29. júní 2016
Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum. Dómararnir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem er leikin í þessari viku.
6. júní 2016
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 7. júní,  þegar hann dæmir vináttulandsleik Spánar og Georgíu.  Leikið verður í Getafe og er þetta síðasti leikur Spánar fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi. 
25. maí 2016
Þóroddur Hjaltalín er um þessar mundir staddur í Nyon í Sviss þar sem hann er á svokölluðu CORE dómaranámskeiði. Þetta er námskeið, haldið af UEFA, fyrir FIFA dómara til að undirbúa þá fyrir alþjóðleg verkefni.
20. maí 2016
Gunnar Jarl Jónsson milliríkjadómari, sem er við störf fyrir UEFA í úrslitakeppni EM U17 landsliða karla í Aserbaídsjan um þessar mundir, hefur verið valinn í dómarateymi úrslitaleiks mótsins, milli Spánar og Portúgals, sem fram fer á laugardag.
17. maí 2016
Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari á undanúrslitaleik Portúgals og Hollands á lokamóti EM U17 karla sem fram fer í Azerbaijan.
6. maí 2016
Gunnar Jarl hefur fengið annan leik að dæma, Portúgal - Skotland á morgun. 11:30 íslenskum tíma. Tyrki og Svisslendingur með honum og Marc Batta einn af aðal dómaranefndarmönnum UEFA í eftirliti.
29. apríl 2016
Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 
19. apríl 2016
Breytingar þær sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram.
18. apríl 2016
Byrjendadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 25. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.
12. apríl 2016
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.
11. apríl 2016
Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum. Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.
11. apríl 2016
Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.
31. mars 2016
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 7. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.
31. mars 2016
Helgi Mikael Jónasson og Tómas Orri Hreinsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
21. mars 2016
Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna.
18. mars 2016
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Keflavík í Akademíunni á móti Reykjaneshöll mánudaginn 21. mars kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.
11. mars 2016
Á 130. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB), sem haldinn var í Wales 5. mars sl., samþykkti nefndin að heimila tilraunir með "vídeó-aðstoðardómara". Á fundinum var einnig gefið grænt ljós á umfangsmestu endurskoðun sem gerð hefur verið á knattspyrnulögunum í allri 130 ára sögu IFAB.
8. mars 2016
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 15. mars kl. 16:30.  Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.