Verslun
Leit
SÍA
Leit

13. febrúar 2017

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 20. febrúar

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 20. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á leikstjórn og nýjar hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómara. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Dómaramál

8. febrúar 2017

Þorvaldur dæmir í Þrándheimi

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Rosenborgar og Basel í Ungmennadeild UEFA en leikið er í Þrándheimi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson en fjórði dómari er norskur, Mads Folstad Skarsem.

Dómaramál

2. febrúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá FH

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

31. janúar 2017

Hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016-2017

Búið er að gefa út hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016 – 2017. Veg og vanda að útgáfunni hefur Gylfi Þór Orrason. Það er mjög mikilvægt að dómarar kynni sér ítarlega leiðbeiningarnar sem eru í raun viðauki við knattspyrnulögin.

Dómaramál

24. janúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá KA

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá KA í KA-heimilinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:45 Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA.  Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

20. janúar 2017

Dómarar fengu FIFA-merki afhent

Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konu sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.

Dómaramál

18. janúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla (yngri deild) þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.

Dómaramál

12. janúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garðinum

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Reyni/Víði í Víðishúsinu í Garðinum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Reyni/Víði og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

5. janúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Selfossi

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Selfossi í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

5. janúar 2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Fylki

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Fylki í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

21. nóvember 2016

Unglingadómaranámskeið hjá HK

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 18:15.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

18. nóvember 2016

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Youth League.

Dómaramál

10. nóvember 2016

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna tvo nýja aðstoðardómara. Andri Vigfússon og Oddur Helgi Guðmundsson koma inn sem nýir aðstoðardómarar. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinssonkemur inn sem nýr Futsal dómari.

Dómaramál

4. nóvember 2016

Landsdómararáðstefna KSÍ 5. nóvember

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Dómaramál

21. október 2016

Erlendur Eiríksson dæmir í Wales

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Dómaramál

18. október 2016

Vilhjálmur Alvar og Bryngeir dæma í Lúxemborg

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari munu síðar í þessum mánuði sinna dómaraverkefnum í undankeppni EM U17 landsliða karla. Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Lúxemborg og auk heimamanna eru í riðlinum lið Sviss, Tékklands og Færeyja.

Dómaramál

18. október 2016

Bríet dæmir vináttulandsleik í Noregi

Bríet Bragadóttir mun, fimmtudaginn 20. október nk., dæma vináttulandsleik Noregs og Svíþjóðar skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Hamar í Noregi.

Dómaramál

18. október 2016

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál