30. nóvember 2006
Eggert Magnússon tilkynnti á stjórnarfundi KSÍ í dag að hann muni láta af starfi formanns KSÍ á næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður 10. febrúar 2007. Eggert var kjörinn formaður KSÍ 1989 og hefur verið endurkjörinn 8 sinnum.
15. mars 2006
Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 60. ársþings KSÍ, sem haldið var 11. febrúar síðastliðinn. Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina m.t.t. breytinga á lögum og reglugerðum KSÍ.
13. mars 2006
Á síðasta ársþingi KSÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á reglugerð KSÍ um staðalsamninga. Smellið hér að neðan til að skoða uppfærðar leiðbeiningar um samningsgerð sem vonandi gagnast samningsaðilum.
13. mars 2006
Á ársþingi KSÍ var samþykkt að heimila félögum í Landsbankadeildum karla og kvenna að setja stjörnur fyrir ofan félagsmerki á búningi, og miðast fjöldi stjarna þá við fjölda Íslandsmeistaratitila félagsins.
21. febrúar 2006
Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga). Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði.
11. febrúar 2006
Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut Fjölmiðlapenna KSÍ fyrir árið 2005. Það var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhenti Guðmundi fjölmiðlapennann á ársþingi KSÍ.
11. febrúar 2006
Sérstök viðurkenning var afhent Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra Sýnar, á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Hilmari viðurkenninguna.
11. febrúar 2006
Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ. Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.
11. febrúar 2006
60. ársþingi KSÍ, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í dag laugardag er lokið. Helstu niðurstöður þingsins má sjá undir "Lög og reglugerðir" í valmyndinni hér hægra megin. Engar breytingar urðu á stjórn KSÍ.
11. febrúar 2006
Smellið hér að neðan til að fylgjast með afgreiðslu tillagna og annarra mála sem liggja fyrir 60. ársþingi KSÍ, sem haldið er á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Upplýsingarnar verða uppfærðar reglulega á meðan á þinginu stendur.
9. febrúar 2006
Per Ravn Omdal, heiðursforseti norska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag og er um leið fulltrúi UEFA.
8. febrúar 2006
Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 60. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Alls hafa 119 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir flesta fulltrúa.
7. febrúar 2006
Eins og kunnugt er fer 60. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag, 11. febrúar. Hægt verður að fylgjast með afgreiðslu tillagna, kosninga og annarra mála hér á vefnum.
3. febrúar 2006
Engin ný framboð bárust til stjórnar KSÍ fyrir ársþing sambandsins, sem fram fer á Hótel Loftleiðum 11. febrúar, en samkvæmt 12. grein laga KSÍ verða framboð að berast minnst hálfum mánuði fyrir þing.
27. janúar 2006
Fjölmargar tillögur eru til afgreiðslu á knattspyrnuþinginu 2006 - ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 11. febrúar næstkomandi. Fjölgun liða, varalið, fleiri varamenn og Futsal eru meðal viðfangsefna.
12. janúar 2006
Framboð til stjórnar KSÍ skal samkvæmt 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu sambandsins minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar.
9. janúar 2006
60. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. febrúar 2006. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér efnisatriði tengd þinghaldinu.
6. janúar 2006
60. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.