23. júlí 2015
Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í 1. deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.
14. júlí 2015
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma í Evrópudeildinni á fimmtudag en hann dæmir leik Ferencvárosi TC frá Ungverjalandi og FK Željezničar frá Bosníu.
30. júní 2015
Íslenskir dómarar eru að fá úthlutuð verkefni í Evrópu um þessar mundir en Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eru að fara af stað.
27. júní 2015
Íslenskir dómarar dæma leik Crusaders FC (Norður Írland) og FC Levadia Tallinn (Eistland) í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fram fram þann 30. júní.
26. júní 2015
Færeyski dómarinn, Eiler Rasmussen, verður við störf hér á landi næstu dag og dæmir hér 2 leiki. Hann dæmir leik KV og Njarðvíkur í 2. deild karla í kvöld, föstudaginn 26. júní og á sunnudaginn dæmir hann leik Fjölnis og FH í Pepsi-deild karla.
23. júní 2015
Einn mikilvægur þáttur á lokamóti eins og U17 kvenna er dómgæslan. Það eru margir dómarar sem dæma á mótinu en þeir koma víðsvegar af úr heiminum. Á mótinu er dómurum blandað saman, þ.e. dómarar frá mismundi löndum dæma saman en ekki koma tríó frá sama landi.
10. júní 2015
Skoski dómarinn Willie Collum dæmir leik Íslands og Tékklands á föstudaginn. Collum starfar sem kennari í trúarbragðafræðum en hann hefur auk þess dæmt í skosku úrvalsdeildinni í níu ár.
28. maí 2015
Á ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) hinn 28. febrúar sl. fjallaði nefndin m.a. um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), þ.e. brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri".
28. maí 2015
Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari okkar, er fjarri því að vera hættur dómarastörfum þó hann sé ekki lengur að flauta á leikjum. Kristinn er sem stendur staddur á CORE-námskeiði fyrir dómara þar sem hann leiðbeinir ungum dómurum.
29. apríl 2015
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.
20. apríl 2015
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl kl. 10:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.
13. apríl 2015
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
13. apríl 2015
Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og í dag, mánudaginn 13. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum.
9. apríl 2015
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
9. apríl 2015
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við félögin á svæðinu og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
9. apríl 2015
Þrír íslenskir dómarar, þeir Björn Valdimarsson, Bryngeir Valdimarsson og Ívar Orri Kristjánsson, luku á dögunum við CORE námskeið sem haldið er á vegum UEFA fyrir unga og efnilega dómara.
30. mars 2015
Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, miðvikudaginn 8. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00.
30. mars 2015
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.