11. júlí 2013
Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni 17. júlí næstkomandi þegar hann dæmir leik The New Saints frá Wales gegn Legía Varsjá frá Póllandi í Meistaradeild UEFA. Leikið verður á Racecourse Ground í Wrexham en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari verður Magnús Þórisson.
11. júlí 2013
Enski dómarinn Sebastian Stockbridge mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni. Hann mun dæma leik Þróttar og KA á morgun, föstudaginn 12. júlí og sömuleiðis dæmir hann leik Fjölnis og Leiknis sem fer fram 16. júlí. Báðir þessir leikir eru í 1. deild karla og einnig verður hann aðstoðardómari á leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 14. júlí
5. júlí 2013
Gunnar Jarl Jónsson mun, þriðjudaginn 9. júlí, dæma leik TPS Turku frá Finnlandi og AS Jeunesse Esch frá Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Þetta er seinni viðureign liðanna en Jeunesse Esch vann fyrri leikinn, fremur óvænt, 2 - 0.
28. júní 2013
Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki.
21. júní 2013
Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur.
5. júní 2013
Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM. Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel.
4. júní 2013
Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, föstudaginn 7. júní, þegar hann dæmir leik Eistlands og Danmerkur sem leikinn verður í Tallinn. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla en aðstoðardómarar Þorvaldar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson. Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.
4. júní 2013
Gunnar Jarl Jónsson mun á morgun dæma vináttulandsleik Noregs og Finnlands hjá U21 karla. Leikið verður í Hönefoss og verða aðstoðarmenn Gunnars norskir í þessum leik, þeir Dag R. Nebben og Ivar Jahr. Fjórði dómari er einnig frá Noregi, Kristoffer Helgerud.
3. júní 2013
Jóhann Gunnar Guðmundsson verður næstu daga að störfum í Ísrael þar sem hann starfar í úrslitakeppni EM U21 karla. Keppnin fer fram dagana 5. - 18. júní en Jóhann verður fjórði dómari á opnunarleik keppninnar, Ísrael - Noregur.
30. maí 2013
Það verður hin sænska Sara Persson sem dæmir vináttulandsleik Íslands og Skotlands á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram laugardaginn 1. júní og hefst kl. 16:45. Aðstoðardómarar Söru verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Áskell Þór Gíslason.
22. maí 2013
Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir voru aðstoðardómarar á leik Fram og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór á mánudaginn. Áður höfðu þau starfað saman í tveimur leikjum í Borgunarbikar kvenna.
10. maí 2013
Nokkur umræða hefur verið um viðbótartíma og hvaða reglur gilda varðandi hann. Rétt er að benda á upplýsingar um viðbótartíma sem finna má í áhersluatriðum dómaranefndar 2013.
6. maí 2013
Birkir Sigurðarson er þessa dagana staddur í Slóvakíu þar sem hann starfar sem aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U17 karla. Mótið hófst í gær og var Birkir aðstoðardómari á leik Króatíu og Ítalíu sem lauk með markalausu jafntefli.
30. apríl 2013
Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.
24. apríl 2013
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.
22. apríl 2013
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 22. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.
16. apríl 2013
Dómaranámskeið verður haldið í Barnaskólanum á Reyðarfirði laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og kennari verður Gunnar Jarl Jónsson FIFA-dómari.
12. apríl 2013
Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður á Reykjanesi að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.