29. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
29. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
23. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 
21. janúar 2014
Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 28. janúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á nýju rangstöðutúlkunina og hendi - ekki hendi. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.
16. janúar 2014
Um þessar mundir eru unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð en KSÍ heldur þau í samvinnu við aðildarfélögin. Námskeiðin byrjuðu nú í janúar og eru í gangi til loka marsmánaðar. Unglingadómaranámskeiðin eru auglýst með viku fyrirvara á heimasíðu KSÍ en öllum er heimilt á mæta á þau, 15 ára og eldri, burtséð frá því hvaða félagi þeir tilheyra.
14. janúar 2014
Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson fara í vikunni til Englands þar sem þeir munu fylgja, og fylgjast með, dómarateymum í tveimur leikjum.  Fyrri leikurinn er á milli Arsenal og Fulham og sá seinni er Chelsea gegn Manchester United.
7. janúar 2014
Rúna Kristín Stefánsdóttir er ungur og efnilegur dómari. Hún hefur dæmt í efstu deildum hér heima, er á þriðja ári sem FIFA-dómari og hún hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Rúna sótti nýverið CORE-dómaranámskeið á vegum UEFA og við settum okkur í samband við Rúnu til að ræða dómaramálin og hvernig það er að vera kvendómari á Íslandi.
7. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
6. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.
2. janúar 2014
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er ókeypis.
9. desember 2013
Þorvaldur Árnason mun dæma leik Manchester United og Shaktar Donetsk í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Leigh, mánudaginn 9. desember. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon.
25. nóvember 2013
Kristinn Jakobsson dæmir leik HNK Rijeka frá Króatíu og Vitória frá Portúgal í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 28. nóvember, en leikið verður í Króatíu. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.
18. nóvember 2013
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Englands og San Marínó í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Shrewsbury, þriðjudaginn 19. nóvember. Gunnari til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.
12. nóvember 2013
Það verða spænskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu, fyrri umspilsleik um laust sæti á HM í Brasilíu.  Dómarinn heitir Alberto Undiano og honum til aðstoðar verða þeir Raúl Cabanero og Roberto Diaz.  Fjórði dómari er svo Carlos Clos Gomez.
4. nóvember 2013
Landsdómarar KSÍ hittust laugardaginn 2. nóvember, fóru yfir nýliðið keppnistímabil og hófu undirbúninginn fyrir það næsta.  Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir sem og farið var yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.  Skoðaðar voru innlendar og erlendar klippur og gengust dómarar undir próf úr því efni.
22. október 2013
Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn, dæma leik Swansea og Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 24. október.  Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson. 
11. október 2013
Þóroddur Hjaltalín dæmir leik Möltu og Grikklands í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður þriðjudaginn 15. október. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
10. október 2013
Guðmundur Ársæll Guðmundsson mun á laugardaginn dæma leik Rhyl og New Saints í velsku úrvalsdeildinni. Þetta er verkefni er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales en í sumar dæmdi Kris Hames frá Wales, leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla.