Verslun
Leit
SÍA
Leit

6. nóvember 2017

Þorvaldur dæmir í Frakklandi

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Frakklands og Búlgaríu í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Le Mans í Frakklandi. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson.

Dómaramál

3. nóvember 2017

Landsdómararáðstefna KSÍ 4. nóvember

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Dómaramál

3. nóvember 2017

Íslenskir dómarar dæma úrslitaleik í fjögurra liða U23 ára móti

Þrír íslenskir dómarar voru nýverið í Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA. Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence".

Dómaramál

3. október 2017

Vilhjálmur Alvar dæmir í Þýskalandi

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Þýskalands og Azerbaijan í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Cottbus í Þýskalandi. 

Dómaramál

1. október 2017

Bríet Bragadóttir og Gunnar Jarl Jónsson dómarar ársins 2017

Bríet Bragadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eru dómarar ársins 2017 í Pepsi deildum karla og kvenna.

Dómaramál

29. september 2017

Sigurður Óli Þorleifsson dæmir í Færeyjum

Sigurður Óli Þorleifsson mun dæma 2 leiki í Færeyjum um helgina. Annarsvegar leik í næstefstu deild á milli AB og ÍF II og hinsvegar leik íefstu deild á milli HB og EB/Streymur.

Dómaramál

11. september 2017

Þorvaldur Árnason dæmir erlendis í vikunni

Þorvaldur Árnason mun í vikunni dæma leik Liverpool og Sevilla í UEFA Youth League. Leikurinn fer fram í Birkenhead í Englandi. Aðstoðardómarar Þorvaldar í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.

Dómaramál

1. september 2017

Þóroddur dæmir í Noregi

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Noregs og Ísrael í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Drammen í Noregi. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson.

Dómaramál

31. ágúst 2017

Þorvaldur dæmir hjá Gíbraltar

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Gíbraltar og Bosníu og Herzegovinu í undankeppni HM 2018, en leikið verður í Faro sunnudaginn 3. september. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson, en fjórði dómari er Gunnar Jarl Jónsson.

Dómaramál

28. ágúst 2017

Vilhjálmur Alvar og Oddur Helgi dæma á móti í Finnlandi

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Oddur Helgi Guðmundsson aðstoðardómari verða næstu dag við störf í vináttumóti U19 landsliða karla. Mótið sem þeir eru að dæma á fer fram í Finnlandi og auk heimamanna taka þátt lið Hollands, Belgíu og Portúgal.

Dómaramál

7. ágúst 2017

Dómarar frá Wales að störfum á leik ÍA - KR

Nick Pratt frá Wales dæmir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla þriðjudaginn 8. ágúst. Annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Wales og heitir Ashley Davis.

Dómaramál

20. júlí 2017

Danskur dómari dæmir leik Þróttar og ÍR í Inkasso-deildinni

Danskir dómarar munu dæma leik Þróttar Reykjavíkur og ÍR í Inkasso-deildinni föstudaginn 21. júlí og fer leikurinn fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Jonas Hansen er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Danmörku og heitir Danny Kolding.

Dómaramál

20. júlí 2017

Enskir dómarar að störfum hér á landi

Ensku dómararnir Peter Wright og Martin Coy verða að störfum hér á landi á næstum dögum, en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti. Þeir munu dæma leiki í Inkasso-deildinni sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Dómaramál

18. júlí 2017

Íslenskir dómarar dæma í Evrópudeildinni í vikunni

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum, en þeir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem leikin er í þessari viku.

Dómaramál

11. júlí 2017

Þorvaldur dæmir í Svíþjóð

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni miðvikudaginn 12 .júlí þegar hann dæmir leik Malmö og FK Vardar í Meistaradeild Evrópu, en leikið verður í Malmö í Svíþjóð. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Dómaramál

10. júlí 2017

Færeyskur dómari dæmir leik Keflavíkur og HK í Inkasso-deildinni

Færeyskir dómarar munu dæma leik Keflavíkur og HK í Inkasso-deildinni þriðjudaginn 11. júlí og fer leikurinn fram á Nettóvellinum í Keflavík. Rúni Gaardbo er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Færeyjum og heitir Jan Andersen.

Dómaramál

6. júlí 2017

Færeyskur dómari dæmir í Pepsi deild karla

Færeyskur dómari, Ransin Djurhuus, kemur til Íslands um helgina og dæmir tvo leiki.

Dómaramál

3. júlí 2017

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Europa League.

Dómaramál