17. ágúst 2019
Egill Arnar Sigurþórsson og Gunnar Helgason dæma leik TPS og Mypa í næstefstu deild Finnlands mánudaginn 19. ágúst, en um er að ræða lið í samstarfi landanna um dómaraskipti.
17. ágúst 2019
Dómarar frá Norður Írlandi munu dæma leik ÍBV og KA á sunnudaginn, en um er að ræða lið í samstarfi landanna um dómaraskipti.
15. ágúst 2019
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir bikarúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, en þar mætast Selfoss og KR. Leikurinn fer fram laugardaginn 17. ágúst kl. 17:00.
6. ágúst 2019
Alþjóðanefnd Knattspyrnusambanda (IFAB) hefur gefið út nánari fyrirmæli um framkvæmd markspyrnu.
2. ágúst 2019
Stephanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea um Ofurbikar Evrópu, en þetta er í fyrsta skipti sem kona dæmir einn af stærstu leikjum karlamegin.
29. júlí 2019
Þorvaldur Árnason dæmir leik Gzira United, frá Möltu, og FK Ventspils, frá Lettlandi í Evrópudeildinni. Leikurinn fer fram á Möltu 1. ágúst.
24. júlí 2019
Enskir dómarar, Matt Donohue og Akil Howson, verða að störfum á leikjum í Pepsi Max deild karla og Inkasso deild karla á næstunni.
22. júlí 2019
Í viðureign Fylkis og Þórs/KA á Würth-vellinum í Árbæ verða tveir finnskir dómarar í dómaratríóinu.
16. júlí 2019
Helgi Mikael Jónasson verður dómari á leik rúmenska liðsins Universitatea Craiova og Sabail frá Aserbaídsjan í undankeppni Evrópudeildar UEFA, en liðin mætast í Rúmeníu á fimmtudag.
8. júlí 2019
Þorvaldur Árnason verður dómari í viðureign FK Partizani frá Albaníu og Qarabag frá Aserbaídsjan, sem mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudag.
8. júlí 2019
Ívar Orri kristjánsson verður dómari á viðureign serbneska liðsins FK Cukaricki og FC Banants frá Armeníu í Evrópudeild UEFA, en liðin mætast í Serbíu á fimmtudag.
24. júní 2019
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik FC Prishtina frá Kosovó og St Joseph´s FC frá Gíbraltar. Leikurinn fer fram 27. júní í Pristina, Kosovó.
5. júní 2019
Helgi Mikael Jónasson dæmir vináttuleika Svíþjóðar og Noregs í U21 karla, en leikurinn fer fram í Helsingborg 7. júní.
31. maí 2019
"Er þessi bolti ekki örugglega inni?" var fyrirsögn greinar sem birtist á Vísi.is fyrir nokkrum árum. Í grein Vísis er sett upp skemmtileg myndasyrpa af ólíkum sjónarhornum og afstöðu í sjónlínu að boltanum.
27. maí 2019
Á fundi stjórnar 15. maí síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ tillögu dómaranefndar um að taka inn sex nýja deildadómara.
16. maí 2019
Gylfi Már Sigurðsson mun starfa á leik Frakklands og Ítalíu í undanúrslitum EM 2019 hjá U17 karla.
29. apríl 2019
Gylfi Már Sigurðsson mun starfa sem aðstoðardómari í lokakeppni EM 2019 hjá U17 ára landsliðum karla, en mótið fer fram á Írlandi dagana 3.-19. maí.
29. apríl 2019
Rúna Kristín Stefánsdóttir mun starfa sem aðstoðardómari á úrslitakeppni EM 2019 hjá U17 ára landsliðum kvenna, en mótið fer fram 5.-17. maí í Búlgaríu.