29. júní 2011
Íslenskir dómarar verða á ferðinni í Evrópudeild UEFA á næstunni. Áður hefur verið getið um Þorvald Árnason sem dæmir í Litháen í þessari viku og nú er ljóst að fleiri íslenskir dómarar verða í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar.
27. júní 2011
Þorvaldur Árnason mun næskomandi fimmtudag, 30. júní, dæma leik FK Banga frá Litháen og Qarabaga frá Aserbaídsjan. Leikurinn er í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Með Þorvaldi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.
31. maí 2011
Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
30. maí 2011
Nú í vikunni halda þrír íslenskir dómarar til Sviss á svokallað "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.
27. maí 2011
Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands, föstudaginn 3. júní næstkomandi.  Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson.
17. maí 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ þriðjudaginn 31. maí og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk
17. maí 2011
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 26. maí kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið.
17. maí 2011
Dómarar leiksins Íslands - Búlgaríu í undankeppni EM kvenna, sem fram fer á fimmtudaginn, koma frá Rúmeníu. Dómarinn heitir Floarea Cristina Babadac-Ionescu. Henni til aðstoðar verða þær Petruta Claudia Iugulescu og Carmen Gabriela Morariu.
3. maí 2011
Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Hamri á Akureyri 10. maí kl. 19:00. Þetta námskeið er ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.
3. maí 2011
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri á Akureyri 12. maí kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.
27. apríl 2011
Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins 1. maí.  Nákvæmur texti verður gefin út í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA. Breytingarnar eru eftirfarandi:
18. apríl 2011
Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.
30. mars 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka á Ásvöllum mánudaginn 11. apríl og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
30. mars 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt í Höfuðstoðvum KSÍ þriðjudaginn 12. apríl og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
25. mars 2011
Færeyskir dómarar verða hér á landi um helgina og eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir færeysku deildina sem hefst 9. apríl.  Þeir munu einnig koma við sögu í tveimur leikjum í Lengjubikar karla um helgina.
16. mars 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni þriðjudaginn 22. mars og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.
15. mars 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu í Vallarhúsinu mánudaginn 21. mars og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.
14. mars 2011
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss í Íþróttamiðstöðinni Iðu á Selfossi þriðjudaginn 15. mars og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Námskeiðið er ókeypis