má leiða að því líkum að það geti gerst ef félagsliðin eru komin í betra leikform í byrjun júlí og til þess þarf keppni í Íslandsmótinu að hefjast fyrr á árinu. Þetta kallar á fleiri leiki fyrr á árinu en segir ekkert til um fyrirkomulag keppni nema að vitanlega þarf hún að vera sem mest krefjandi fyrir liðin sem í hlut eiga. Æskilegt skref í þessa átt væri að hefja keppni í efstu deild karla í byrjun apríl. Þessu fylgja ýmsir vankantar t.d. erfitt veðurfar og ástand grasvalla. Nauðsynlegt gæti verið að heimila notkun varavalla og innivalla með minni lofthæð í fyrstu umferðum mótsins. Á það ber að líta að deildarbikarkeppni KSÍ var sett á laggirnar til að þróa mótahald í íslenskri knattspyrnu og þannig hefur sú keppni skilað tilætluðum árangri með sífellt betri aðstöðu (mannvirkjum) til keppni að vori. Breyta þyrfti fyrirkomulagi deildarbikarins og gæti keppni hafist um miðjan janúar og lokið í mars, með breyttu fyrirkomulagi ef þurfa þætti.

Með lengra keppnistímabili Íslandsmóts í efstu deild karla (apríl - október) verður hægt að fjölga leikjum. Þá ber að hafa í huga að deildarkeppni byggist í grunninn á því að öll félög hafa sömu tækifæri og því æskilegt að ný þriðja umferð í efstu deild karla verði leikin þannig að allir leiki við alla. Það þýðir 11 leikir til viðbótar á lið, en sú aukning er nauðsynleg til þróunar og til að koma í veg fyrir að gjáin milli liðanna sem oftast taka þátt í Evrópumótum og hinna verði enn stærri en þegar er raunin. Það má leiða líkum að því að tillaga starfshóps KSÍ  um skipta þriðju umferð í efri og neðri hóp geti einmitt leitt til þess að stækka þessa gjá. Það er einnig gallað fyrirkomulag að lið í deildarkeppni leiki ekki jafn marga leiki á heimavelli en tillaga starfshópsins gerir ráð fyrir því en við það má mögulega una ef a.m.k. allir leika við alla jafn marga leiki.

Knattspyrnufélag ÍA styður ekki tillögu starfshóps KSÍ en leggur til að ganga lengra með það í huga að tækifæri félaganna í efstu deild karla verði sem jöfnust, leikjum í Íslandsmóti fjölgi um 11 á lið með nýrri þriðju umferð og með því að hefja keppni fyrri komi íslensk félagsliða væntanlega betur undirbúin til leiks í júní/júlí þegar Evrópumót hefjast.

Knattspyrnufélag ÍA

Hjálagt drög að leikjaplani 2022.

 

 

Tillaga til ályktunar
Tillaga frá Knattspyrnufélagi ÍA

Skiptingar í 2. og 3. aldursflokki

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var samþykkt

Grein 24, 25, 30 og 31 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á greinum 24, 25, 30 og 31 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

24.gr.

2. flokkur karla

Leikmannaskipti: Heimilt er að skipta öllum varamönnum inn á í hverjum leik með þeirri takmörkun að hverju liði er aðeins heimilt að nota að hámarki þrjár leikstöðvanir til leikmannaskipta í síðari hálfleik. Þegar um framlengingu er að ræða er hverju liði heimilt að nota eina leikstöðvun til viðbótar til leikmannaskipta en einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til leikmannaskipta. með þeirri takmörkun að aðeins er heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á).

25.gr.

3. flokkur karla

Leikmannaskipti: Heimilt er að skipta öllum varamönnum inn á í hverjum leik með þeirri takmörkun að hverju liði er aðeins heimilt að nota að hámarki þrjár leikstöðvanir til leikmannaskipta í síðari hálfleik. Þegar um framlengingu er að ræða er hverju liði heimilt að nota eina leikstöðvun til viðbótar til leikmannaskipta en einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til leikmannaskipta. með þeirri takmörkun að aðeins er heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á).

30.gr.

2. flokkur kvenna

Leikmannaskipti: Heimilt er að skipta öllum varamönnum inn á í hverjum leik með þeirri takmörkun að hverju liði er aðeins heimilt að nota að hámarki þrjár leikstöðvanir til leikmannaskipta í síðari hálfleik. Þegar um framlengingu er að ræða er hverju liði heimilt að nota eina leikstöðvun til viðbótar til leikmannaskipta en einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til leikmannaskipta. með þeirri takmörkun að aðeins er heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á).

31.gr.

3. flokkur kvenna

Leikmannaskipti: Heimilt er að skipta öllum varamönnum inn á í hverjum leik með þeirri takmörkun að hverju liði er aðeins heimilt að nota að hámarki þrjár leikstöðvanir til leikmannaskipta í síðari hálfleik. Þegar um framlengingu er að ræða er hverju liði heimilt að nota eina leikstöðvun til viðbótar til leikmannaskipta en einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik framlengingar til leikmannaskipta. með þeirri takmörkun að aðeins er heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á).


Greinargerð

Með þessari breytingu getur þjálfari óskað eftir leikstöðvun til leikmannaskipta að hámarki þrisvar sinnum í venjulegum leiktíma í síðari hálfleik en til viðbótar getur hann nýtt leikhléið til leikmannaskipta jafnframt því að gera skiptingar í fyrri hálfleik. Á hvaða tímapunkti leiksins sem er getur þjálfari þannig ákvarðað hve margar skiptingar hann gerir, allt frá því að gera eina skiptingu upp i sjö í einu. Komi til framlengingar og hafi þjálfari ekki notað alla skráða varamenn getur hann óskað eftir einni leikstöðvun til skiptinga til viðbótar við þær leikstöðvanir sem hann nýtti ekki í síðari hálfleik. Auk þess getur hann nýtt til hlé milli leiks og framlengingar og stutta hléið sem er á milli hálfleikja í framlengingu. Þessi breyting gefur þjálfurum aukið svigrúm og getur gefið fleiri varamönnum möguleika á þátttöku.

Knattspyrnufélag ÍA

Tillaga til ályktunar
Tillaga frá Knattspyrnudeild Fram

Leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda og áfrýjun leikbanns

Prentvæn útgáfa þingskjals

Gísli Gíslason, stjórn KSÍ, lagði til að tillögunni yrði vísað til stjórnar KSÍ - Samþykkt

(Athugasemdir aga- og úrskurðarnefndar neðst)

Grein 9 og 17 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki tillögu að breytingum á greinum 9 og 17 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

9. gr.

Uppkvaðning úrskurða og gildistaka

9.2.Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar í kærumálum taka gildi við uppkvaðningu þeirra eða eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðir nefndarinnar í agamálum taka gildi kl. 12 á hádegi næsta virka dag föstudag frá birtingu þeirra nema um sjálfkrafa leikbann sé að ræða.

17. gr.

Áfrýjun til áfrýjunardómstóls KSÍ

17.2.Almennt verður úrskurðum nefndarinnar í agamálum ekki skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ nema í eftirfarandi undantekningartilfellum:

a)Úrskurði nefndarinnar um tveggjaþriggja leikja bann eða þyngri refsingu. Leikbanni sem leikmaður fær sjálfkrafa skv. 13. grein verður ekki áfrýjað. Fái leikmaður þyngri refsingu en sem nemur sjálfkrafa leikbanni þarf þynging refsingar að vera einn leikurtveir leikir eða meira til þess að máli verði áfrýjað. Einungis er heimilt að áfrýja þeim hluta refsingar sem lítur að hinni þyngdu refsingu í þessum tilvikum.

b)Úrskurði nefndarinnar um viðurlög og refsingar sem nema hærri fjárhæð en kr. 50.000,-.

c)Úrskurði nefndarinnar á grundvelli greinar 13.9.c).

d)Úrskurði nefndarinnar um heimaleikjabann á grundvelli 13.9.d).


Greinargerð

Leikmaður sem fær t.d. sitt fjórða gula spjald á sunnudegi og er úrskurðaður í eins leiks bann á þriðjudegi getur leikið í næstu umferð í deildinni á fimmtudegi og farið svo í leikbann í umferðinni þar á eftir. Það er ekki í anda leikbanna að leikmaður sem úrskurðaður hefur verið í bann geti leikið knattspyrnuleik eftir að hafa verið úrskurðaður í bann og áður en úrskurðuð refsing er tekin út. Á tímum tækni og upplýsingamiðlunar á ekki að þurfa marga daga fyrir félög að meðtaka úrskurð aga- og úrskurðarnefndar og því ætti leikbannið að taka gildi strax á hádegi daginn eftir að úrskurður hefur verið kveðinn upp.

Leikbönn umfram einn leik er þynging refsingar. Ef refsing leikmanns er þyngd og hann úrskurðaður í tveggja leikja bann hefur leikmaðurinn og/eða félag hans enga möguleika á að halda uppi vörnum ef svo ber undir. Það eru grundvallarréttindi hvers og eins að geta talað sínu máli og reynt að fá lagfæringu sinna mála ef viðkomandi telur sig hafa verið misrétti beittur.  Talað hefur verið um að svona breyting muni leiða til fjölgunar mála fyrir áfrýjunardómstóli KSÍ og er það réttmæt ályktun. Hins vegar má sú staðreynd ekki verða til þess að félög og leikmenn hafi möguleika á að verja sig ef talið er að sá úrskurður sem leikmaðurinn hefur fengið á sig sé ekki sanngjarn eða réttur.

Knattspyrnudeild Fram


Athugasemdir Aga- og úrskurðarnefndar við tillögu á þingskjali 13

 

Prentvæn útgáfa athugasemda Aga- og úrskurðarnefndar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ telur rétt að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:

Nefndin gerir ekki athugasemdir við þann hluta tillögu er varðar hvenær leikbann tekur gildi vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að það sé í anda leikbanna að þau séu tekin út eftir að úrskurðað hefur verið um þau í stað þess að fáeinir dagar líði á milli.

Aga- og úrskuðarnefnd KSÍ gerir hins vegar athugasemdir við þá tillögu að áfrýjunarheimild á úrskurðum vegna leikbanna sé lækkuð úr þremur leikjum og niður í tvo. Að mati aga- og úrskurðarnefndar er þröskuldur vegna áfrýjunar á úrskurðum um leikbann nú þegar lágur. Nái tillagan fram að ganga verður hægt að áfrýja ákvörðunum aga- og úrskurðarnefndar um að þyngja sjálfkrafa leikbann um aðeins einn leik. Með því er dregið úr vægi aga- og úrskurðarnefndar sem ákvörðunarvalds, auk þess gæti breytingin haft í för með sér verulega aukinn fjölda áfrýjana til áfrýjunardómstóls KSÍ vegna agamála.

Samkvæmt reglum um agaviðurlög hefur rautt spjald í för með sér sjálfkrafa eins leiks bann og er aga- og úrskurðarnefnd ekki heimilt að hreyfa við sjálfkrafa leikbanni. Hlutverk aga- og úrskurðarnefndar er hins vegar að leggja mat á og skera úr um hvort tilefni sé til að þyngja sjálfkrafa leikbann eður ei með tilliti til leikbrots sem um ræðir. Tekur nefndin tillit til þeirra gagna sem borist hafa til nefndarinnar fyrir fund hennar á þriðjudegi, þ.á.m. skýrslu dómarans um brottvísun og skriflegar athugasemdir við brottvísunina (t.d. greinargerð, myndbandsupptöku eða annað) sem borist hafa frá því félagi sem í hlut á. Félögum er þ.a.l. heimilt að tala sínu máli og getur reynt að fá lagfæringu sinna mála fyrir aga- og úrskurðarnefnd ef þau telja sig hafa verið beitt misrétti.

Samkvæmt núgildandi reglum er heimilt að áfrýja ákvörðunum nefndarinnar um að þyngja sjálfkrafa leikbann um tvo leiki (samanlagt þrjá) og þar liggur þröskuldurinn. Ekki hefur verið heimilt að áfrýja ákvörðunum nefndarinnar um að þyngja sjálfkrafa leikbann um einn leik (samanlagt tvo). Þessi takmörkun á áfrýjunum vegna agamála er einn liður í því að tryggð sé skjót málsmeðferð agamála og að þeim sé alla jafna hægt að ljúka á sem skemmstum tíma. Það er mat aga- og úrskurðarnefndar, að ef afnumin yrði sú takmörkun þá kæmi það til með að tefja framgang og úrlausn agamála og yrði til þess að úrlausn agamála fengist ekki í mörgum tilvikum fyrr en að töluverðum tíma liðnum frá agabrotinu sjálfu.

Með kveðju,
   Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ

Tillaga til ályktunar
Tillaga frá stjórn KSÍ

Fyrirkomulag deilda í mfl. karla og kvenna og ný bikarkeppni félaga í neðri deildum

Prentvæn útgáfa þingskjals

Tillagan var samþykkt

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki að stjórn KSÍ skipi starfshóp/starfshópa um fyrirkomulag á deildakeppnum í Pepsi Max deild kvenna, 1. deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla, 2. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla. Starfshópur/starfshópar verði skipaðir og taki til starfa að loknu ársþingi 2021. Þeim verði gert að rýna í núverandi fyrirkomulag á deildakeppnum framangreindra deilda og jafnframt kanna mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi viðkomandi deilda. Markmið starfshóps/starfshópa verði að skoða þau tækifæri sem eru til framþróunar á knattspyrnu í hverri deild fyrir sig m.t.t. deildarfyrirkomulags/umspils.  Þá verði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða nýja bikarkeppni félaga í neðri deildum karla og kvenna.

Starfshópi/starfshópum verði gert að skila af sér fyrstu niðurstöðum haustið 2021. Í framhaldinu, og til að auka gagnsæi á störfum starfshóps/starfshópa, verði boðað til deildarfunda með aðildarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í hverri deild fyrir sig eftir að fyrstu niðurstöður liggja fyrir. Stefnt skuli að því að endanlegar niðurstöður liggi fyrir á fundi formanna og framkvæmdastjóra að loknu keppnistímabili 2021.

Sé til staðar breið sátt um breytingu á fyrirkomulagi einstakra deilda og um nýja bikarkeppni neðri deilda að loknum fundi formanna- og framkvæmdastjóra félaga getur stjórn KSÍ lagt til breytingar í þá veru á ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum nýtt fyrirkomulag taki gildi árið 2022 og/eða 2023.

Stjórn KSÍ

 

Tillaga til ályktunar
Lagt fram af Knattspyrnufélagi ÍA

Þróunarsjóður

Prentvæn útgáfa þingskjals

Gísli Gíslason, stjórn KSÍ lagði til að tillögunni yrði vísað til stjórnar KSÍ - Samþykkt

Tillagan hljóðar svona:
Lagt er til að ársþing KSÍ 2021 samþykki að stofna þróunarsjóð til þess að styðja aðildarfélög sambandsins í kaupum á tækjum og tækni til þess að auka gæði afreksþjálfunar. Úthlutun úr sjóðnum verði á hverju ári skv. reglugerð sem stjórn KSÍ setur og sjóðurinn verði fjármagnaður með HatTrick framlagi UEFA eins og mannvirkjasjóður KSÍ. Það verði hins vegar skilyrði að greiðslur úr sjóðnum fari milliliðalaust til birgja (söluaðila/þjónustuaðila) til þess að tryggja viðeigandi nýtingu styrktarfjárins.


Greinargerð

Átak hefur verið gert í uppbyggingu mannvirkja og þjálfaramenntun en til þess að auka gæði þjálfunar þarf að bæta umgjörð með ýmis konar mælingum og þjálfunartækjum/tækni. Forgangsraða þarf í fyrstu m.t.t. efstu deilda sem síðan má útvíkka í tímans rás. Mannvirkjasjóður hefur skilað miklum árangri en sem hluti af þróun og eflingu íslenskrar knattspyrnu er eins konar þróunarsjóður rökrétt framhald. Æskilegt væri að sjóðurinn hefði til ráðstöfunar a.m.k. 20 milljónum króna á ári.

Knattspyrnufélag ÍA