Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. september 2010

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki í Fjölbrautarskólanum

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki  fimmtudaginn 23. september   kl. 11:20.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Dómaramál

6. september 2010

Þóroddur dæmir í Portúgal

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Portúgal  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Varadómari leiksins verður Erlendur Eiríksson.

Dómaramál

19. ágúst 2010

Hæfileikamótun ungra dómara um helgina

Hæfileikamótun ungra KSÍ-dómara fer fram í Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni um helgina.  Fimm ungir og efnilegir dómarar munu taka þátt í verkefninu.  Kennarar verða þeir Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason.

Dómaramál

17. ágúst 2010

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeildinni

Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson.

Dómaramál

28. júlí 2010

Norskur dómari dæmir leik HK og Gróttu í kvöld

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld og þ.á.m. er heil umferð í 1. deild karla.  Á leik HK og Gróttu á Kópavogsvelli verður norskur dómari við stjórnvölinn en hann heitir Håvard Hakestad.  Er þetta hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Dómaramál

27. júlí 2010

Kristinn dæmir í Meistaradeild UEFA í dag

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag en þá dæmari hann leik PFC Lovech frá Búlgaríu og MSK Zilina frá Slóvakíu í Meistaradeild UEFA og verður leikið í Lovech í Búlgaríu.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Varadómari er Erlendur Eiríksson.

Dómaramál

28. júní 2010

Dómarar og eftirlitsmenn á ferð og flugi í júlí

Það eru ekki bara íslensk félagslið sem verða í eldlínunni í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í júlímánuði heldur verða einnig íslenskir dómarar og dómaraeftirlitsmenn við störf á þessum vettvangi.

Dómaramál

21. júní 2010

Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu

Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem.

Dómaramál
Landslið

16. júní 2010

Grískir dómarar á leik Íslands og Norður Írlands

Það verður dómaraþrenna frá Grikklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Norður Írlands sem fram fer á laugardaginn.  Hér er um að ræða mikilvægan leik í undankeppni fyrir HM 2011 og fer hann fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní kl. 16:00.

Dómaramál
Landslið

10. júní 2010

Stjórnun á boðvangi

Á síðustu dögum hefur nokkur umræða verið um brottvísanir forráðamanna og þjálfara en skýr fyrirmæli eru í knattspyrnulögum hvernig dómarar eiga að bregðast við vegna óábyrgrar hegðunar. 

Dómaramál

31. maí 2010

Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi 1. júní á Íslandi

Á fundum Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda(IFAB) sem haldnir voru í mars og maí voru samþykktar breytingar á knattspyrnulögunum. Breytingarnar gilda fyrir alla knattspyrnuleiki er fram fara á Íslandi og taka gildi á morgun, 1. júní.

Dómaramál

19. maí 2010

Þóroddur og Frosti dæma í Hollandi

Þeir Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru við dómarastörf þessa dagana í Hollandi en þar fer fram keppni í 6. riðli undakeppni EM hjá U19 karla.  Þóroddur mun dæma tvö leiki keppninnar og Frosti verður aðstoðardómari á þremur leikjum.

Dómaramál

10. maí 2010

Kristinn í fagráð úrvalsdómara

Kristinn Jakobsson hefur verið kosinn í einskonar fagráð úrvalsdómara, þ.e. UEFA dómarar sem eru í Elite og Premier hópum.  Það eru dómararnir sjálfir sem kjósa í þetta ráð. 

Dómaramál

26. apríl 2010

Landsdómarar með ráðstefnu um helgina

Um nýliðna helgi fór fram landsdómararáðstefna en þar undirbúa dómarar sig fyrir komandi Íslandsmót.  52 landsdómarar voru á ráðstefnunni og var fjölbreytt dagskrá að venju.  Verklegar æfingar fóru fram í Egilshöllinni en ráðstefnan að öðru leyti fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.

Dómaramál

16. apríl 2010

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2010

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Þeir sem ekki hafa sent inn mynd eru hvattir til þess að gera það hið fyrsta á ksi@ksi.is.

Dómaramál

14. apríl 2010

Um rangstöðu

Knattspyrna er leikur sem gengur út á það að skora mörk þar sem annað liðið nýtir tæknilega hæfileika sína til þess að sigrast á hinu. Sóknarliðið nýtir sína hæfileika til þess að sækja og varnarliðið sína hæfileika til þess að verjast. Ef sókninni tekst hins vegar að brjótast í gegnum vörnina og skora mark þá er það ekki í verkahring dómarateymisins að koma varnarliðinu til bjargar

Pistlar
Dómaramál

6. apríl 2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA á Jaðarsbökkum

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA verður haldið á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 7. apríl kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla
Dómaramál

6. apríl 2010

Héraðsdómaranámskeið í Hamri mánudaginn 12. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri, Akureyri,  mánudaginn 12. apríl kl. 20:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Fræðsla
Dómaramál