13. júlí 2012
Enski dómarinn Andy Davies mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildarkeppninni. Hann mun dæma leiki Víkings Ólafsvíkur og KA sem og Fjölnis og Hauka sem fer fram 17. júlí.  Einnig verður hann aðstoðardómari á leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla 15. júlí.  Þessi verkefni eru liður í samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.
10. júlí 2012
Íslenskir dómarar fara mikinn þessa dagana á erlendri grundu en margir eru við störf þessa dagana.  Alls eru 11 íslenskir dómarar að dæma erlendis þessa dagana og líklega bætist við þann hóp á næstu dögum.
8. júlí 2012
Stelpurnar í U16 landsliðinu eru ekki einu fulltrúar Íslands á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Tveir íslenskir dómarar eru þar einnig en þetta eru þær Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir.
2. júlí 2012
Fjölmargir leikir eru framundan í Evrópudeild og Meistaradeild UEFA og verða íslenskir dómaraeftirlitsmenn og eftrlitsmenn virkir þátttakendur. Þrír Íslendingar verða við störf á þessum leikjum.
29. júní 2012
UEFA hefur tilnefnt Þórodd Hjaltalín sem dómara á viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Leikurinn, sem fram fer í Llanelli í Wales, er í forkeppni Evrópudeildar UEFA og fer fram 12. júli næstkomandi.
28. júní 2012
Jóhann Gunnar Guðmundsson hefur verið tilnefndur af UEFA sem einn af átta aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla, sem fram fer í Eistlandi dagana 3. til 15. júlí. Jóhann Gunnar, sem er 34 ára gamall, hefur verið FIFA-aðstoðardómari síðan 2008.
27. júní 2012
Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.
27. júní 2012
Borið hefur á misskilningi um túlkun ákvæðis 12. greinar knattspyrnulaganna. Að gefnu tilefni skal áréttað varðandi þetta ákvæði laganna að leikmaður telst einungis "spyrna" knettinum sé snertingin við knöttinn með fæti leikmannsins (þ.e. frá ökkla og niður).
15. júní 2012
Fyrri sumarfundur landsdómara var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Eins og undanfarin ár var fundurinn nýttur til þess að fara yfir ýmis atvik úr leikjum, skoða það sem vel var gert og það sem betur má fara.
4. júní 2012
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. júní kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.
4. júní 2012
Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Litháen og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í Kauna í Litháen og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Gíslason. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.
25. maí 2012
Námskeiðið er haldið af KSÍ og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.
4. maí 2012
Í vikunni hafa dómararnir Gunnar Jarl Jónsson, Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín fundað með tveimur mikilvægum hópum um knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2012.
27. apríl 2012
Námskeiðið er haldið af KSÍ fimmtudaginn 2. maí og hefst kl. 20:00 í Hamri. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
25. apríl 2012
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram í Framheimilinu Safamýri fimmtudaginn 26. apríl og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
17. apríl 2012
Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins/Bikarkeppninnar 1. maí. Nákvæmur texti verður birtur í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA.
13. apríl 2012
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Kormák í Grunnskólanum á Hvammstanga 17. apríl og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.
10. apríl 2012
Unglingadómaranámskeið verður haldið í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl, hefst kl. 18:00 og stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.