Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. apríl 2013

Ráðstefna landsdómara á mánudaginn

Næstkomandi mánudag mun fara fram Landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar í lokaundirbúningi fyrir verkefni sumarins.  Þetta er einn af vorboðuðum í boltanum en keppni í Borgunarbikarnum hefst 1. maí og í Pepsi-deild karla 5. maí.

Dómaramál

8. apríl 2013

Rúna Kristín að störfum í Tékklandi

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður næstu daga að störfum í Tékklandi þar sem hún verður einn aðstoðardómara í milliriðli EM. Auk heimastúlkna leika þar: Ítalía, Sviss og Svíþjóð. Rúna verður á fyrsta leik sínum í dag þegar hún verður aðstoðardómari á leik Tékklands og Ítalíu.

Dómaramál

4. apríl 2013

Unglingadómaranámskeið hjá FH 8. apríl

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika mánudaginn 8. apríl næstkomandi í samvinnu við FH og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

1. apríl 2013

Marklínutækni í Pepsi-deildum karla og kvenna - aprílgabbið 2013 :-)

KSÍ hefur samið við þýska fyrirtækið Goal Pro um innleiðingu marklínutækninnar í Pepsi-deildum karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2013.  Lengi hefur legið fyrir að taka tæknina í notkun og hefur KSÍ nú ákveðið að taka þetta skref og taka kerfið í notkun fyrri sumarið.

Dómaramál

20. mars 2013

Unglingadómaranámskeið hjá Völsungi þriðjudaginn 26. mars

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Völsung og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

19. mars 2013

Gunnar Jarl dæmir í Wales

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Wales og Moldavíu í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Llanelli í Wales á föstudaginn. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Dómaramál

18. mars 2013

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag. Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Dómaramál
Landslið

14. mars 2013

Gunnar Jarl og Frosti dæma í Englandi

Gunnar Jarl Jónsson og Frosti Viðar Gunnarsson halda til Englands á morgun þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa ,á sínum hvorum leiknum, í nýrri "Premier League" deild U21 liða.

Dómaramál

13. mars 2013

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni fimmtudaginn 14. mars

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

4. mars 2013

Þóroddur og Birkir dæma á Regions Cup

Þóroddur Hjaltalín og Birkir Sigurðarson verða á San Marínó næstu dag þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna áður en úrslitakeppnin fer fram á Ítalíu í sumar.

Dómaramál

4. mars 2013

Landsdómararáðstefna fór fram um helgina

Landsdómarar hittust um helgina á árlegri ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ en ráðstefnan var á föstudag og laugardag. Gestur ráðstefnunnar að þessu sinni var Peter Roberts, fyrrum FIFA aðstoðardómari og kennari og eftirlitsmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.

Dómaramál

27. febrúar 2013

Fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn

Föstudaginn 1. mars verður fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn haldinn í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 17:00. Peter Roberts, kennari hjá enska knattspyrnusambandinu, mun þá flytja fyrirlestur og fara yfir ýmis lykilatriði í störfum eftirlitsmanna.

Dómaramál

25. febrúar 2013

Unglingadómaranámskeið hjá Fram mánudaginn 4. mars

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram og hefst kl. 18:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Dómaramál

25. febrúar 2013

Landsdómararáðstefna í höfuðstöðvum KSÍ

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Peter Roberts, fyrirlesari frá enska knattspyrnusambandinu og fyrrum FIFA aðstoðardómari, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Dómaramál

21. febrúar 2013

Uppfærðir dómaralistar aðildarfélaga

Skrifstofa KSÍ hefur uppfært á vef KSÍ, undir "Séraðgerðir", lista með starfandi dómurum hjá aðildarfélögum KSÍ.  Á þessum lista eru þeir dómarar sem koma fram á leikskýrslum a.m.k. einu sinni frá 1. janúar 2012.

Dómaramál

19. febrúar 2013

Unglingadómaranámskeið KSÍ á Selfossi í Iðu þriðjudaginn 26. febrúar

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við knattspyrnudeild Selfoss og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Þetta er eina unglingadómaranámskeiðið sem haldið verður á Suðurlandi á árinu.

Dómaramál

18. febrúar 2013

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi mánudaginn 18. febrúar

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

Dómaramál

14. febrúar 2013

Unglingadómaranámskeið í Borgarnesi þriðjudaginn 19. febrúar

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Skallagrím og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Dómaramál