30. júní 2017
Norðurlandamót U16 landsliða kvenna fer fram í Finnlandi dagana 30. júní - 6. júlí. Íslenska U16 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Eydís Ragna Einarsdóttir starfa við dómgæslu - Bríet sem dómari og Eydís sem aðstoðardómari.  
28. júní 2017
Þóroddur Hjaltalín mun í byrjun júlí dæma á lokamóti UEFA Regions Cup sem fram fer í Tyrklandi. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið var í riðlakeppni mótsins síðastliðinn vetur þar sem Þóroddur var einnig við störf.
17. maí 2017
Hér á vefsvæði KSÍ má finna uppfærða íslenska útgáfu af knattspyrnulögum FIFA 2017/2018. Sem fyrr er það Gylfi Þór Orrason sem hefur veg og vanda með útgáfunni.
4. maí 2017
KSÍ í samráði við félögin á Austurlandi stendur fyrir námskeiðahaldi og fundarherferð með dómurum á Austurlandi 9. - 11. maí. Umsjón með námskeiðinu hefur Magnús Jónsson dómarastjóri KSÍ.
24. apríl 2017
Breytingar sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna taki gildi í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ 2017.
9. apríl 2017
Ívar Orri Kristjánsson og Jóhann Ingi Jónsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U19 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
7. apríl 2017
Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og þann 8. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum. 
3. apríl 2017
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.
27. mars 2017
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 3. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.
23. mars 2017
Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.
22. mars 2017
Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru nú staddir í Portúgal þar sem þeir verða við störf í milliriðli EM hjá U19 karla.  Auk heimamanna leika þar Króatía, Pólland og Tyrklandl og þar er einmitt hjá tveimur síðastöldu þjóðunum sem þeir félagar dæma sinn fyrsta leik á morgun.
9. mars 2017
Laugardaginn 11. mars verður hrint af stokkunum hæfileikamótun fyrir unga dómara. 14 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára hafa verið valdir til þess að taka þátt í verkefninu Allir munu þeir fá kennara sem mun skoða þá í 5 leikjum og gefa þeim góð ráð í kjölfarið.
2. mars 2017
Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Leif Lindberg sem verður gestur ráðstefnunnar.  Þetta er fyrsta af þremur landsdómararáðstefnum sem haldin er á árinu.
22. febrúar 2017
Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið miðvikudaginn 1. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Einar Sigurðsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.
21. febrúar 2017
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking í Víkinni þriðjudaginn 28. febrúar kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.
20. febrúar 2017
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum mánudaginn 27. febrúar kl. 20:15. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 20:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.
17. febrúar 2017
Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur verður haldið þriðjudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Markmiðið með námskeiðinu er að reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til starfa á þeim vettvangi. 
14. febrúar 2017
Dómaranefnd KSÍ stóð fyrir ráðstefnu fyrir aðstoðardómara í Kórnum 11. febrúar þar sem farið var yfir atvik úr leikjum, þau rædd og farið yfir störf aðstoðardómara.