19. desember 2011
FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2012. Einn dómari og einn aðstoðardómari fara af listanum í þetta skiptið. Hinsvegar bætast á hann einn dómari og tveir aðstoðardómarar. Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2012 eru eftirfarandi:
12. desember 2011
Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.
15. nóvember 2011
Kristinn Jakobsson mun í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember, dæma vináttulandsleik Dana og Finna en leikið verður í Esbjerg. Kristni til halds og traust í leiknum verða aðstoðardómararnir, Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.
7. nóvember 2011
Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Makedóníu og Færeyja í undankeppni EM U21 karla en leikið verður föstudaginn 11. nóvember í Skopje.  Með Þóroddi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.
31. október 2011
Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember, þegar hann dæmir leik Vaslui frá Rúmeníu og Sporting frá Portúgal. Leikurinn er í D riðli Evrópudeildar UEFA og fer fram í Rúmeníu. Þá eru þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson að störfum í Lúxemborg þessa dagana
24. október 2011
Guðrún Fema Ólafsdóttir verður með flautuna á morgun, þriðjudaginn 25. október, þegar hún dæmir leik Noregs og Svíþjóðar en þarna leika U23 kvennalið þjóðanna.  Þá munu þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson vera að störfum í Lúxemborg en þar verður leikinn riðill í undankeppni EM U17 karla.
26. september 2011
Kristinn Jakobsson verður við störf á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Vorskla Poltava frá Úkraínu og Hannover frá Þýskalandi. Leikurinn er í B riðli Evrópudeildar UEFA og verður leikinn í Úkraínu
26. september 2011
Guðrún Fema Ólafsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu halda til Noregs á næstu dögum og starfa þar við leik Stabæk og Klepp í efstu deild kvenna, 2. október næstkomandi. Guðrún Fema mun dæma leikinn og Rúna Kristín verður annar aðstoðardómara leiksins.
6. september 2011
Það verða Serbar sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Dómari leiksins er Bosko Jovanetic.  Eftirlitsmennirnir koma frá Lúxemborg og Wales.
2. september 2011
Kristinn Jakobsson mun dæma leik Skotlands og Litháen í undankeppni EM en leikið verður á Hampden Park, þriðjudaginn 6. september. Aðstoðardómarar leiksins verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sigurður Óli Þorleifsson og varadómari verður Magnús Þórisson.
30. ágúst 2011
Þorvaldur Árnason mun á fimmtudaginn dæma leik Þýskalands og San Marínó en leikurinn er í undakeppni EM U21 karla. Leikið verður í Padenborn í Þýskalandi en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason. Varadómari verður Þóroddur Hjaltalín
22. ágúst 2011
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics, ÍF, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings.
16. ágúst 2011
Norræn dómaraskipti eru í fullum gangi í vikunni. Á mánudag starfaði Gunnar Jarl Jónsson sem dómari og Andri Vigfússon sem aðstoðardómari á leik Qviding og Angelholm í næstefstu deild í Svíþjóð. Þeir Marko Grönholm dómari og Mika Lamppu aðstoðardómari munu svo starfa á leik Selfoss og Þróttar í 1. deild karla í kvöld.
16. ágúst 2011
Það verður íslenskur dómarakvartett á viðureign franska liðsins Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg í undankeppni Evrópudeildar þann 25. ágúst næstkomandi. Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins.
11. ágúst 2011
Tilkynnt hefur verið hverjir dæma úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag og fellur það í hlut Valgeirs Valgeirssonar að vera með flautuna í leiknum. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
9. ágúst 2011
Þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson voru í dómarateyminu á leik FC Espoo og KPV í næst efstu deild í Finnlandi þann 7. ágúst.  Þetta verkefni var hluti í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum í norrænum dómaraskiptum.  
25. júlí 2011
Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal.  Kristinn mun svo fara til Zagreb í Króatíu en þar mun hann dæma leik Dinamo Zagreb og HJK Helsinki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.
7. júlí 2011
Enski dómarinn James Adcock mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Selfoss og ÍR í kvöld og sömuleiðis dæmir hann leik ÍA og Leiknis sem fer fram 12. júlí