24. september 2012
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdu um helgina leik Ljungskile og Umeå í næst efstu deild í Svíþjóð. Vilhjálmur var dómari leiksins og Halldór var annar aðstoðardómara
18. september 2012
Það verður hin þýska Bibiana Steinhaus sem dæmir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM á Ullevål, miðvikudaginn 19. september. Bibiana er ein af reyndustu dómurum sem völ er á og dæmdi t.a.m. úrslitaleik Bandaríkjanna og Japans á HM 2011 í Þýskalandi.
14. september 2012
Aðildarfélög KSÍ eiga þess kost að vinna sér inn verðlaun með öflugri uppbyggingu dómaramála innan síns félags. Öll félög sem uppfylla neðangreind skilyrði verða verðlaunuð. Frestur til að skila umsóknum er til 1. október.
12. september 2012
Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn. Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.
5. september 2012
Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á föstudaginn. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.
3. september 2012
Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í Skotlandi á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Skotlands og Lúxemborg í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í borginni Paisley. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.
30. ágúst 2012
Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014. Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.
29. ágúst 2012
Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn í Frakklandi á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, þegar hann dæmir leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.
24. ágúst 2012
Lars Müller mun dæma leik Leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla sem fram fer í kvöld. Lars kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómara leiksins, Andreas Josephsen. Þá munu tveir íslenskir dómarar vera við störf í Danmörku á sunnudaginn en þá mun Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæma leik Lyngby og Viborg og Leiknir Ágústsson verður honum til aðstoðar.
24. ágúst 2012
Þorvaldur Árnason mun dæma leik Hönefoss og Tromsö í efstu deild norsku deildarinnar og fer leikurinn fram sunnudaginn 26. ágúst. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Sama sunnudag munu norskir dómarar dæma hér í efstu deild, leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvelli.
23. ágúst 2012
Það verður Gunnar Jarl Jónsson sem dæmir úrslitaleik Vals og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, laugardaginn 25. ágúst. Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson og fjórði dómari verður Rúna Kristín Stefánsdóttir.
20. ágúst 2012
Eins og undanfarin ár hafa knattspyrnusambönd Norðulandanna haldið úti verkefni sem miðast við dómaraskipti á milli landanna. Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, munu dómarar frá Finnlandi starfa á leik Víkinga frá Reykjavík og Tindastóls.
17. ágúst 2012
Þóroddur Hjaltalín verður dómari á úrslitaleik Stjörnunnar og KR í Borgunarbikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á Laugardag kl. 16:00. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.
14. ágúst 2012
Andri Vigfússon, sem er FIFA Futsal dómari, var við störf í einum riðlanna í UEFA Futsal Cup fyrr í mánuðinum. UEFA Futsal Cup er Evrópumót félagsliða í Futsal-innanhússknattspyrnu.
14. ágúst 2012
Dómararnir á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum á miðvikudag koma frá Lúxemborg. Maðurinn með flautuna heitir Laurent Kopriwa. Aðstoðardómararnir eru bræðurnir Antonio og Claudio De Carolis.
8. ágúst 2012
Á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Færeyjum þessa dagana, eru tveir íslenskir dómarar að störfum. Þetta eru þeir Þórður Már Gylfason og Adolf Þorberg Andersen.
30. júlí 2012
Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á miðvikudaginn þegar hann dæmir leik Anderlecht frá Belgíu og Ekranas frá Litháen. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Brussel.
17. júlí 2012
Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á leik NK Osijek frá Króatíu og Kalmar FF frá Svíþjóð sem fram fer í Osijek, fimmtudaginn 19. júlí. Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.