10. febrúar 2007
61. ársþing KSÍ var sett, stundvíslega kl. 10:00, í morgun á Hótel Loftleiðum. Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en meðal annars eru framundan kosningar um formann og stjórn sem og afgreiðsla tillagna.
10. febrúar 2007
Fjölnir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2006 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ. Ásgeir Heimir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.
10. febrúar 2007
Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2006 og HK fékk styttuna afhenta í 1. deild karla. Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik.
10. febrúar 2007
Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, afhenti forsvarsmönnum netmiðilsins fotbolta.net viðurkenningu fyrir þeirra framlag til knattspyrnunar á Íslandi. Vefsíðan hefur fjallað myndarlega um íslenska knattspyrnu á undanförnum árum.
10. febrúar 2007
Eggert Magnússon ávarpaði 61. ársþing KSÍ í morgun, í síðasta sinn sem formaður KSÍ. Eggert fór m.a. yfir þær breytingar sem orðið hafa í starfinu og stöðu mála í knattspyrnunni í dag.
10. febrúar 2007
61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í dag. Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem að gegnir því embætti. Eggert Magnússon lét af formennsku KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti. Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ.
9. febrúar 2007
Laugardaginn 10. febrúar, kl 10:00, verður 61. ársþing KSÍ sett á Hótel Loftleiðum. Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála, hér á heimasíðunni.
5. febrúar 2007
Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi. Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ, sjö framboð um fjögur sæti í aðalstjórn og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn.
5. febrúar 2007
Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 61. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Alls hafa 123 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 116 fulltrúa.
2. febrúar 2007
Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2006. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 516,5 milljónir kr. og heildargjöld voru 417,2 milljónir kr. Hagnaður varð því 99,3 milljónir kr.
29. janúar 2007
61. ársþing KSÍ fer fram á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi. Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ og sjö framboð hafa borist um fjögur sæti í aðalstjórn.
27. janúar 2007
Kosningar og athygliverðar tillögur munu vera áberandi á 61. ársþingi KSÍ sem verður haldið á Hótel Loftleiðum 10. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:
25. janúar 2007
Ágúst Ingi Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við stjórnarkjör á ársþingi KSÍ þann 10 febrúar nk. Ágúst Ingi hefur verið í stjórn KSÍ í rúmlega 12 ár.
15. janúar 2007
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að leggja fyrir komandi ársþing að tíu lið verði í Landsbankadeild kvenna árið 2008. Áður hefur komið fram að stjórnin muni leggja til að níu lið leiki í Landsbankadeild kvenna árið 2007 og að ÍR taki níunda sætið.
8. janúar 2007
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Tillögum sem bera á upp á ársþinginu þarf að skila mánuði fyrir þingið og þurfa þær að berast í síðasta lagi 10. janúar.
7. desember 2006
61. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 10. febrúar 2007. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:
7. desember 2006
Allar fréttir um ársþing KSÍ verða hér eftir birtar hér á vefnum undir Allt um KSÍ / Ársþing. Verið er að vinna í því að færa eldri fréttir um ársþing undir sama tengil. 61. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 10. febrúar næstkomandi.
1. desember 2006
Fram kom á stjórnarfundi KSÍ í gær að Halldór B Jónsson varaformaður KSÍ muni ekki gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ á næsta ársþingi sambandsins í febrúar 2007.