Verslun
Leit
SÍA
Leit

9. október 2013

Þóroddur fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands

Þóroddur Hjaltalín verður fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands í undankeppni HM sem fram fer í Vilníus, 11. október. Þóroddur starfar þar með færeyskum dómurum en það er Petur Reinert sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Regin Egholm og Jan A Líðarenda.

Dómaramál

9. október 2013

Ungverskir dómarar á leik Íslands og Kýpur

Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Það verður István Vad sem dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir István Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják. Fjórði dómari verður Tamás Bognár.

Dómaramál

7. október 2013

Gunnar Jarl og Birkir að störfum í Rússlandi

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða að störfum í Rússlandi næstu daga en þar fer fram undankeppni EM U19 karla. Leikið verður í Kazan en auk heimamanna leika þarna Úkraína, Malta og Eistland. Leikið verður dagana 10. - 15. október.

Dómaramál

3. október 2013

Þorvaldur og Gylfi að störfum í Serbíu

Þorvaldur Árnason og Gylfi Már Sigurðsson eru að störfum þessa dagana í Serbíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM hjá U17 karla.  Leikið er í höfuðborginni Belgrad en ásamt heimamönnum leika þarna Grikkland, Eistland og Andorra.

Dómaramál

25. september 2013

Þóroddur dæmir í Dortmund

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri. Leikið verður í Dortmund, þriðjudaginn 1. október.

Dómaramál

23. september 2013

Bibiana Steinhaus dæmir leik Íslands og Sviss

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Bibiana er einn þekktasti dómari Þýskalands og dæmdi m.a. úrslitaleik HM kvenna 2011.

Dómaramál

23. september 2013

Rúna Kristín að störfum í Ungverjalandi

Rúna Kristín Stefánsdóttir er að störfum þessa dagana í Ungverjalandi þar sem hún er aðstoðardómari í undankeppni U19 kvenna. Rúna starfar með dómurum frá Írland og Póllandi en í riðlinum leika, auk heimastúlkna, Svartfjallaland, Belgía og Tyrkland.

Dómaramál

16. september 2013

Kristinn dæmir í Róm

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 19. september næstkomandi, þegar hann dæmir leik Lazio og Legia Varsjá í Evrópudeild UEFA. Aðstoðardómarar Kristins í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.

Dómaramál

9. september 2013

Enskir dómarar á Ísland - Albanía

Enski dómarinn Andy Marriner mun dæma leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00. Honum til aðstoðar verða þeir Peter Kirkup og Darren England. Varadómari verður svo Lee Probert.

Dómaramál

6. september 2013

Kristinn dæmir í Aþenu

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Grikkja og Letta í undankeppni HM en leikið verður í Aþenu þriðjudaginn 10. september. Leikurinn er í G riðli þar sem Grikkir eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en Lettar í því fimmta.

Dómaramál

6. september 2013

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Noregi og Svíþjóð

Íslenskir dómarar verða við störf í Noregi og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma leik Strömmen og Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni og Valdimar Pálsson dæmir leik GAIS og Värnamo í sænsku "Superettan" deildinni.

Dómaramál

30. ágúst 2013

Dómari frá Wales dæmir leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla

Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn 1. september á Kópavogsvelli. Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Dómaramál

28. ágúst 2013

Sænskir dómarar dæma Selfoss - Grindavík

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leik Selfoss og Grindavíkur í 1. deild karla sem fram fer á Selfossvelli, fimmtudaginn 29. ágúst. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni.

Dómaramál

19. ágúst 2013

Færeyskir dómarar á leik Reykjavíkurfélaganna Víkings og Leiknis í 1. deild karla

Ransin N. Djurhuus mun dæma leik Víkings og Leiknis í 1. deild karla sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst., á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.  Ransin kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Kristian Sofus Petersen.  Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Birkir Sigurðarson.

Dómaramál

16. ágúst 2013

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Dómaramál

31. júlí 2013

Kristinn dæmir í Rúmeníu

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Steua Búkarest frá Rúmeniú og Dinamo TIblisi frá Georgíu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í Búkarest 6. ágúst næstkomandi og Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson. Varadómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Dómaramál

30. júlí 2013

Nóg að gera í dómaramálum á næstu dögum

Þó svo að venjulega sé ekki mikið um að vera í knattspyrnulífinu um verslunarmannahelgar hér á landi þá er svo sannarlega mikið um að vera í aðdraganda helgarinnar.  Í dag og á morgun eru hvorki fleiri né færri en 109 starfsmenn að störfum í dómaramálum á vegum KSÍ.

Dómaramál

22. júlí 2013

Kristinn dæmir í Svíþjóð

Kristinn Jakobsson dæmir, fimmtudaginn 25. júlí, leik Gefle frá Svíþjóð og Anorthosis Famagusta frá Kýpur í Evrópudeild UEFA. Leikið verður í Sundsvall í Svíþjóð en Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason. Varadómari verður Þorvaldur Árnason.

Dómaramál