11. janúar 2011
Unglingadómaranámskeið verður haldið  þriðjudaginn  18.  janúar  kl.  19:3 0 í  Smáranum Kópavogi .  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
6. janúar 2011
Unglingadómaranámskeið verður haldið fimmtudaginn 13 . janúar kl. 17:3 0 í Gula húsinu við fótboltavöllinn í Grindavík . Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
21. desember 2010
FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2011. Tveir aðstoðardómarar fara af listanum í þetta skiptið. Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2011 eru eftirfarandi:
13. desember 2010
Það verður íslenskur dómarasextett sem dæmir viðureign enska liðsins Liverpool og Utrecht frá Hollandi í Evrópudeild UEFA á miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Anfield Road í Bítlaborginni Liverpool.
23. nóvember 2010
Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi varðandi beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu um dómgæslu í Skotlandi næstu helgi. Ástæða þessarar beiðni er verkfall skoskra knattspyrnudómara.
5. nóvember 2010
Íslenskir dómarar hafa hafið undirbúning sinn fyrir næsta keppnistímabil en formlegar æfingar hófust nú 1. nóvember. Líkt og áður eru KSÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi varðandi þjálfun og undirbúning dómara og er mikil ánægja með þetta samstarf.
3. nóvember 2010
Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi. Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Leikurinn fer fram á Aviva vellinum í Dublin.
1. nóvember 2010
Þrír íslenskir dómarar eru þessa dagana í Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara. Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára. Þetta eru dómarinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómararnir, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.
27. október 2010
Unglingadómaranámskeið verður haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði sunnudaginn 7. nóvember kl. 14:30. Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
18. október 2010
Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lille frá Frakklandi og Levski Sofia frá Búlgaríu í C riðli Evrópudeildar UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.
9. október 2010
Keith Hackett fyrrverandi dómari í efstu deild í Englandi og síðar yfirmaður dómaramála þar í landi mun halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara föstudaginn 15. október. Fyrirlesturinn byrjar kl. 16:45 og lýkur kl. 18:45.
6. október 2010
Kristinn Jakobsson dómari verður við störf næskomandi föstudag þegar hann dæmir leik Albaníu og Bosníu Hersegóvínu en leikið verður í Tirana. Leikurinn er liður í D riðli undankeppni EM.
23. september 2010
Bryndís Sigurðardóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af aðstoðardómurum í undankeppni EM hjá U17 kvenna en riðillinn er leikinn í Rússlandi dagana 26. sept. - 1. október.  Þetta er fyrsta verkefni Bryndísar á erlendri grundu síðan hún varð FIFA - aðstoðardómari.
22. september 2010
Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni fimmtudaginn 30. september þegar hann dæmir leik Lech Poznan frá Póllandi og Salzburg frá Austurríki í Evrópudeild UEFA. Þá munu þeir Magnús Þórisson og Gylfi Már Sigurðsson verða við störf á Möltu dagana 25. - 30. september.
20. september 2010
Í framhaldi af vítaspyrnudómi í leik Stjörnunnar gegn FH þar sem Halldór Orri Björnsson tók forystuna fyrir heimamenn úr vítaspyrnu 1 - 0 spunnust miklar umræður um hvort hann hefði gerst sekur um svokallaða „gabbspyrnu“ í aðdraganda töku spyrnunnar.
17. september 2010
Örvar Sær Gíslason mun á laugardaginn dæma leik Bronshoj og FC Fyn í dönsku 1. deildinni. Þetta verkefni er liður í norrænum dómaraskiptum sem hafa verið við lýði á milli knattspyrnusambandi Norðurlanda síðustu ár.
17. september 2010
Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu 10 ár. Í leik Vals og Grindavíkur sem fram fer á Vodafone vellinum á laugardaginn munu dómarar leiksins, sem allar eru konur, klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu.
17. september 2010
Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi: