17. janúar 2023
Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing.
20. desember 2022
Veist þú um einstakling, knattspyrnufélag eða verkefni sem gerði góða hluti í grasrótarstarfi árið 2022? Tekið verður við tilnefningum til 1. febrúar.
15. desember 2022
77. ársþing KSÍ verður haldið á Ísafirði 25. febrúar 2023. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér meðfylgjandi upplýsingar.
24. nóvember 2022
77. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði 25. febrúar 2023.
8. apríl 2022
72. þing FIFA fór fram í Katar um mánaðamótin. Ísland var eina aðildarþjóð FIFA þar sem allir þingfulltrúarnir voru konur.
20. mars 2022
Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 76. ársþings KSÍ, sem haldið var í Ólafssal, Ásvöllum, í Hafnarfirði þann 26. febrúar síðastliðinn.
18. mars 2022
Á ársþingi KSÍ sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði þann 26. febrúar síðastliðinn voru konur 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum alls. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur verið þingfulltrúar.
26. febrúar 2022
76. ársþingi KSÍ er lokið, en það fór að þessu sinni fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.
25. febrúar 2022
Jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hljóta Berglind Ingvarsdóttir og Þorbjörg Helga Ólafsdóttir fyrir fótboltaspjöld kvennalandsliðsins.
25. febrúar 2022
Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarpersóna ársins hlýtur Margrét Brandsdóttir fyrir brautryðjendastarf í þjálfun yngri flokka kvenna í FH.
25. febrúar 2022
Í dag, föstudaginn 25. febrúar, býður KSÍ til sérstaks málþings í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
23. febrúar 2022
Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarverkefni ársins hljóta Keflavík og Njarðvík fyrir verkefnið „Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir”.
23. febrúar 2022
Fjölmiðlaverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hlýtur ÍA TV vegna vefútsendinga frá knattspyrnuleikjum. Verðlaunin eru jafnan afhent í aðdraganda ársþings ár hvert og það var Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem afhenti fulltrúum ÍA TV verðlaunin.
22. febrúar 2022
Dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hlýtur FH fyrir nýliðun dómara og góða umgjörð. Þess má geta að FH hlaut einnig dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2019.
21. febrúar 2022
Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarverkefni ársins hljóta Uppsveitir fyrir frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu barna og unglinga.
21. febrúar 2022
Af þeim 70 félögum sem eiga rétt á að senda fulltrúa á 76. ársþing KSÍ hafa 36 þeirra nú þegar skilað kjörbréfi.
18. febrúar 2022
KSÍ hefur birt ársreikning fyrir árið 2021 og fjárhagsáætlun fyrir 2022. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2021 voru um 1.631 mkr og rekstrargjöld í heildina um 1.506 mkr. Alls var um 144 mkr úthlutað til aðildarfélaga, sem er í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var um 120 mkr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 182m. Rekstrarniðurstaða samstæðu KSÍ á árinu er því lækkun á sjóð um 24,4 mkr.
15. febrúar 2022
Föstudaginn 25. febrúar næstkomandi býður KSÍ til sérstaks málþings um fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Meðal annars verður fjallað um tengsl grasrótar og afreksstarfs, framtíð íslenskrar knattspyrnu, og fleira áhugavert.