Verslun
Leit
SÍA
Leit

8. september 2014

Þorvaldur dæmir í Sarajevo

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, mánudaginn 8. september, þegar hann dæmir leik Bosníu/Hersegóvínu gegn Ungverjalandi.  Leikið verður í Sarajevo og er leikurinn í undankeppni EM U21 karla.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Dómaramál

8. september 2014

Dómarar frá Króatíu á Ísland - Tyrkland

Það verða dómarar frá Króatíu sem dæma leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Dómarinn heitir Ivan Bebek en þetta verður í fyrsta sinn sem aukaaðstoðardómarar eru að störfum á opinberum leik hér á landi og sömuleiðis mun Ivan verða með spreybrúsa í farteskinu líkt og gaf góða raun á leikjum HM í Brasílíu í sumar

Dómaramál

3. september 2014

Kristinn dæmir vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer á Friends Arena í Solna, fimmtudaginn 4. september.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.

Dómaramál

24. ágúst 2014

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00.

Dómaramál

22. ágúst 2014

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar.

Dómaramál

21. ágúst 2014

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Dómaramál

13. ágúst 2014

Sækir undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara UEFA

Kristinn Jakobsson sækir um þessar mundir sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara sem dæma alþjóðlega leiki.  Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir undankeppni EM karlalandsliða 2016 og svo riðlakeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA.

Dómaramál

8. ágúst 2014

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Dómaramál

29. júlí 2014

Kristinn dæmir í Rússlandi

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Dómaramál

22. júlí 2014

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason.

Dómaramál

16. júlí 2014

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Dómaramál

11. júlí 2014

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum.

Dómaramál

9. júlí 2014

Enskir dómarar að störfum hér á landi

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Dómaramál

8. júlí 2014

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Dómaramál

5. júlí 2014

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Dómaramál

2. júlí 2014

Þorvaldur dæmir í San Marínó

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Dómaramál

20. júní 2014

Ívar Orri dæmir í Færeyjum - Finnskir og færeyskir dómarar dæma hér á landi

Eins og undanfarin ár standa norrænu knattspyrnusamböndin að dómaraskiptum þar sem efnilegum dómurum gefst kostur á því að dæma í öðrum löndum.  Ívar Orri Kristjánsson dæmir tvo leiki í Færeyjum og færeyskir og finnskir dómarar verða að störfum hér á landi á laugardaginn.

Dómaramál

4. júní 2014

Þóroddur dæmir í Liechtenstein

Þóroddur Hjaltalín dæmir í dag, miðvikudaginn 4. júní,  leik Liechtenstein og Úkraínu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Eschen í Liechtenstein.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson og varadómari er Gunnar Jarl Jónsson.

Dómaramál