Verslun
Leit
SÍA
Leit

10. október 2016

Gunnar Jarl dæmir á Spáni í undankeppni U21 karla

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Spánar og Eistlands í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður í Pontevedra á Spáni og Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Dómaramál

10. október 2016

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Dómaramál

21. september 2016

Þóroddur og Frosti Viðar dæma á UEFA Regions Cup

Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru þessa dagana í Rúmeníu þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna. Úrslitakeppni fer fram næsta sumar.

Dómaramál

19. september 2016

Dómarinn sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar dæmir leikinn gegn Skotlandi

Ísland mætir Skotlandi í lokaleik Íslands í undankeppni EM en leikurinn fer fram á Laugardalvelli, klukkan 17:00 á morgun, þriðjudag. Dómari leiksins er hin ungverska Katalin Kulcsar, reynslumikill dómari sem m.a. dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár. 

Dómaramál

12. september 2016

Gunnar Jarl dæmir í Ungmennadeild UEFA

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Manchester City Youth og PVfL Borussia Mönchengladbach Youth í Ungmennadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri. 

Dómaramál

31. ágúst 2016

Þóroddur dæmir í Horsens

Þóroddur Hjaltalín mun í kvöld dæma vináttulandsleik Danmerkur og Liechtenstein en leikið verður í Horsens.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson en fjórði dómari er heimamaður.

Dómaramál

31. ágúst 2016

Þorvaldur dæmir í undankeppni U21 landsliða

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Íra og Slóvena í undankeppni U21 EM karlalandsliða en leikið verður í Waterford, 2. september næstkomandi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Dómaramál

26. ágúst 2016

Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir varadómari í leiknum.

Dómaramál

15. ágúst 2016

Sænskur dómari dæmir leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni

Sænskir dómarar munu dæma leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni, þriðjudaginn 16. ágúst. Patrik Eriksson er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnigi frá Svíþjóð og heitir Pär Lindström.

Dómaramál

12. ágúst 2016

Þorvaldur Árnason dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla

Þorvaldur Árnason dæmir sinn fyrsta bikarúrslitaleik í dag en það er leikur Vals og ÍBV í Borgunarbikar karla. Þorvaldur, sem er FIFA-dómari, var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni, bæði af Fótbolta.net og Pepsi-mörkunum.

Dómaramál

11. ágúst 2016

Norskir dómarar dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni

Norski dómarinn Torkjell Traedal mun dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni sem fram fer á Ásvöllum, fimmtudaginn 11. ágúst. Samlandi hans, Thomas Skaiaa, mun verða honum til aðstoðar.

Dómaramál

28. júlí 2016

Þorvaldur dæmir í Hvíta Rússlandi

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik FC Torpedo-Belaz Zhodino og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Zhodino í Hvíta Rússlandi.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Dómaramál

26. júlí 2016

Dómaramál - Sex dómarar á undanúrslitum Borgunarbikars karla

Sex dómarar verða á leikjum í undanúrslitum Borgunarbikars karla sem fram fara á miðvikudag og fimmtudag. Þetta fyrirkomulag þekkist m.a. frá úrslitakeppni EM í sumar.  Í leikjunum verður dómari, tveir aðstoðardómarar, tveir auka aðstoðardómarar og fjórði dómari.

Dómaramál

20. júlí 2016

Enskir gestadómarar á Íslandi

Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.

Dómaramál

14. júlí 2016

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis

Íslenskir dómarar eru að dæma víðsvegar um þessar mundir í Evrópukeppnum. Um er að ræða verkefni í Evrópudeildinni og á lokamóti U19 karla sem fram fer í Þýskalandi.

Dómaramál

10. júlí 2016

Birkir Sigurðsson aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis

Birkir Sigurðsson er aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis á lokakeppni EM U19 ára karla sem fram fer í Þýskalandi. Leikurinn fer fram á morgun, mánudag.

Dómaramál

7. júlí 2016

Gunnar Jarl dæmir í Póllandi

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Cracovia frá Póllandi og Shkëndija frá Makedóníu.  Leikið er í Kraká í Póllandi en þetta er seinni viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA en gestirnir unnu fyrri leikinn, 2 - 0.

Dómaramál

7. júlí 2016

Birkir að störfum í úrslitakeppni U19 karla

Birkir Sigurðarson verður einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni U19 karla en keppnin fer fram í Þýskalandi, 11. - 24. júlí.  Birkir er einn af 8 aðstoðardómurum í kepninni en opnunarleikur mótsins verður leikur Þýskalands og Ítalíu sem fram fer í Stuttgart.

Dómaramál