25. nóvember 2014
Andri Vigfússon sótti á dögunum ráðstefnu Futsaldómara sem haldin var í Split í Króatíu.  Á rástefnunni, sem 30 dómarar sóttu frá 25 löndum, var m.a. farið yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglum leiksins.
24. nóvember 2014
Kristinn Jakobsson mun dæma leik St. Etienne frá Frakklandi og Quarabag frá Aserbaídsjan í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Saint Etienne í Frakklandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og fjórði dómari verður Gylfi Már Sigurðsson.
19. nóvember 2014
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Zenit og Benfica í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Pétursborg, miðvikudaginn 26. nóvember. Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson.
17. nóvember 2014
Það verður fundur með dómarastjórum í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30. Reiknað er með að fundinum ljúki fyrir kl. 18:00.
14. nóvember 2014
Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM sem leikinn verður í Plzen á sunnudaginn. Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur.
12. nóvember 2014
Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lúxemborg og Úkraínu í undankeppni EM en leikið verður í Luxemborg, laugardaginn 15. nóvember. Kristni til aðstoðar í þessum leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.
5. nóvember 2014
Þóroddur Hjaltalín verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Athletic Bilbao og Porto í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Baracaldo á Spáni. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson.
5. nóvember 2014
Landsdómararáðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ laugardaginn 8. nóvember næstkomandi en þar verður farið yfir nýliðin tímabil og undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil. Ýmsir fyrirlestrar verða á dagskránni, farið yfir innlendar og erlendar klippur sem og að farið verður yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.
3. nóvember 2014
Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar og setur hún stefnuna á að dæma meira erlendis á vegum FIFA og UEFA.
23. október 2014
Fjórir íslenskir dómarar eru þessa dagana að störfum í Ungverjalandi þar sem þeir dæma á mótum á vegum UEFA. Þeir Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson eru við störf í undankeppni EM U17 karla og Þorvaldur Árnason og Oddur Helgi Guðmundsson eru að dæma á Regions Cup.
20. október 2014
Íslenskur dómarasextett verður að störfum á Celtic Park í Glasgow næstkomandi fimmtudag þegar skoska liðið Celtic og FC Astra frá Rúmeníu mætast í Evrópudeild UEFA. Kristinn Jakobsson verður dómari og með honum tveir aðstoðardómarar, fjórði dómari og tveir aukaaðstoðardómarar.
16. október 2014
Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.
12. október 2014
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma vináttulandsleik Noregs og Ungverjalands hjá U21 karla en leikið verður í Drammen, mánudaginn 13. október. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða norskir sem og varadómari leiksins.
11. október 2014
Kristinn Jakobsson dæmir leik Rússa og Moldóva í undankeppni EM en leikið verður í Moskvu, sunnudaginn 12. október. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín.
3. október 2014
Ívar Orri Kristjánsson mun um helgina dæma leik Bangor City og Carmarthen Town í welsku úrvalsdeildinni en leikið verður á Book People vellinum í Bangor.  Úrvalsdeildin þar er nýlega farin af stað en verkefni þetta er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.
30. september 2014
Þóroddur Hjaltalín dæmir á morgun, miðvikudaginn 1. október, leik Arsenal og Galatasaray í Meistaradeild ungmenna.  Leikið verður á Borehamwood vellinum og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.
16. september 2014
Það verða dómarar frá Griklandi sem verða við stjórnvölinn á leik Íslendinga og Serba í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða löndur hennar Urania Foskolou og Panagiota Koutsoumpou.  Fjórði dómari leiksins er svo Bríet Bragadóttir.
10. september 2014
Vihjálmur Alvar Þórarinsson og Óli Njáll Ingólfsson munu verða við störf í Finnlandi næstkomandi sunnudag en þá dæma þeir leik FC Viikingit og FC Jazz í næst efstu deild. Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurlandanna.