Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. nóvember 2015

Knattspyrnulögin 2015-2016

Knattspyrnulögin 2015 - 2016 eru komin út. Hægt er að nálgast skjalið í PDF-formi sem og í rafrænni útgáfu á Issu lesaranum.

Dómaramál

12. nóvember 2015

Landsdómararáðstefna KSÍ 14. nóvember

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni. M.a. verður rætt um nýjar áherslur hvað varðar rangstöðu, notkun á samskiptamiðlum og fleira.

Dómaramál

12. nóvember 2015

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Dómaramál
Landslið

9. nóvember 2015

HK leitar að dómarastjóra

Knattspyrnudeild HK óskar eftir að ráða dómarastjóra fyrir knattspyrnudeild. Dómarastjóri sér um að skipuleggja dómgæslu og útvega dómara á leiki yngri flokka knattspyrnudeildar HK

Dómaramál

2. nóvember 2015

Þorvaldur dæmir í Unglingadeild UEFA

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti þessa daganna en Þorvaldur Árnason mun dæma leik Middlesbrough og Torino í Unglingadeild UEFA á fimmtudaginn. Með Þorvaldi í verkefninu eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson.

Dómaramál

26. október 2015

Þóroddur og Gylfi að störfum í Wales

Þessa dagana eru þeir Þóroddur Hjaltalín dómari og Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari við störf í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Wales og auk heimamanna eru í riðlinum eru lið Albaníu, Hollands og Sviss.

Dómaramál

22. október 2015

Rúna aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands

Rúna Kristin Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Þýskalandi á sunnudaginn. Rúna verður með írskum dómurum en Daly Rhona verður aðaldómari á leiknum.

Dómaramál

7. október 2015

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Dómaramál
Landslið

6. október 2015

Íslenskir dómarar á EM U21 karla

Íslenskir dómarar munu dæma leiki í undankeppni EM U21 karla sem er í fullum gangi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer þann 9. október. Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín sem er fjórði dómari.

Dómaramál

28. september 2015

Íslenskir dómarar í Unglingadeild UEFA

Í vikunni fara fram leikir í Unglingadeild UEFA (UEFA Youth League) og verða tvö íslensk dómarateymi að störfum.  Þorvaldur Árnason verður dómari á viðureign Arsenal FC og Olympiacos FC á þriðjudag og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari á leik FC Midtjylland og FC Saburtalo á miðvikudag.

Dómaramál

18. september 2015

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Færeyjum og Svíþjóð

Íslenskir dómarar verða við störf í Færeyjum og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.

Dómaramál

4. september 2015

A karla - Úkraínumenn dæma leikinn gegn Kasakstan

Dómarar í leik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn er frá Úkraínu. Ievgenii Aranovskyi er aðaldómari leiksins en hann dæmdi seinast leik Dortmund og Odd BK í Evrópudeildinni. Aranovskyi er 39 ára gamall en hann byrjaði að dæma alþjóðlega leiki árið 2006.

Dómaramál

24. ágúst 2015

Andri dæmir í Moldavíu

Andri Vigfússon verður í eldlínunni en hann mun dagana 27. – 29. ágúst dæma í undankeppni Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Riðillinn sem fer fram í Moldavíu en þar mætast félagslið frá Armeníu, Belgíu auk Moldavíu.

Dómaramál

18. ágúst 2015

Guðbjörg Pedersen fyrst kvenna til að dæma í efstu deild karla

Í síðara bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, kemur fram að þann 16. júní 1979 hafi Guðbjörg Pedersen úr Ármanni verið aðstoðardómari á leik ÍBV og KR.  Guðbjörg var þar með fyrst kvenna til að starfa við dómgæslu í efstu deild karla.  

Dómaramál

17. ágúst 2015

Dómarar frá Danmörku, Finnlandi og Wales að störfum

KSÍ hefur átt í samstarfi síðustu ár við knattspyrnusambönd á Norðurlöndum og Bretlandseyjum varðandi dómaraskipti.  Þannig hafa dómarar komið hingað til lands og dæmt leiki í deildarkeppni og íslenskir dómarar dæmt leiki ytra.  Á næstunni munu dómarar frá Finnlandi og Wales dæma leiki hér á landi.

Dómaramál

13. ágúst 2015

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla

Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn, 15. ágúst. Leikurinn er á milli Vals og KR en Erlendur dæmdi árið 2010 bikarúrslitaleik FH og KR.

Dómaramál

5. ágúst 2015

Helgi og Þórður dæma á Opna NM U17 karla í Svíþjóð

Norðurlandamót U17 landsliða karla fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst. Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þeir Helgi Mikael Jónasson og Þórður Arnar Árnason starfa við dómgæslu - Helgi sem dómari og Þórður sem aðstoðardómari.

Dómaramál

3. ágúst 2015

Fyrrum dómarar á faraldsfæti í eftirliti

Íslenskir dómarar hafa verið á faraldsfæti að dæma leiki í Evrópudeildinni en dómararnir hafa fengið mörg verkefni að undanförnu. Það eru samt ekki bara dómarar sem eru á faraldsfæti en fyrrum dómarar eru einnig í hlutverki eftirlitsmanna á leikjum Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Dómaramál