Kosningar

Kosningar í stjórn og fulltrúa landsfjórðunga á 78. ársþingi KSÍ

  

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 10. febrúar sl. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests, sbr. grein 17.4 í lögum KSÍ.  

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt.

Framkvæmd kosninga í stjórn KSÍ

Samkvæmt grein 17.1 í lögum KSÍ skal kosning til stjórnar fara þannig fram:

  1. Kosning formanns, annað hvert ár, til tveggja ára í senn. Formaður skal ekki sitja lengur en sex kjörtímabil samfleytt.
  1. Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára.  Stjórnarmaður skal ekki sitja lengur en tíu kjörtímabil samfleytt.
  1. Kosning 3ja manna til vara í stjórn til tveggja ára.

 

Framkomin framboð

Hér að aftan er gert grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ. Kjörnefnd hefur yfirfarið gögn frambjóðenda.  Framboðin eru birt í stafrófsröð.   

Kosning formanns

Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ til tveggja ára á 76. ársþingi KSÍ í febrúar 2022. Tveggja ára kjörtímabili Vöndu sem formanns lýkur á 78. ársþingi KSÍ árið 2024.

Eftirtaldir hafa boðið sig fram í embætti formanns til tveggja ára:

 

Kosning í stjórn 

Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í stjórn KSÍ lýkur á 78. ársþingi KSÍ 24. febrúar nk.:

  • Borghildur Sigurðardóttir
  • Ívar Ingimarsson
  • Sigfús Ásgeir Kárason
  • Pálmi Haraldsson

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar:

Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2025):

  • Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
  • Helga Helgadóttir
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir
  • Unnar Stefán Sigurðsson

 

Kosning varamanna í stjórn

Eins árs kjörtímabili varamanna í stjórn lýkur á 78. ársþingi KSÍ 24. febrúar nk.:

  • Hildur Jóna Þorsteinsdóttir
  • Jón Sigurður Pétursson
  • Sigrún Ríkharðsdóttir

Eftirtalin hafa boðið sig fram sem varamenn í stjórn og eru þau sjálfkjörin til tveggja ára:

 

Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga

Tveggja ára kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur í febrúar 2024:

  • Eva Dís Pálmadóttir - Austurland
  • Oddný Eva Böðvarsdóttir - Vesturland 
  • Ómar Bragi Stefánsson - Norðurland
  • Trausti Hjaltason - Suðurland

Eftirtaldir hafa boðið sig fram sem fulltrúar landsfjórðunga til tveggja ára:

 

Kosning varafulltrúa landsfjórðunga til tveggja ára:

Engin framboð bárust innan upprunalegs frests í embætti varafulltrúa landsfjórðunga og samþykkti kjörnefnd á fundi sínum þann 12. febrúar að framlengja framboðsfrest vegna varafulltrúa landsfjórðunga til miðvikudagsins 15. febrúar.  Fjögur framboð bárust:

  • Björgvin Brynjólfsson - Norðurland
  • Matthildur Ásmundardóttir - Suðurland
  • Sigurður Þór Sigursteinsson - Vesturland
  • Valdís Vaka Kristjánsdóttir - Austurland