Verslun
Leit
SÍA
Leit

29. júní 2016

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum. Dómararnir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem er leikin í þessari viku.

Dómaramál

6. júní 2016

Vilhjálmur dæmir leik Spánar og Georgíu

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 7. júní,  þegar hann dæmir vináttulandsleik Spánar og Georgíu.  Leikið verður í Getafe og er þetta síðasti leikur Spánar fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi. 

Dómaramál

25. maí 2016

Þóroddur á CORE námskeiði í Sviss

Þóroddur Hjaltalín er um þessar mundir staddur í Nyon í Sviss þar sem hann er á svokölluðu CORE dómaranámskeiði.  Þetta er námskeið, haldið af UEFA, fyrir FIFA dómara til að undirbúa þá fyrir alþjóðleg verkefni.

Dómaramál

20. maí 2016

Gunnar Jarl 4. dómari á úrslitaleik EM U17 karla

Gunnar Jarl Jónsson milliríkjadómari, sem er við störf fyrir UEFA í úrslitakeppni EM U17 landsliða karla í Aserbaídsjan um þessar mundir, hefur verið valinn í dómarateymi úrslitaleiks mótsins, milli Spánar og Portúgals, sem fram fer á laugardag.

Dómaramál

17. maí 2016

Gunnar Jarl fjórði dómari í undanúrslitaleik á EM U17 karla

Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari á undanúrslitaleik Portúgals og Hollands á lokamóti EM U17 karla sem fram fer í Azerbaijan.

Dómaramál

6. maí 2016

Gunnar Jarl dæmir leik Portúgals og Skotlands lokamóti U17 karla

Gunnar Jarl hefur fengið annan leik að dæma, Portúgal - Skotland á morgun. 11:30 íslenskum tíma. Tyrki og Svisslendingur með honum og Marc Batta einn af aðal dómaranefndarmönnum UEFA í eftirliti.

Dómaramál

29. apríl 2016

Hvað má skipta mörgum leikmönnum inn á?

Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 

Dómaramál

19. apríl 2016

Breytingar á knattspyrnulögunum 2016

Breytingar þær sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram.

Dómaramál

18. apríl 2016

Allra síðasta byrjendadómaranámskeiðið í Reykjavík

Byrjendadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 25. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Dómaramál

12. apríl 2016

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Dómaramál

11. apríl 2016

Dómaramál á Norðurlandi

Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum. Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.

Dómaramál

11. apríl 2016

Dómaramál á Austurlandi

Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.

Dómaramál

31. mars 2016

Síðasta byrjendanámskeið í Reykjavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 7. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Dómaramál

31. mars 2016

Helgi Mikael og Tómas Orri til Englands

Helgi Mikael Jónasson og Tómas Orri Hreinsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.

Dómaramál

21. mars 2016

Vilhjálmur Alvar dæmir í Ungverjalandi

Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna.

Dómaramál

18. mars 2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Keflavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Keflavík í Akademíunni á móti Reykjaneshöll mánudaginn 21. mars kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

11. mars 2016

Umfangsmesta endurskoðun knattspyrnulaganna í 130 ára sögu IFAB

Á 130. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB), sem haldinn var í Wales 5. mars sl., samþykkti nefndin að heimila tilraunir með "vídeó-aðstoðardómara". Á fundinum var einnig gefið grænt ljós á umfangsmestu endurskoðun sem gerð hefur verið á knattspyrnulögunum í allri 130 ára sögu IFAB.

Dómaramál

8. mars 2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá ÍA 15. mars

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 15. mars kl. 16:30.  Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál